Vikan


Vikan - 17.12.1942, Síða 57

Vikan - 17.12.1942, Síða 57
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 57 Beiningamaður biskups. Framhald af bls. 55. var hið erfiðasta sálarlega viðfangsefni, sem biskup hafði nokkurn tíma átt við að eiga. Gat það heitið, að hann væri einu sinni kristinn, pilturinn? Biskup var ekki viss um það. Mann játaði trú, og fylgdi kirkjusiðum. En stundum, þegar hann skriftaði, gerði hann biskup alveg forviða. Það mátti heita, að hver einasta synd, sem mannlegt hjarta mæðir, væri „fyrir hendi“ — þó að ef til vill hefði hann ekki drýgt þær allar, þá ásóttu þær þó huga hans. Og frá öllu sagði hann hispurslaust! Það kom fyrir, að biskup varð gramur, og bar það á hann, að hann færi með ýkjur. Luigi tók shku brosandi, meðgekk það, — en bað þá bara um nýja syndakvittun. Biskup komst þá í ráðþrot. En þrátt fynr allt tengdust þessir tveir menn einkennilegum böndum, þegar tím- ar liðu fram. Þó að segja mætti um biskup, að hann væri kærulaus, var hann þó alls óheimskur. Honum skildist það fljott, að Remó var „tvísnjáldra“ — engu síður en Giuseppe, — átti til annað „andlit“ en það, sem fyrir hans augu hafði borið, þegar hann kom þangað fyrst. Remó var ekki aðeins borg lávarða og lærðra manna, fé- sýslumanna og fórnfúsra kvenna, heldur og líka fátæklinga og fáfróðra manna, ör- kumla manna og auðnuleysingja. Því að, eins og Luigi sagði: „Þegar maður liggur allan daginn á dómkirkjutröppunum, heyr- ir maður sögur, allir tala hispurslaust við okkur, beiningamennina." Sumar þessar sögur gengu biskupi mjög til hjarta. Hann átti bágt með að trúa þeim fyrst í stað, en þegar hann gerði sér það ómak, að komast fyrir hið sanna, reyndust þær ábyggilegar. Og þegar hann var búinn að ganga úr skugga um, að þær væru sannar, tók hann sér fyrir hendur, í eins konar þrjósku, að bæta úr, þar sem því varð við komið. Þetta tókst ekki allt- af. Þeir, sem syndga með ánægju, vilja helzt að kirkjan láti sig það engu skipta. Öðru hvoru ræddi hann við Luigi um þess- ar tilraunir sínar, en Luigi virtist vera ósnortinn. Hans álit virtist vera eitthvað á þá leið, að það væri sök sér, þó að slík- ur maður, sem biskupinn, léti sér ant um þetta fólk, en sjálfur væri hann ekki ann- að en beiningamaður biskupsins, og kæmi það sér því ekkert við, þó að einhverjir sáluðust af sulti eða öðrum vesaldómi. Biskupi gramdist þetta og það varð jafn- vel til þess að auka áhuga hans. Hann fór nú að taka eftir því, að smám saman fór að breytast borðhaldsbragur hjá honum. Fyrirmönnunum og fræðiþul- um fækkaði. Hins vegar urðu tíðari heim- sóknir sveitapresta, sem báru með sér í salina fátæktar-þef og fúllar fæðu. Þeir komu í sínum gatslitnu og skítgljáandi kuflum og voru feimnir og vandræðalegir fyrst í stað. En biskup kunni á þeim lagið. Og voru þeir ekki einmitt nákvæmlega eins og þorpspresturinn, sem Luigi var oft að segja honum frá? Þegar hann varð þess var, að hinir venjulegu borðsiðir rugluðu þessa presta, lagði hann svo fyrir, að dreg- ið væri úr þessum siðum. Luigi stríddi hon- um á þessu, og tjáði honum hispurslaust, hvað hinir tignari gestir hans segðu um þetta. Biskup ávítaði hann fyrir ósvífnina við sinn andlega leiðsögumann, og hélt uppteknum hætti. Kynlegt er það, hve tíminn líður fljótt, þegar hjartað fylgir máli í daglegum störf- um. Biskupi fannst það ekki hafa skipt neinum togum, að hann var allt í einu orð- inn miðaldra maður og tekinn að hærast í vöngum, og Luigi orðinn nær þrítugur maður. Biskupi fannst þetta furðulegt; hann vissi ekkert, hvað orðið hafði af tím- anum. Hann var að hugsa um þetta einn morguninn, og honum fannst hann kenna eins konar saknaðar. Hann hafði ætlað sér að gera svo margt — hann var enn fram- gjarn. En nú var hann oft svo þreyttur að kvöldi, að hann gat ekki hugsað. Vand- ræði fjölda fólks hvíldu á honum, erfið- leikar smábænda upp um svéitir, sem rétt aðeins höfðu í sig og á. Áhyggjur Domen- icós skósmiðs út af fallegri dóttur, sem hann átti. Örvænting Tessu, blómakonunn- ar, sem átti son, er hafði lent í þjófnaðar- málum. Þegar hann kom til Remó fyrst, vissi hann engin deili á slíkum áhyggjum. Hann tók upp bréf, sem lá á borðinu — bréf, sem hafði legið þar ósnert í marga daga, — og þegar hann var búinn að lesa það, settist hann niður og starði fram undan sér. Draumar æskuára hans vöknuðu í huga hans af nýju, margfalt unaðslegri en þeir höfðu verið nokkru sinni áður. Á meðan hann hafði legið í leti í Remó, hafði bróðir hans og vinir ekki verið aðgerðalausir. Þeir höfðu ekki gleymt honum, þrátt fyrir allt. Malaverni kardínáli, sá mikli og vitri stjórnmálamaður, sem aldrei lét sér úr hendi falla stýristauma stjórnar-fleysins, hugðist að koma við í Remó á leið sinni til Rómaborgar. Biskupinn þekkti kardín- álann — einu sinni, fyrir langa löngu, hafði hann verið einn á meðal þeirra sveina kardínálans, sem spáð var fyrir glæsilegri framtíð. Þarna var líka bréf frá bróður biskups, lávarðinum — bréf, þar sem tæpt var á alvarlegum og mikilvægum málefn- um. Það lá við að biskup yrði angurvær út af því, hve lengi hann hafði látið þessi bréf liggja þarna ólesin og þá auðvitað án þess að svara þeim. Hann kallaði á skrifara sinn og tók sjálfur að undirbúa bréfa- skriftirnar með miklu írafári, því að það var sjaldgæft að hann fengist við slíkt. Honum datt það oft í hug næstu daga, hversu heimskulegt það væri, að láta bréf liggja óopnuð dögum saman. Var nú verið að undirbúa heimsókn kardínálans, en biskupi fannst vera sleifarlag á þeim und- irbúningi, þó að hann gæti ekki beinlínis á það bent, í hverju þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru, væri ábótavant. Ein- hvem veginn hafði hann sjálfur fjarlægst þá veröld, þar sem allt slíkt gengur eins og í sögu. En nú var hann orðinn því van- ari, að veita sveitaprestunum sínum, held- ur en að taka á móti tignum gestum. Hann reyndi þó að hnoða saman fáeinum vers- um á latínu, leit eftir því að veggtjöldin í gestastofunum væru þvegin og bætt, gerði söngstjórann sinn hálfsturlaðan, og var allsstaðar fyrir þjónustufólki sínu. Hann veitti því nú fyrst athygli, að það hafði engan beyg af honum framar, held- ur kom það fram við hann með hæfilegri þolinmæði, eins og hann væri vinur þeirra fremur en húsbóndi, og þetta gramdist honum. Það, sem honum gramdist þó ef til vill öllu meira, var það, að Luigi var svo blygðunarlaus, að dylja það ekki, að hann ætlaði sér að hagnast sjálfur á þess- ari heimsókn, svo að um munaði. „Æ, yðar háæruverðugheit, lengi höfum við orðið að bíða eftir þessu,“ sagði hann, „en loksins kom þó að því. Og allir vita, að ekki eru slík stórmenni sem Malaverni kardínáli að ómaka sig til smáborgar eins og Remó, erindislaust. Allt sem við þurfum þá að gera, er ekki annað en það, að halda vel á spilunum. Og þegar við svo flytjum búferlum, eins og bersýnilegt er að til stendur, — jæja, — þá skal það ekki hryggja mig að minnsta kosti.“ „Flytjum búferlum?" endurtók biskup undrandi. Betlarinn geispaði. „Hvað annað?“ svaraði hann. „Nú er ég búinn að vera beiningamaður biskups. Þegar yðar háæruverðugheit verður skip- aður kardínáli, þá verð ég beiningamaður kardínálans. Embættinu fylgja auðvitað ýmsar kvaðir og nokkur ábyrgð, en ég hefi trú á hæfileikum mínum. Það gæti líka komið til mála, að ég þyrfti að ráða mér aðstoðarmann — manni verður oft hroll- kalt af að standa á dómkirkjutröppunum í kalsaveðri. Biskup snerist á hæli og gekk frá Luigi, án þess að mæla orð frá vörum. Það, sem Luigi hafði tæpt á, olli honum þó óværðar, því að hann vissi, að oft heyrði Luigi frétt- ir áður en heldri menn í Remó höfðu af þeim nokkurn þef. Loks rann upp sá mikli dagur, er kardí- nálinn kom til Remó. Eins og allir slíkir dagar, leið hann hjá eins og draumur, með hita og hátíðavafstri og vandræðum út af smámununum. Hin latnesku kveðjuvers voru flutt af óvæntri prýði. Hinsvegar voru kórsöngvararnir mið- ur sín og náðu sér ekki niðri. I ógáti hafði tveim hefðarherrum í fylgdarhði kardínál- ans verið vísað til herbergja í íbúð þjón- ustufólksins á hesthúsloftinu, biskupi til hinnar mestu vanvirðu, að honum fannst, og gleymzt hafði að bera fram sósu með fiskinum. Biskup var nú samt að vona, að yfirleitt hef ði móttökurnar f arið sæmilega úr hendi, en var þó ekki viss um það. Og þegar hann loks sat einn með fornvini sínum í skrif- stofunni, var hann orðinn úrvinda af þreytu og svefnleysi. Þetta átti annars að vera aðal-ánægju- stund dagsins, að sitja í næði með göml- um vini í kvöldsvala og kyrrð og endur- nýja sambandið við hinn mikla heim. En biskup var nú orðinn vanur sveitasiðum um háttatíma, og veizlan hafði staðið langt fram á kvöld. Hann hefði auðvitað átt að hlýða á kardínálann með óskiptri athygli, — en nú var hann að hugsa um ólukkans fiskinn og sósuna. „Jæja, Gianfrancesco“, tók kardínálinn til máls og dreypti virðulega á vínglasi sínu. „Þú hefir veitt þínum gamla kenn- ara mjög svo ástúðlegar móttökur. Vínið þitt er ágætt, — gestirnir þínir — þetta minnir mig einhvernveginn á eina ljóðlínu hjá Virgil, sem við vorum að glíma við í gamla daga — „Tityre, tu patulae recu- bans —.“ „Söngkórinn,“ sagði biskup, „kórinn er venjulega miklu-------.“ „Þeir sungu alveg prýðilega!" greip kardínálinn fram í fyrir honum. „Og prest- arnir þínir, þeir skafa ekki utan af hlut- unum, og virðast vera sómamenn í alla staði!“ Hann hristi höfuðið. „Ég er hrædd- ur um, að við höfum ekki ætíð slíkum mönnum á að skipa í Rómaborg.“ „Þeir eiga erfiðum störfum að gegna hér, upp um sveitir,“ sagði biskup. „Þeir töldu sér það mikinn heiður að fá að sjá yðar hágöfgi. „Sér er nú hver heiðurinn,“ mælti kardí- nálinn, „að sjá gamlan skrjóð og gigtveik- an — já, gigtin er að kvelja mig þessa dagana —. Ég er hræddur um að við séum farnir að reskjast, báðir.“ Hann hallaði sér áfram í sætinu og virti biskup fyrir sér. „Þú hefir líka breytzt, gamli vinur,“ sagði hann þýðlega. „Þér meinið, yðar hágöfgi, að ég hafi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.