Vikan


Vikan - 17.12.1942, Page 58

Vikan - 17.12.1942, Page 58
58 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 forpokast," sagði biskup með nokkurri beiskju. „Jæja, það er sannleikurinn.“ „Forpokast? — nei, það er fjarri því,“ svaraði kardínálinn með nokkrum ákafa. „En þú hefir breytzt allmikið — þú ert annar Gianfrancesco en sá, sem ég þekkti fyrrum.“ Hann tók upp hnetu og braut hana. „Sá Gianfrancesco var prýðismaður og atgerfismaður, þótt ungur væri,“ hélt hann áfram. „Þó efast ég um að hann hefði látið greifann hérna í Remó gera yfirbót synda sinna snöggklæddan fyrir kirkju- dyrum.“ „Ég get gefið skýringu á þessu,“ sagði biskup og bar ótt á. „Hann var í silki- skyrtu og verið alls ekki þannig, að hættu- legt gæti talizt heilsu greifans að vera snöggklæddur. Ennfremur stóð nú svo á, að nýju skattamir, sem greifinn heimtaði, hefðu orðið til þess að koma fátæklingun- um mínum á vonarvöl. Það er að vísu satt, að síðan höfum Við ekki ætíð litið hvor annan hýru auga, en ég held, að greifinn virði mig meira eftir en áður.“ • „Þetta er einmitt það, sem ég sagði við hann Pieró, bróður þinn,“ mælti kardínál- inn og néri höndum saman. „Ég sagði: ,Það er misskilningur hjá þér að vera með áhyggjur út af þessu, Pieró,‘ sagði ég, ,þetta mun hafa holl áhrif'. Og svo að maður víki að beiningamanninum —“ „Beiningamanninum mínum?“ spurði biskup og stundi við. „Já, þú veizt, að allt fréttist, þó að smá- vægilegt sé,“ svaraði kardínálinn. „Smá- munirnir eru gripnir á lofti, og svo berast þeir mann frá manni og alla leið frá Remó til Róm. Beiningamaður biskupsins — biskup beiningamannsins, — biskupinn, sem auðmýkir sál sína til þess að vernda smælingjann. „En þessu er alls ekki þannig háttað,“ sagði biskup og var ákafuf. „Ég —“ Kardínálinn bandaði við honum hendi. „Vert þú ekki að fela þín góðverk undir mælikeri, Gianfrancesco,“ mælti hann. „Kirkjan sjálf þarfnast þeirra. Vér lifum á öngþveitistímum. Frakkakonungur getur vaðið inn í land vort á hverri stundu. Heimurinn er í uppnámi. Vér höfum enga hugmynd um, hverjir erfiðleikar geta að okkur steðjað í nánustu framtíð.“ Hann horfði á biskup íhugull. „Hinn Heilagi Fað- ir vor styðst við mig óverðugan með mikl- um þunga,“ bætti hann við, „og hann er tekinn mjög að eldast." „Það er oss öllum sorgartíðindi," mælti biskup. „Vissulega," sagði kardínálinn. „Og þó, — vér verðum að horfast í augu við stað- reyndimar. Ef Heilagur Faðir vor fellur frá, þá er það oss nauðsyn, þeim sem í einlægni elska kirkjuna, að halda vel sam- an — og þá ekki sízt oss kardínálum.“ Hann þagði andartak og kroppaði með silfural síðustu kjarnakornin úr hnetu- skurninu. „Ég hygg að Heilagur Faðir vor sé reiðubúinn til þess að launa þér viðleitni þína að verðleikum og með því að fela þér Albano-stólinn,“ sagði hann síðan. „Biskupsstólinn í Albano?“ spurði bisk- up sem í draumi, því að eins og öllum var kunnugt, þá var Albano-biskupsdæmið fornt og frægt og rétt við múra Róma- borgar, — og sá, sem biskup var í Albano, bar einnig kardínálahatt. „Það getur haft mjög æskilegar afleið- ingar,“ mælti kardínálinn, „ég er persónu- lega þeirrar skoðunar. Að vísu höfum vér ýmsa gáfaða atgerfismenn í hópi sona hinnar heilögu kirkju. En þó er það svo, að einmitt nú, þegar hinir frakknesku og þýzku flokkar láta svo mjög til sín taka, — ja, vér þurfum ef til vill á manni að halda, sem væri af öðrum málmi — eink- anlega vegna alþýðunnar.“ Hann brosti ánægjulega. „Þú myndir þá verða á næstu grösum við mig, sem kardínáli — biskup Albano-stóls — í nánu sambandi við okkur alla,“ sagði hann. „Ég mundi leita þíns stuðnings, Gianfrancesco.“ „Ekkert gæti verið mér meira ánægju- efni!“ kallaði biskup upp, eins og kátur drengur. Fyrir hugskotssjónir hans brá snöggvast myndum af valdinu og dásemd- um, sem honum virtist standa sér nú til boða, — fjölförnum, breiðum götunum í Rómaborg og kirkjunni, sem getur knésett konunga. „Eg myndi verða að fara frá Remó?“ sagði hann. „Já, að sjálfsögðu yrðir þú að flytja frá Remó,“ svaraði kardínáhnn. „Hin nýju skyldustörf útheimta það.“ „Það mundi verða erfitt,“ mælti biskup. „Ég yrði að yfirgefa Luigi, og allt fólkið mitt — þá bækluðu, höltu og hrjáðu.“ Hann sá þau öll í huganum. „Fólkið þitt yrðir þú að yfirgefa — eins og þú segir,“ svaraði kardínálinn. „En vitanlega yfirgefur þú Luigi ekki. Hann verður að koma með þér, fyrir alla muni, sem lifandi tákn.“ „Æ-i-nei, — það mundi aldrei blessast," svaraði biskup. „Þér skiljið þetta ekki, yðar hágöfgi. Luigi er fullkomlega nógu erfiður sem biskups-beiningamaður. Sem beiningamaður kardínála myndu kveinstaf- ir hans og væl verða óbærilegt. Þér getið ekki gert yður í hugarlund, hvernig hann getur leikið.“ Kardínálinn virti biskup fyrir sér, eins og hann væri á báðum áttum. „Er mig að dreyma, Gianfrancesco ?“ mælti hann. „Eða ert þú að hafna biskups- embættinu í Albano og kardínálahatti með ekki veigameiri rökum en þeim, að þú hefir tekið beiningamann að þér og þykist hon- um bundinn?“ „Nei, nei, nei!“ hrópaði biskup upp yfir sig. „Ég er alls ekkert bundinn honum — hann er mér ekki annað en sem kross og þyrnikóróna. En, sjáið þér til, það myndi verða svo slæmt fyrir hann, ef ég yrði skipaður kardínáli og færi héðan. Mér hrýs hugur við að hugsa til þess, hvað verða myndi um sál hans. Og svo eru allir fé- lagar hans — Giuseppe krókur, hann er nú dáinn, en þá eru þau blinda Marta og Benító kroppinbakur og svo þeir yngri. Nei, ég verð að vera kyrr í Remó!“ Kardínálinn glotti — hann var gramur. „Ég hygg, að þú hafir gleymt einu atriði, Gianfrancesco," sagði hann. „Ég hygg, að þú hafir gleymt því, að hlýðni er hið fyrsta boðorð kirkjunnar." „Ég vil vera hlýðinn út í yztu æsar,“ svaraði biskup. „Látið Heilagan Föður vorn gera við mig, hvað svo sem honum þóknast. Látið hann senda mig sem trú- boða til villimanna. Látið hann svipta mig biskupsdómi og senda mig til starfa upp í fjallabyggðum. Ég myndi gera mér það að góðu. En þar eð mér var falið biskups- embættið hér í Remó, þá hefi ég störfum að gegna í Remó. Mér datt ekki í hug, þegar ég kom hingað fyrst,“ sagði hann lágum rómi, „að þetta yrði svona. En ein- hvemveginn finnst mér, að svona verði þetta að vera.“ Kardínálinn sat hljóður langa stund. Síðan stóð hann upp, þrýsti hönd bisk- ups, og fór til herbergja sinna. Biskup var að vona, að vel færi um kardínálann, en í svefnrofunum, um morguninn, mundi hann eftir því, að það kom stundum fyrir, að reyk sló niður í reykháfinum. Um morguninn kvaddi kardínálinn og hélt áfram ferð sinni til Rómaborgar, án þess að minnast nokkuð frekar á þessi mál. Biskupi þótti fyrir því, að kardínál- inn skyldi fara svo fljótt, en hins vegar var honum það líka léttir. Það hafði glatt hann mikið, að fá að sjá fornvin sinn, — hann taldi sjálfum sér trú um það. En þó fannst honum, sem einhver óvenjuleg- ur skýjadrungi hefði lagzt á sál sína um leið og hann bar að garði — og nú voru þessi ský horfin. En hann vissi, að nú átti hann eftir að kljást við Luigi — og það gat verið býsna erfitt. En það fór allt vel, þegar til kom. Biskup skýrði málavexti fyrir Luigi, eins og hann væri að tala við barn. Hann sagði honum, að svo kæmi það sér fyrir sjónir, að drottinn ætlaði sér ekki að verða kardínáli, heldur aðeins biskup í Remó, og við það yrði Luigi að sætta sig. Luigi var all-óánægður með þau málalok, og drap á það, að ef honum hefði verið þetta ljóst í upphafi, þá hefði hann sennilega aldrei tekið að sér að vera beiningamaður bisk- ups. En hann var annars ekkert erfiðari en hann hafði áður verið, og lét biskup sér það lynda. Þá skall ófriðurinn á við Frakkland,- og var biskupi mikil raun að. Hann hafði óbeit á hernaði, hann gat ekki sætt sig við það, að „fólkið hans“ væri strádrepið. En þeg- ar greifinn af Remó flýði með mestan hluta hersins, og borgarstjórinn lokaði sig inni í höll sinni, lafhræddur, og lét ekki sjá sig — þá var enginn til þess að stjórna málefnum borgarinnar annar en biskup. Jafnvel betlararnir á strætunum hrópuðu á vernd hans. Hann gat ekki komið sér hjá að taka á sig stjórnarvandann. Hann tók á sig þennan vanda með þung- um huga, og varð að þola það, að Luigi hæddi hann. Þó hafði hann Luigi með sér, í kerrunni, þegar hann fór að skoða virkin og varnaraðstöðu borgarinnar. „Það mætti segja mér það,“ sagði Luigi á heimleiðinni, „að þér séuð að færast full- mikið í fang, yðar háæruverðugheit. Ekki þarf nema svo sem hálfa tylft vel útilát- inna fallbyssuskota, til þess að óvinunum standi allar leiðir opnar inn í borgina." „Mig grunaði þetta, — ég óttaðist það,“ sagði biskup, og stundi við. „En það breyt- ir engu um það, að fólkið er mitt fólk.“ „Ég er alveg handviss um, að þér gæt- uð komist að miðlunar-samningum við óvinina,“ hélt Luigi áfram. „Þeir eru greif- anum reiðir, það er satt, — þeir héldu, að þeir væru búnir að kaupa hann. En þetta myndi ekki kosta nema svo sem tvo eða þrjá tugi henginga, og einhverjar bætur.“ „Ég get ekki látið það viðgangast, að fólkið mitt sé hundelt og kvalið,“ varð biskupi að orði. „Jæja, ef að þér ætlið að hætta lífi yðar, þá vil ég deyja með yður, yðar háæruverð- ugheit," sagði Luigi. „En ættum við ekki að byrja á því, að skipa borgarbúum í varnarvirkin og á múrana, — þeir fá þá að minnsta kosti eitthvað að starfa. Og þó gæti hugsast að til væri enn önnur ráð.“ Þessari tillögu Luigis var framfylgt, og biskup var á ferli dag og nótt, óþreytandi í því að hughreysta og hvetja „fólkið sitt“. 1 þetta sinn voru borgarbúarnir í Remó samtaka sem einn maður, en lífið og sáhn í öllum aðgerðum og framkvæmdum var biskupinn og hans vilji í öllu ráðandi. En Frakkar voni komnir að Remó áður en nokkurn varði. Þeir gerðu út sendimann með friðarfána, sem krafðist þes«, að borgin gæfist upp. Biskup tók á móti Irnum unga liðsforingja, sem var dökkur á brún og brá, en glettn- islegur á svip. B:rkup bað hann að ganga með sér um vamarvirki borgarinnar, og;

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.