Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 5

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 5
ÞORGERÐUR TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR: KRÓNÍSKT HEILSULEYSI Heilsuleysi er þjóðar- íþrótt - hjá konum. Þú leggst ekki svo inn á spítala að í næsta rúmi liggi ekki kona sem er helmingi veikari en þú, jafnvel þótt þú liggir fyrir dauðanum. Og ef þú skyldir láta tilleiðast að rekja sjúkdómasögu þína í gegnum tíðina bakar hún þig strax í fyrri hálfleik. Þærógnirog písl- ir sem þessi stofusystir þín hefur gengið í gegnum nægja venjulega til þess að marg- drepa Afríkufil. Þrátt fyrir það er hún yfirleitt vel í holdum, málgefin og hressileg - og étur á við tíu. Þetta hvarflaði að mér á dögunum þegar ég var á leið í bæinn með strætisvagninum. Satt að segja eru mér þess- ar bæjarferðir ekkert sérstakt tilhlökkunarefni. Auðvitað væri miklu þægilegra ef maður gæti stigið upp í sinn einkabíl og haft alla sína hentisemi. En eftir að Ásgeir bræddi úr skódanum í einni ferðinni okk- ar norður hef ég þurft að taka vagninn. Við höfum svo sem rætt um að kaupa okkur nýjan bíl en það verður varla fyrr en í vor, úr því sem komið er. Svo er líklega vissara að sjá hvað setur með bensínverðið í heiminum eftir að bannsettur vargurinn hann Hússein lét kveikja í olíulindunumí Kúvæt. Það er lítið varið í að eiga bíl og hafa ekki efni á að nota hann. En þetta var nú útúrdúr. Það var sumsé nýlega sem ég var á leið með vagninum í bæinn. Ég er nú farin að kann- ast við allflesta farþegana, að minnsta kosti í sjón, því mikið til er þetta sama fólkið sem notar hann. Þarna vartil dæm- is Marín í verkamannablokk- inni, hjónin á móti og Hallfreð- ur gamli, sem var áreiðanlega að fara að sækja ellilaunin sin. Svo var hún komin þarna, hún Fjóla á fjórtán. Hún sat við hliðina á einhverri konu sem ég hafði aldrei séð fyrr. Það er annars meira hvað hún Fjóla getur alltaf átt erindi í bæinn. Ég held að ég stígi bara ekki svo upp í vagninn aö hún sitji ekki bísperrt í einhverju sæt- inu, venjulega búin að krækja í einhvern til að spjalla við á leiðinni. Og svo stendur út úr henni bunan ... Ég tyllti mér i sætið fyrir aft- an hana og hafði ekki setið lengi þegar ég heyrði að hún var í miðri sjúkrasögu: ....og hugsaðu þér bara, aumingja konan búin að liggja þarna milli heims og helju í langan tíma og enginn vissi hvað amaði að henni. Þeir ypptu bara öxlum og settu hana á ný og ný lyf.“ „Gat hún ekki lýst líðan sinni þannig að þeir gætu átt- að sig á þessum veikindum hennar?" spurði sessunautur- inn með stóískri ró. „Nei, guð hjálpi þér, það gat hún ekki,“ svaraði Fjóla og tók andköf af ákafa. „Hana verkj- aöi nefnilega alls staðar, frá hvirfli til ilja. Vesalings mann- eskjan var alveg friðlaus. Þeir voru búnir að taka af henni röntgenmyndir, hjarta- og heilalínurit, banka hana upp úr og niðrúr, en þeir fundu bara ekkert. Þarna mátti hún liggja, höfuðið á henni var að klofna, „Svo var hún komin þarna, hún Fjóla á fjórtán. Hún sat við hliðina á einhverri konu sem ég hafði aldrei séð fyrr. maginn herptist í krampa, bak- ið var eins og hún lægi á gló- andi kolum, það var komin þemba í lungun, blóðþrýsting- urinn var farinn að nálgast núllið og hjartslátturinn orðinn svo veikur að hann heyrðist varla. Svo máttlaus var hún orðin að hún gat varla lyft vatnsglasi." „Og hvað varð um aumingja manneskjuna? Er hún kannski dáin?“ spuröi nú ókunna konan, sem greinilega var far- in að ókyrrast í sætinu. Fjóia á fjórtán tók sér góða málhvíld, eins og hún væri að velta næstu setningum uppi í sér, áður en hún léti þær gossa. Svo sagði hún ábúð- armikil: „Nei, nei, hún er ekki dáin. Henni batnaði mjög snögg- lega. Ég gat fylgst svo vel með þessu af því að ég heimsótti hana á hverjum degi. Það mátti ekki tægara standa með batann því daginn áður hafði ég rætt við lækninn hennar og spurt hann hvað væri eigin- lega að henni og hvort hann teldi að hún lifði þetta af. Hann sagðist álíta það vafasamt og eina ráðið væri að skera hana, þar til meinvaldurinn fyndist. Hann sagði að hún yrði drifin á skurðarborðið strax eftir helg- ina og „gert að henni“ eins og hann komst að orði. Hræði- lega ósmekklegt, finnst þér það ekki? Ég fór auðvitað beint inn til elsku, vesalings vinkonu minnar þar sem hún lá mátt- vana og sagði henni hvers kyns væri. Auðvitað brá henni við tíðindin en hún virtist þó halda ró sinni. En það var eins og máttar- völdin hefðu gripið í taumana um nóttina því morguninn eftir vaknaði hún og var þá orðin heil heilsu. Þá var eins og þeir áttuðu sig á því hvað verið hafði að henni... bíddu nú við, ég er með það skrifað hér á miða, sjáðu bara, það er á læknamáli... Ég heyrði alveg óvart þegar þeir voru að ræða um hana og skrifaði það niður til þess að gleyma því ekki.“ Og nú rak Fjóla á fjórtán miðaræksni framan í hina kon- una. En fumið á henni var svo mikið að þegar hún ætlaði að troða honum f vasann datt hann á gólfið. Svo mjakaðist hann undir sætið hjá henni og í áttina til mín. Nú verð ég að játa á mig stóra synd því ég stóðst ekki mátið og hirti hann upp af gólf- inu. í sömu andrá stansaði vagninn á Hlemmi. Ég reis á fætur og fann að ég var svolítið máttlaus í hnjánum eftir þessar hrikalegu sjúkdómslýsingar Fjólu. Það var þó fljótt að hverfa í snún- ingunum í bænum. Þegar ég hafði lokið þeim tók ég næsta vagn heim. Og hvern ætli ég hafi svo sem séð í hrókasam- ræðum við sessunaut sinn, nema Fjólu. Hún var nú komin með nýja konu og ég heyrði ekki betur en hún væri að segja sömu söguna og hún hafði verið með í gangi á leið- inni niður í bæ. Þá mundi ég skyndilega eftir miðanum góða. Ég tók hann laumulega upp úr vasanum og sléttaði úr honum. Á honum stóð aðeins eitt orð: HISTERIA. □ 7. TBL. 1991 VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.