Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 58
VORUTIRNIR
FRÁ REVLON
Color Transparents
heita vorlitirnir frá
Revlon í ár. Litirnir
eru Ijósir og léttir og leggja
áherslu á náttúrulegt og heil-
brigt útlit.
Varalitirnir eru rakagefandi,
með glansáferð og koma í
fimm Ijósum litum.
Naglalökkin hafa lítið litar-
innihald og eru hálfgegnsæ.
Þau eru í fimm litatónum.
Augnskuggarnir eru tveir og
er hvor um sig tvískiptur, turk-
is/lilla og blár/ljósbleikur.
Steinpúður og kinnalitir eru
gegnsæir. Þeir gefa húðinni
ferska og heilbrigða áferð sem
endist lengi. Þar eru á ferðinni
þrír litir, sem henta flestum
húðlitum.
Litirnir frá Revlon hæfa ein-
staklega vel fatalínunni, sem
boðuð er fyrir vorið, þar sem
pastellitir og þunn efni eru
mjög áberandi ásamt bómull-
arefnum.
NÝILMVÓTN FRÁ
ULRIC DE VARINS
M síðasta ári voru ilmteg-
^%undirnar CYANE og
#%VERONESE frá Ulric
de Varins vinsælar. Nú eru
komnar tvær nýjar ilmtegundir
fyrir dömur frá Ulric de Varins,
RUBIS og SAPHIR. Rubis er
austurlenskur blómailmur en
Saphir er léttari blómailmur.
Bæði þessi ilmvötn fást í 25 ml
og 100 ml glösum. Einnig er
hægt að fá svitalyktareyði og
gjafakassa. Ilmvötn frá Ulric
De Varins eru alltaf í vönduð-
um pakkningum, glösin falleg
og lyktin góð. Þrátt fyrir það er
verðið mjög hagstætt því, eins
og Ulric De Varins sjálfur
segir, konur eiga að geta
keypt góð ilmvötn til daglegra
nota án þess að greiða hátt
verð fyrir nafnið og ímyndina.
58 VIKAN 7. TBL 1991
N