Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 8
 SYRGJENDUR SEGJA FRÁ úsi væri hlíft við umtali um að sjúkdómurinn gæti leitt hann til dauða. Ég er þess fullviss að slíkt getur haft úrslitaáhrif því hugsunin er svo sterkt afl. - Segðu mér frá kynnum ykkar Magnúsar. Við kynntumst ung og fórum að vera saman. Ég var þá sextán ára og hann sautján ára. Tveimur árum síðar eignuðumst við Ólöfu, fyrsta barn okkar, síðan Brynhildi, þá Helenu og síðast Magnús yngri. - Hvenær komu veikindi Magnúsar i Ijós? Magnús lenti í bilslysi árið 1964 og eftir það kvartaði hann oft um verk í höfði en það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að veikindi hans brutust út af fullum krafti. Á þeim tíma Einína og Ólöf á góðri stundu aðeins mánuði áður en Olöf lést svo skyndilega. Um hana segir Einína: „Ólöf var sannkallað sólskinsbarn. Ég held hún skilji eftir sig meira Ijós fyrir samferða- menn sína en margir sem hafa lifað mun lengur. bjuggum við á Austurgötunni í Hafnarfirði. Nótt eina vaknaði ég við það að Magnús sparkaði mér út úr rúminu og niður á gólf. Þegar ég ætl- aði að spyrja hann hverju þetta sætti sá ég að hann engdist sundur og saman í krampa og ég náði engu sambandi við hann. Ég varð skelf- ingu lostin og vissi ekki mitt rjúkandi ráð en hljóp þó út til að komast í síma. f fátinu hringdi ég í tengdamóður mína en hún kallaði strax til lækni. Þegar læknirinn kom var kastið yfir- staðið. - Þetta hefur verið upphafið að löngu sjúk- dómsstríði. Já, svona byrjaði þetta og það var líklega eins gott að við vissum ekki hvað var framund- an. Eftir þetta fékk Magnús krampaköst í tima og ótíma. Hann var lagður inn á sjúkrahús snemma árs 1967 og þá er óhætt að segja að hin eiginlega barátta hafi hafist fyrir alvöru. Hann fékk margs konar sjúkdómsgreiningar og þær voru vægast sagt oft hinar ótrúlegustu. Fram að árinu 1973 var þetta eilífur barningur. Hann fór í rannsókn eftir rannsókn og ekkert marktækt kom í Ijós. Hann mætti stundum ótrúlegri framkomu, það kom fyrir að hann var vændur um að segja ekki satt og rétt frá. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar einn læknir sagði við Magnús að það sem hann segði gæti ekki staðist. Átti hann þá við að þegar Magnús fékk krampaköstin þá fann hann að þau voru að koma og gat sagt frá því. Læknirinn sagði að enginn flogaveikur maður gæti slíkt og þar af leiðandi gæti Magnús ekki verið að segja sannleikann. Það var erfitt, eins og gefur að skilja, að mæta slíkri framkomu og vitaskuld varð a.'lt miklu erfiðara fyrir bragðiö. Við töluð- um oft um það að við gætum komist í gegnum hvað sem væri í lífinu fyrst við komumst í gegnum þetta tímabil. Stundum hefur sótt að mér sú hugsun að ef Magnúsi hefði verið trúað betur og ef meiri vinna hefði verið lögð í að finna hvað amaði að honum væri hann kannski lifandi í dag. - Leitaði Magnús sér lækninga erlendis? Já, árið 1969 fórum við til Kaupmannahafnar þar sem hann lagðist inn á sjúkrahús til rann- sókna. Þá kom í Ijós að hann var með fyrir- ferðaraukningu á stærð við títuprjónshaus í heilanum. - Áttu læknar hans hér heima ekki að fylgj- ast með því hvort þetta stækkaði? Jú, ákveðnum læknum var falið að gera það. - Hversu veikur var Magnús orðinn þegar þetta gerðist? Hann var mjög veikur, fékk allt að átta krampaköst á dag. Hann var á sterkum lyfjum. Þurfti að taka þrettán lyfjategundir daglega til að standa á fótunum. - Var það þá sem Magnús komst í hendur þess læknis sem stundaði hann síðan? Það var árið 1973. Árin fram að 1973 voru sannkölluð píslarganga og ótrúlega erfitt tímabil. Sex ár, stöðugar rannsóknir, sjúkra- húslegur, margs konar sjúkdómsgreiningar, vantrú. Það var svo fyrir hjálpsemi Eiríks Björnssonar, sem var heimilislæknir okkar, að Magnús komst til Bjarna Hannessonar skurð- læknis. Bjarni er ekki eingöngu góður læknir heldur er hann einnig mikil manneskja og þótti okkur það góð umskipti frá því sem áður var. - Bjarni Hannesson hefur þá gert eitthvað í málum Magnúsar. Já, þegar Magnús kom til Bjarna var hann að gefast upp. Hann var búinn að vera veikur í mörg ár án þess að fá þá meðhöndlun sem hann þurfti. Bjarni tók því það ráð að gera að- gerð á honum og skoða hann þannig. Bjarni útskýrði fyrir okkur að viss áhætta fylgdi slíkum aðgerðum en við vorum sammála um að allt væri betra en það sem á undan var gengið. í aðgerðinni kom í Ijós að Magnús var með stórt krabbameinsæxli undir litla heila. Ekki var unnt að fjarlægja nema hluta æxlisins. Að lokinni aðgerðinni fór Magnús í geislameðferð. - Var útskýrt fyrir ykkur hvaða möguleika Magnús hefði eftir aðgerðina? Já, Bjarni sat lengi með mér og sagði mér í smáatriðum hvað gæti gerst í hvora áttina sem allt færi. Hann sagði okkur að það væru líkur á því að þetta gæti tekið sig upp innan tveggja ára. - Hvernig varö ykkur við? Við lifðum með þeirri vitneskju og vonuðum það besta. Við vorum svo lánsöm að þessi tvö ár liðu án þess að nokkuð gerðist og höfðum því fulla ástæðu til að líta framtíðina björtum augum. - Nú hljóta þetta að hafa verið mjög erfið ár. Hvað var það sem hjálpaði ykkur að komast í gegnum þetta? Magnús var alltaf bjartsýnn á að allt færi vel. Hann var mikill baráttumaður og lét ekki bug- ast þótt hann lamaðist, missti hárið og sletti til fæti við göngu. Það var sama hversu veikur hann var, honum var mikið í mun að missa aldrei úr vinnu. Hann mætti alltaf, hvernig sem honum leið. Þannig barðist hann áfram, hann þjálfaði sig og æfði stöðugt. Það er ekki hægt að lýsa þvf hvað hann var sterkur og hvað það hefur mikil áhrif á mann að kynnast slíku. Mér finnst fólk oft vera vanþakklátt þegar ég hugsa til hans. Það hefur heilbrigðan Ifkama og allt til að lifa fyrir en kvartar bara og kveinar. Það gerði Magnús aldrei. Ég fann minn styrk aftur á móti í því að hugsa til þeirra sem áttu við meiri erfiðleika að stríða en við og þakka fyrir það sem við áttum. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá allt það fólk sem lá á sjúkrahúsum með Magnúsi og þegar ég hugsaði til þess fannst mér við ekki hafa ástæðu til að kvarta. - Á þessum erfiðu árum byggðuð þið ykkur hús. Já, við byggðum raðhús en það var tveggja hæða og því ekki hentugt fyrir Magnús þar sem hann átti ekki gott með að ganga stiga. Þegar Magnús var nýkominn úr heilaaðgerð- inni heyrði hann af húsi sem var til sölu. Þaö var á einni hæð og honum leist mjög vel á staðsetninguna. Húsið var fokhelt og því heilmikið sem þurfti að vinna í því. En Magnús lét það ekki aftra sér. Hann skipti á raðhúsinu og einbýlishúsinu sem enn þann dag í dag er heimili mitt. Ég reyndi að koma í veg fyrir þessi skipti en þegar ég fann hversu mikilvægt þetta var honum samþykkti ég þau. Hann sagðist hafa gott af því að gera gagn á meðan hann væri frá vinnu. Hann fékk fluttan bedda í húsið svo hann gæti lagt sig þegar hann yrði þreyttur og svo hófst hann handa. Þetta hús varð hon- um mikils virði eins og gefur að skilja og með hjálp föður síns og bræðra tókst honum að gera það íbúðarhæft á skömmum tíma. í þessu húsi áttum við síðan yndisleg ár saman. - Eftir fyrstu heilaaðgerðina liða svo tíu ár þar sem Nagnús var við ágæta heilsu. Já, við áttum tíu góð ár saman án þess að veikindin tækju sig upp aftur. Viö notuðum þann tíma til að hlúa að því sem okkur var kærast, börnunum og heimilinu. - Voruð þið ekki bjartsýn á að Magnús væri kominn yfir veikindi sín? Magnús var sannfærður um að svo væri en innst inni nagaði óvissan mig. Ég held að ég hafi ekki þorað að trúa að þessu væri lokið en ég gætti þess að láta Magnús aldrei finna það. Eftir því sem tíminn leið fór ég að leyfa mér að gæla við þá tilhugsun að ef til vill væri hann endanlega laus við veikindin og það var þá sem þau tóku sig upp aftur. - Hvað gerðist? Það var á fallegum sumardegi að við vorum á leið I sumarbústað. Magnús ók og skyndi- lega tók ég eftir því aö hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum. Það var eins og jafnvægis- skynið væri brenglað. Þegar ég spurði hann hvort honum liði illa svaraði hann því til að hann væri eitthvað undarlegur í dag. Ég tók svo við og ók bílnum í sumarbústaðinn og við vorum þar í nokkra daga. Bæði töldum við að þetta stafaði af aukaverkunum af lyfjunum en ákváðum að tala við Bjarna lækni strax og við kæmum í bæinn. Það gerðum við og Bjarni setti Magnús í heilaskann sem sýndi svo ekki varð um villst að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur. - Hver voru viðbrögð ykkar við þessu áfalli? Magnús tók þessu af sömu hetjulund og áður. Hann var enn ákveðinn í að berjast til sigurs. Þegar ég gerði mér grein fyrir að Magn- ús var orðinn veikur aftur og það jafnalvariega og raun bar vitni hætti ég að þekkja sjálfa mig. Það var eins og eitthvað brysti innra með mér, einhver hluti af mér dó. Mér leið eins og flótta- manni. Ég vissi vel hvert þessi veikindi mundu leiða Magnús en ég var ekki tilbúin aö horfast í augu við að ég myndi missa hann. En óg studdi hann áfram eftir bestu getu og var hörð og beit á jaxlinn þegar hann sá til. - Var reynt að fjarlægja meinsemdina með aðgerð? Já, hann fór í tvær heilaaðgerðir en það tókst ekki að uppræta krabbameinið. Eftir fyrri aðgerðina, sem tókst mjög vel, gat Magús farið 8 VIKAN 7. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.