Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 22
VAVAS VIKAN KYNNIR ÞATTTAKENDURIFEGURÐAR SAMKEPPNIISLANDS1991 SVAVA HARALDSDÓTTIR er fegurðardrottning Reykjavíkur 1991. Hún er 18 ára gömul, fædd í vogarmerkinu þann 10. október 1972. Svava fæddist í Keflavík og bjó þar fyrstu árin en eins og Rakel systir hennar bjó hún svo á víxl í Reykjavík og Keflavík þar til á fjórtánda ári er hún fluttist alfarin til Reykjavíkur. Þegar hún var sextán ára dvaldi hún reyndar eitt ár í Bandaríkj- unum og var í „high school" þar. Hún tekur ís- lenska jafnaldra fram yfir þá bandarísku sem hún segir hugsa allt öðruvísi en íslenskir krakkar. Hún segir minninguna um þennan tíma vera mun skemmtilegri en dvölina sjálfa. Svava er á þriðja ári á náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð. Ekki hyggst hún þó leggja náttúrufræði fyrir sig því hún stefnir á nám í arkitektúr og þá gjarnan í Bandaríkjunum. Þar var hún reyndar aftur síðastiiðið sumar og gætti hálfsystkina sinna. Hún hefur mjög gaman af börnum og langar í fyllingu tímans að giftast og eignast börn sjálf. Hún segist líka vera mikill dýra- vinur og hefur átt bæði ketti og hund. Auk Bandaríkjanna hefur Svava komið til Dan- merkur og Noregs. Hana langar að ferðast miklu meira en eftir að námi í útlöndum lýkur er hún ákveðin í að flytjast aftur heim til íslands. Svava býr með systrum sínum tveimur og þarf að afla bjargar í bú og vinnur því í sjoppu og við sýningarstörf með skólanum. Hún tók þátt í Ford- fyrirsætukeppninni í fyrra og er nýbyrjuð í lce- landic Models eða íslenskum fyrirsætum. Við megum eiga von á henni í auglýsingum á sjón- varpsskjánum bráðlega. Foreldrar hennar eru Haraldur Skarphéðinsson og Hafrún Albertsdóttir. Hún á fimm systkini í allt og er næstelst. Svava er 173 sm á hæð. RAKEL HARALDSDÓTTIR er 21 árs, fædd í Keflavík 16. mars 1970 og er því í fiskamerkinu. Tíu ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur en bjó til skiptis í Reykjavík og Keflavík næstu árin. Nú býr hún í höfuðborginni ásamt tveimur systrum sínum. Níunda bekk lauk Rakel í Reykholtsskóla í Borgarfirði en hana langaði að reyna hvernig væri að vera á heimavistarskóla. Þar var hún einn vetur og líkaði vel. Næsta ár verður hún stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Hún er á félagsfræðibraut - sálfræðilínu. Hún gerði hlé á námi sínu hér heima er hún fór til Kýpur og stundaði nám við ferða- málaskóla þar í eitt ár. Kennslan fór fram á ensku en samt tókst henni að ná sæmilegum tökum á grískunni. í framtíðinni langar hana að starfa við ferðamál, til dæmis á alþjóðlegum flugvelli, en sál- fræðin togar líka í hana svo það er úr vöndu að ráða. Áhugi á líkamsrækt vaknaði er Rakel æfði fyrir keppnina um titilinn fegurðardrottning Reykjavík- ur og ætlar hún að stunda hana áfram. Hún hefur líka gaman af að synda, lesa og fara í bíó. Um helgar vinnur hún á Ömmu Lú. (framtíðinni gæti hún vel hugsað sér að setjast að í útlöndum um tíma og er sérstaklega hrifin af vetrinum á Kýpur en finnst sumarið þar fullheitt. Rakel er nýgengin til liðs við lcelandic Models eða íslenskar fyrirsætur en fyrstu skrefin sem sýningarstúlka steig hún á Kýpur. Hún hefur ferð- ast víða; auk Kýpur hefur hún komið til Bandaríkj- anna, Danmerkur, Englands, Skotlands, (talíu og Jórdaníu, þar sem hún var einmitt stödd um svip- að leyti og Irakar gerðu innrásina í Kúvæt. Rakel er dóttir Haraldar Skarphéðinssonar og Hafrúnar Albertsdóttur. Hún á fimm systkini í allt og er þeirra elst. Næstelst er Svava, fegurðar- drottning Reykjavíkur, sem einnig er kynnt hér í blaðinu. Rakel er 174 sm á hæð. 22 VIKAN 7. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.