Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 43

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 43
Sem sagt, elskuleg, eins og þú bendir sjálf svo skynsam- lega á, þá hefur þú margt aö þakka fyrir og af þeim ástæð- um hefur þú ennþá meiri möguleika á að auka líklega farsæld þína, meö því að líta fremur á það sem þú ert að takast á við í eigin fari sem tímabundið ástand, sem þarf að vinna sig frá, en einhver óyfirstíganleg vandamál sem engin leið er að finna leið út úr. Með tilliti til þess sem þú átt og hefur er þér vorkunnarlaust að hefja rólega og elskulega þitt eigið uppbyggingarstarf og Ifta með tilhlökkun til framtíð- arinnar. Hún getur vissulega orðið bæði farsæl og happa- drjúg ef þú óskar þess sjálf og nennir að vinna til þess. eru minnimáttar á einhvern hátt og þú gætir með þessum augljósu eiginleikum stutt. Þú hefur frekar kraftmikla skap- höfn og engu líkara en þú hafir um langan tíma safnað upp reiði og vonbrigðum sem verða að ganga út. Annars er sennilegt að lífsleiði grípi þig eins og þú reyndar finnur í augnablikinu. Líkur á sjálfstæði og fersk- um hugmyndum eru miklar. Þú ert útsjónarsöm, skipulögð og framtakssöm ef áhugi þinn fer saman við framkvæmdir. Tillit- semi er þér í blóð borin og af þeim ástæðum hættir þér við að setja eigin þarfir til hliðar við þarfir þeirra sem eru framhleypnari og grófar and- lega en þú. MANNGERÐ OG MÖGULEIKAR GÓÐ MARKMIÐ NAUÐSYNLEG Þú ert greinilega mjög við- kvæm og alltof sjálfsmeðvituð, fyrir utan að þú hugsar mun meira en þú framkvæmir ennþá. Það er reyndar töluvert í þig varið og hæfileikar þínir margþættir. Þú ert með upplag sem er mannlegt og milt og þess vegna færi vel á því að afla sér reynslu sem tengist þeim sem Þú ert íhaldssöm og heima- kær og þarft þar af leiðandi að eignast eigin fjölskyldu. Þann- ig hyrfi líka þessi mikla og lam- andi sjálfsmeðvitund sem lík- leg er til að fjötra þig og gera þig óörugga ef ekkert er að gert. Þú ert forvitin um lífið og mögulegan tilgang þess og ættir því að efla andann og auka við viðsýni þína með því aö umgangast ólíkt en áhuga- vert fólk á mismunandi sviðum mannlífsins. Þér er nauðsynlegt að hafa stefnu og markmið í lífinu, auk þess sem þú þarft að sjá árangur erfiöis þíns og mark- miða. Þú gætir verið að fara inn í mjög jákvætt fimm til sjö ára tímabil, þar sem flest verð- ur jákvæðar og öflugra í því sem þú tekur þér fyrir hendur, miðað við til dæmis síðustu þrjú árin í lífi þínu. Flestir eiginleikar þínir og hæfileikar eru huglægir og til- finningalegir. Þeir eru ekki beint verklegir þó vissulega getir þú verið liðtæk þar ef þú nennir. Samt sem áður, eins og áður sagði, er í þér mikil til- finningaleg mannúð og vei byggðir huglægir eiginleikar. Hvort tveggja vísar á að þú átt að axla ábyrgð I lífi og störfum og þér mun farast h' ort tveggja vel. Mér sýnist á þessari skoðun og umsögn um manngerð þína og hugsanlega mögu- leika hennar að það standi einungis á trú þinni og vilja til framkvæmda, frekar en að um sé að ræða einhverja augljósa vöntun á möguleikum eða getu til framkvæmda. Eða eins og spælda unga konan sagði eitt sinn að vel heppnuðu verki loknu: „Elskurnar mínar, síðan ég hætti að efast um eigið ágæti og tók eftir að ég var bæði sæt og greind er engu líkara en ég dragi að mér einmitt það sem hugur minn stendur til, þó fátt benti til þess í fyrstu. Auk þess gengur allt betur þegar kem- ur að lausnum hvers kyns mála.“ Guð efli með þér aukinn áhuga á eigin ágæti og gefi þér þrótt og þor til að hefja uppbyggingarstarfið. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.