Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 56

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 56
um. Það er þó til óþæginda að lyfta þarf öllu sætinu sem er nokkuð erfiðara en ef bakiö legðist einungis fram og sætið rynni framar. Stór afturhlerinn auðveldar mjög hleðslu og afhleðslu far- angursrýmisins. Hægt er að leggja niður bökin á aftursæt- unum, annað eða bæði í einu, og eykst þá verulega plássið sem nota má til flutnings. Bíllinn er allur hinn smekk- legasti að innan, skemmtilega bólstruð sæti og hurðaspjöld og hann er teppalagður í hólf og gólf. Innréttingarnar eru mjög fagmannlega hannaðar og það virðist vera hugsað fyr- ir öllu, svo sem hólfum hér og þar undir hina ýmsu hluti sem þægilegt er að hafa með í öku- ferðum. Mælaborðið er mjög ný- tískulegt og þar er ekki verið að sóa rými [ óþarfa. Það er tvískipt. Efri hluti þess er mjó, aflöng ræma þar sem öllum aðvörunarljósum er fyrir komið og undir eru aðalmælarnir og klukka. Þægilegt er að fylgjast með öllum upplýsingum sem birtast á táknrænan og litríkan hátt. Það má þó segja afstöðu PEUGEOT 205 XR ▲ Stór afturhlerinn auðveldar mjög hleðslu og afhleðslu farangursrýmisins. Hægt er að leggja nlður bökin á aftursætunum og auka þannig farangursrýmið til muna. T Mælaborðið er mjög nýtískulegt og þar er ekki verið að sóa rými i óþarfa. stýris og mælaborðs til lasts að ef fólk situr hátt í sæti skyggir stýrið á sum Ijósanna. Stjórntækin eru öll innan seilingar og hin þægilegustu. Tvær stangir eru sitt hvorum megin við stýrið. Sú vinstri er notuð til að kveikja á stöðu- og aðalljósum, skipta á milli háu og lágu Ijósanna og stefnuljós- in tendruð. Dagljósabúnaður fylgir bílnum og er það til mik- illa þæginda. Einnig er flautað með því að ýta stönginni inn, hún er með stömu gúmmíi á endanum til að höndin renni síður af henni. Undirrituðum finnst mikill ókostur að flautu- rofinn skuli vera staðsettur þarna því ef til dæmis þarf að flauta með stefnuljósið á er stöngin ekki á þeim stað sem hún er oftast og mikil hætta er á að fólki fipist og viðvörunin komist of seint til skila. Flautu- rofi ætti að vera í stýrinu því þar verður ökumaður alltaf að hafa hendurnar hvernig sem ástatt er. Með hægri stönginni er þurrku- og úðabúnaði stjórnað, bæði fyrir fram- og afturrúðu. Miðstöðvarofnar eru mjög verklegir og þægilegir í notkun. Þeireru þrír, hringlaga og breytt er um stillingar meö því að snúa þeim. Einn stjórn- ar stefnu blástursins, annar styrk hans og sá þriðji hitastigi loftsins. Gírstöngin er í gólfinu og er hún vel löguð aö notkun. UMFERÐARÖNGÞVEITI VERÐUR SKEMMTILEGT Að aka þessum bíl er einstak- lega ánægjulegt. Hann hefur aksturseiginleika sem eru til fyrirmyndar hvort sem um er að ræða á malbiki eða möl. Þó má segja að hann sé fullstífur á mölinni miðað við franska fjöðrun. Þessi bíll er algert borgarbarn þar sem ökumað- urinn leikur sér að því að leysa úr öllum þeim vandamálum sem upp koma í umferðaröng- þveitinu eins og það gerist verst. Það þarf mjög lítið rými til að snúa honum heilan hring og það kemur sér oft á tíöum vel og auðveldar ökumannin- um að leggja í stæði. Skiptingin er handstýrð, fimm gíra. Þægilegt er að skipta nema þegar sett er úr öðrum gír í fyrsta, þá getur hún verið nokkuö stíf, sérstak- lega þegar bíllinn er kaldur. Hægt er einnig að fá bílinn fjögurra gíra eða með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Snerpan er mjög góð og er áberandi betri en hjá mörgum mun dýrari bílum. Það tekur Peugeotinn ekki nema 12,2 sekúndur að fara úr kyrrstöðu og ná eitt hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Það er ekki einungis skemmtilegt fyrir ökumanninn heldur gefur það honum aukið öryggi í framúr- akstri. Það má því segja að þarna fari úlfur í sauðargæru, þó sú gæra sé ekki af lakara taginu. Vikan prófaði bíl af xr gerð sem er knúinn sjötíu hestafla vél sem er sú kraftmesta í fjöl- skylduútfærslunum en hægt er að velja bensínvélar sem eru frá fjörutíu og fimm til áttatíu og fimm hestöfl. Einnig er möguleiki að fá bílinn með sextíu og fimm hestafla dísil- hreyfli. Meðaleyðsla bensínbílanna er um fimm lítrar á hverja hundrað kílómetra sé ekið á jöfnum 90 kílómetra hraöa á klukkustund. Ódýrasti Peugeotinn kostar um sex hundruð þúsund og sá dýrasti tæp átta hundruð þúsund. Það er Jöfur hf„ Nýbýlavegi 2 í Kópavogi, sem er með um- boð fyrir þessa bíla. □ 56 VIKAN 7. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.