Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 50

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 50
HUNDRAÐ § Chapl OG RUMLEGA ÞAÐ Hann hét Charles Spencer Chaplin, kallaður Charlie og fæddist í London 16. apríl árið 1889. For- eldrar hans voru bláfátækt leikhús- fólk; móðir hans heilsuveil kabar- ettsöngkona og faðirinn drykkfelldur leikari sem hafði yfirgefið hana þegar Charlie var árs- gamall. Hann var aðeins fimm ára þegar hann kom fyrst fram og söng lag þegar móðir hans missti röddina í miðri sýningu. Þegar áhorfend- urnir klöppuðu fyrir honum tók sá stutti ofan, labbaði niður I sal og otaði hattinum að áhorf- endunum án þess að segja aukatekið orð. Sal- urinn lá í hlátri og menn fleygðu smápeningum í hattinn. Stráknum var þó enginn hlátur í hug. Hann var bara að reyna að afla sér peninga fyrir mat. Móðir hans náði aldrei almennilegri heilsu aftur og faöir hans dó skömmu síðar. Charlie og Sidney hálfbróðir hans, sem var eldri en hann, fóru þá að flækjast um götur Lundúna til að dansa fyrir vegfarendur og betla smápeninga í hatt. Móðir þeirra fékk síðan varanlegt taugaáfall og strákarnir voru fluttir á munaðarleysingjahæli þarsem þeirfengu dap- urlegt uppeldi næstu árin. Þó fékk Charlie að koma fram með danshópi ásamt öðrum börn- um sem áttu að leika kisur. Hann var þá átta ára gamall. Það var eiginlega móður hans að þakka því hún þekkti dansstjórann. Þar sem hann var yngstur var hann hafður aftastur í röðinni og fannst það ekki mjög skemmtilegt. Honum fannst enginn taka eftir sér. Þá tók hann það til bragðs að lyfta upp öðrum fætin- um eins og hann væri hundur að pissa og lét öðrum hundalátum. Áhorfendum fannst þetta sprenghlægilegt en stærri dansararnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Ári seinna fékk hann umtalsvert hlutverk í sýningu sem sett var upp I Hippodrome í London. SÍGAUNASPÁKONAN í AMERÍKU Hann var aöeins sautján ára þegar hann fékk starf hjá vinsælum ferðaleikflokki sem var kenndur við stjórnandann, Fred Karno. Sidney HANDUNNIR SKARTGRIPIR OG LISTMUNIR JenJ 1 V' PÓSTHÚSSTRÆTI V-' KRINGLUNNI • SUÐURVERI 50 VIKAN 7.TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.