Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 52
tuttugu og sex árin eöa þar til hann haföi full-
gert myndina Einræðisherrann (áriö 1940)
sem var ádeila á Hitler og öfgastefnu hans, en
Chaplin var gyðingur.
Hann lék í tólf stuttum myndum þar til hann
fékk loksins tækifæri til að semja og stjórna
þrettándu myndinni sjálfur. Hún hét Caught in
Þannig leit hann i rauninni út um þrítugt - þegar
gervinu var sleppt.
mistök. Myndin hlaut litla aösókn því fólk vildi
sjá hann sjálfan.
Tvö ár liðu þar til næsta mynd hans var
frumsýnd. Þaö var Gullæðið. Sú mynd er af
mörgum kvikmyndafræðingum talin besta
mynd hans. Hún var líka sú mynd sem honum
þótti best á öllum ferli sínum. Tveim árum
seinna komu óskarsverðlaunin til sögunnar og
við það fékk hann sérstök verðlaun fyrir fram-
lag sitt til kvikmyndanna. Hins vegar fékk hann
aldrei á ævinni verðlaun fyrir neina eina mynd.
Um svipað leyti gerði hann myndina Sirkusinn.
Hún varð auðvitað gífurlega vinsæl eins og allt
sem hann hafði gert - en þá kom ný tæknibylt-
ing til sögunnar sem margir héldu að myndi
binda enda á frama hans. Talmyndirnar komu
til sögunnar.
Þegar hér var komið sögu var Chaplin orð-
inn svo vinsæll að leikarar um víða veröld voru
farnir að stæla hann, þótt engum tækist það
nema að litlu leyti. Hann hafði þann einstæða
hæfileika að geta látið fólk veltast um úr hlátri
og gráta hljóðum tárum sömu mínútuna. Hann
var fjaðurmagnaðri en bestu ballettdansarar
og enginn látbragðsleikari var honum fremri.
Hann þurfti blátt áfram ekki að tala því að hann
gat sagt allt sem segja þurfti með látbragðinu
einu saman. En nú var fólk farið að fúlsa við
þöglum myndum og vildi bara talmyndir. Þetta
gekk svo langt að myndir þar sem fólk gerði
lítið annað en að tala saman urðu vinsælar.
Chaplin beið til ársins 1931 en þá frumsýndi
hann nýjustu mynd sína, Borgarljós. Hún var
þögul; ein mynda innan um allar talmyndirnar.
Að vísu var tónlist í henni, sem Chaplin hafði
sjálfur samið og stjórnað, en það var ekki sagt
eitt aukatekið orð í henni. En viti menn. Myndin
sló í gegn og fór sigurför um heiminn. Fimm ár
liöu þar til næsta mynd leit dagsins Ijós. Hún
the Rain og hann var aðeins 23 ára. Það var
líka fyrsta myndin þar sem flækingurinn frægi
með harðkúluhattinn og stutta yfirskeggiö fékk
verulega að njóta sín. Tæpu ári seinna gerði
hann þá mynd sem talin er fyrsta meistaraverk
hans: The Tramp (Flakkarinn).
GÍFURLEGAR VINSÆLDIR
Hann haföi þegar leikið í á fjórða tug mynda
svo að nú fór hann að hægja á ferðinni. Á
næstu árum gerði hann meðal annars mynd-
irnar Skautasvellið, Easy Street, Innflytjandinn
og Ævintýramaðurinn. Hann var nú orðinn
frægur um víða veröld. Árið 1918, þegar hann
var 27 ára, gerði hann fyrstu löngu myndina
sína, Shoulder Arms. Tveim árum seinna kom
fyrsta stórmynd hans, The Kid (Drengurinn). I
millitíðinni, árið 1919, stofnaði hann kvikmynd-
afyrirtækið United Artists ásamt Douglas Fair-
banks, Mary Pickford og D.W. Griffith.
Þrítugur að aldri fór hann í heimsókn til
Evrópu. Þar gerði hann sér í fyrsta sinn á
ævinni Ijóst hversu gífurlega vinsæll hann var
orðinn. Hann var kallaður Scharlie í Þýska-
landi, Charlot í Frakklandi og hefði hann komið
til íslands hefði hann heyrt að minnsta kosti eitt
nafnið í viðbót, Sjapplín. Þegar hann sneri aft-
ur til Bandaríkjanna samdi hann og leikstýrði
mynd sem hét A Woman of Paris en lék aðeins
stutt aukahlutverk í henni sjálfur. Þaö voru
Friðarsinninn Charlie Chaplin fór snemma að
gera grín að hernaðarbrölti. Hér er hann í
myndinni Shoulder Arms frá árinu 1918.
________________________________________________
Chaplin, á gamals aldri, að herma eftir stíl yngri
leikara eins og James Bean í Giant og Jon Voight
í Midnight Cowboy.
hét Nútíminn og var einnig þögul og svart/hvít
þar að auki þótt litmyndir væru komnar til
sögunnar. Hvað er maðurinn að meina? spurði
fólk. Talmyndir höfðu verið við lýði í átta ár eða
jafnlengi og Bítlarnir voru í sviðsljósinu um það
bil þrjátíu árum seinna. Að vísu var myndin
ekki alveg þögul. Chaplin söng eitt frumsamið
lag í henni með bulltexta sem var eins konar
hrærigrautur úr hinum og þessum tungumál-
um, tilbúnum og raunverulegum. Hann samdi
líka tónlistina og stjórnaði henni. En myndin
sló í gegn.
CHAPLIN OG HITLER
Síðari heimsstyrjöldin skall á og hataðasti
maður heimsins var Adolf Hitler, Austurríkis-
maður sem var aðeins fimm dögum yngri en
Chaplin. Yfirskeggið á Hitler fór í taugarnar á
þessum meistara kvikmyndanna því að það
var nauðalíkt yfirskeggi Chaþlins. Að vísu
klippt beint niður en ekki örlítið á ská, samt
nauðalíkt. Þetta fór í taugarnar á Chaplin og
sömuleiðis allt sem maðurinn stóð fyrir. Chapl-
in var gyðingur, Hitler gyðingahatari. Chaplin
var friðarsinni, Hitler stríðsæsingamaður.
Chaplin var hjartahlýr húmoristi og kvenna-
maður, Hitler kaldrifjaður, húmorslaus pipar-
sveinn.
Chaplin vildi sýna heiminum hverslags við-
rini og hallærisfyrirbæri þessi Hitler væri og
gerði myndina Einræðisherrann árið 1940.
Það var fyrsta talmyndin hans og eina myndin
sem hann leikur tvö hlutverk í; nettan hárskera
sem er gyðingur og ófyrirleitinn einræðisherra
sem er laus við allar mannlegar tilfinningar. Nú
var loksins komin talmynd með meistaranum
og um leið og hann gaf frá sér fyrsta hljóðið í
myndinni lá salurinn úr hlátri. í því atriði er hár-
skerinn kominn í stríðið og hefur villst í þoku,
rétt við víglínuna. Hann veit ekki hvorum meg-
52 VIKAN 7. TBL. 1991