Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 19
Hrútar eru góðir kennarar
og nú til dags má tinna marga
Hrúta í hugmyndavinnu. í því
hlutverki geta þeir komið
mörgum verkefnum af stað án
þess að þurfa að framkvæma
öll þau einstöku atriði sem
nauðsynleg eru svo hugmynd-
irþeirra komist í framkvæmd.
Hrútar eiga gott með að
finna aðferðir til að vinna sér
inn peninga en oft er það svo
að aðrir uppskera meiri verald-
argæði af starfi Hrútsins en
hann sjálfur. Hrúturinn er meiri
hugsjónamaður en efnis-
hyggjumaður og fyrir honum
er hugmyndin að baki sköpun-
ar verðmætari en útkoman.
Þannig er það oft svo að Hrút-
ur reiðist einhverju sem ein-
hver segir í stað þess að reið-
ast þeim sem sagði það.
Flestir laðast að hinum
skapgóða, hlýja Hrúti. Fólk
kann að meta hve fljótt hann
gerir sér grein fyrir um hvað
málið snýst án þess að flækja
sig í smáatriöum. Það er hrifið
af skjótum skilningi hans og
því hve skýrt hann hugsar.
Fólk dáist að hugrekki hans og
því hve ungur hann er í anda.
Fólk laðast að ágengum losta
hans og geislandi persónutöfr-
um. Það kemur því ekki á
óvart aö Hrúturinn skuli eign-
ast marga vini um ævina, þó
fáir þeirra standi lengi við.
Hrúturinn dýrkar allar nýj-
ungar og hefur litla þolinmæði
með öðrum, sérstaklega ef
hann sér að hann er farinn að
vaxa hraðar en hinir í kringum
hann. Af þessari ástæðu fær
hann orð á sig fyrir að vera
hrokafullur því hann á til að
láta eins og allir hljóti að vera
færir um það sama og hann.
Þegar við það bætist að Hrút-
urinn er gjarn á að líta aðeins
á þá hluta mála sem blasa
best við honum, misreiknar
hann oft skilyrði annarra og
skortir stundum samkennd.
Hrúturinn verður að gera sér
grein fyrir því að hann er ekki
einn í heiminum og að vilji
hann leyfa sköpunargáfu sinni
að blómstra til fulls þarf hann á
hjálp og umhyggju annars
fólks að halda. Hann verður að
læra að rækta sanna sam-
vinnu og að deila með öörum.
Endanlegt takmark Hrúts-
merkisins er að sá; senda frá
sér hugsanir, lífsorku og kær-
leik svo Nautsmerkið gefi þeim
fastan samastaö og stuðli að
vexti þeirra. Þannig verður
nýja lífsorkan, sem Hrúturinn
færir í efnislega mynd, tiltæk
fyrir heildartakmark mann-
kynsins.
ÁRNI GUNNARSSON
ALÞINGISMAÐUR ER HRÚTUR
Sterk lífsorka
og skilnmgur á
högum annarra
Hrúturinn Árni Gunnarsson: Mér finnst ég alltaf hafa verið langt á
undan minni framtíð og hugmyndir mínar hafa oft verið misskildar
en framkvæmdar síðar.“ UÓSM.: pAll kjartansson
Arni Gunnarsson þing-
maður er fulltrúi Hrúts-
i merkisins að þessu
sinni. Árni er kvæntur Hrefnu
Filippusdóttur og eiga þau
tvær dætur, Sigríði Ástu og
Gunnhildi. Kort Árna gefur til
kynna að þarna sé um að
ræða einstakling sem sameini
kapp með forsjá og djúpar og
verndandi tilfinningar. Árni
hefur eld, vatn, jörð og loft -
eða alla frumþættina inni á
veigamiklum stöðum í kortinu
svo út kemur heilleg mynd af
nútfmamanni sem kann bæði
að beita sterkri lífsorku sinni
og skilningi á högum annarra.
Það er Stjörnuspekistöðin í
Aðalstræti sem leggur Vikunni
til kort Árna og Gunnlaugur
hefur orð á því hve jákvætt
kortið sé, þarna sé um heil-
steyptan, skemmtilegan og
hlýjan einstakling að ræöa.
Sól (grunneðli) í Hrúti gerir
Árna að hugsjónamanni sem
þó vill vera sjálfstæður og fara
eigin leiðir.
„Ég hef alltaf álitið mig vera
fyrst og fremst hugsjónamann
og hefur oft verið álasað fyrir
að vera of mikill hugsjónamað-
ur.“
Tungl í Krabba (tilfinningar)
gefur Árna næmi á fólk og
skilning á högum annarra. í
daglegu lífi ætti öryggi því að
skipta hann miklu, það að eiga
gott heimili og hafa góð tengsl
við fjölskyldu og ættingja. Fólk
með tungl í Krabba þarf á var-
anleika aö halda og er íhalds-
samt á tilfinningar sínar.
Mögulegur veikleiki er sá að
þörf fyrir öryggi leiði til óhóf-
legrar varkárni á tilfinninga-
sviðinu.
„Það sem hefur skipt mig
meginmáli f lífinu er að fólkið í
kringum mig hafi það gott, sér-
staklega þeir sem minna
mega sín en þetta með örygg-
ið, nei, ég kannast varla við
það. Nema það sé farið að
skipta mig meira máli núna.“
Merkúr (hugsun) f Fiskum
gerir fólk tillitssamt og mjúkt í
tali. Fólki með þessa afstöðu
hentar sérlega vel að starfa að
mannúðarmálum vegna þess
að það hefur skilningsríka og
opna hugsun. Einnig er þessi
staða góð á sviðum þar sem
skapandi ímyndunarafl fær
notið sín en gott gæti verið fyr-
ir fólk með þessa afstöðu að
tjá sig með táknmyndum og
líkingamáli, því það getur átt
erfitt með að setja hugmyndir
sínar í orð.
„Mér finnst ég alltaf hafa
verið langt á undan minni
framtíð og hugmyndir mínar
hafa oft verið misskildar en
framkvæmdar síðar. Ég var
formaður Hjálparstofnunar
kirkjunnar og var í Eþíópíu og
hef haft sérstakan áhuga á
mannúðar- og þróunarmálum.
Ég hef bara almennt mikinn
áhuga á fólki, því það er upp-
haf og endir alls. Fólk þarf að
koma fyrst og síðast, sama
hvaða kerfi er búið til.“
- Finnst þér hafa viljað
Frh. á bls. 20
7.TBL.1991 VIKAN 19