Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 37

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 37
byssunni, reka hann aftur inn í hlöðuna svo hann gæti skilið eftir nafnspjaldið sitt í rifunni við nethurðina. Koma aftur einhvern tíma og selja. En lítið nú bara á þetta klúður. Ekki gat hann farið að skilja eftir nafnspjald núna, eða hvað? Hann opnaði augun. Hundurinn lá másandi við fætur hans, blóð lak úr trýninu. Um leið og Greg Stillson leit niður sleikti rakkinn skó hans auðmjúkur eins og til að viðurkenna að hann hefði mætt ofjarli sínum og hélt síðan áfram að deyja. „Hefðir ekki átt að rífa buxurnar mínar," sagði hann við hundinn. „Buxurnar kostuðu mig fimm dollara, helvítis héppinn þinn.“ Hann varð að fara héðan. Ekki kæmi það honum að neinu gagni ef Svenni sveitavargur og konan hans og krakkarnir sex kæmu úr bænum núna í Studebakernum og sæju seppa deyjandi hérna með vonda sölumanninn yfir sér. Hann myndi missa vinnuna. Ameríska sannleiksleiðarfélagið réð ekki sölumenn sem drápu hunda í eigu kristinna manna. Með taugaveiklunarflissi fór Greg að bílnum sínum, steig inn og bakkaði í skyndingu út úr innkeyrslunni. Hann beygði í austurátt á mold- arveginum sem lá þráðbeint yfir maísakrana og var fljótlega kominn á hundrað kílómetra hraða með þriggja kílómetra langan rykstrók í kjölfarinu. Hann langaði sannarlega ekki að missa þetta starf. Ekki strax. Hann þénaði vel á því - í viðbót við þær hugmyndir sem Ameríska sannleiksleiðarfélagið vissi af var Greg búinn að bæta við nokkrum sem þeir vissu ekki af. Nú var hann farinn að gera það gott. Auk þess hitti hann margt fólk þegar hann var svona á ferðinni... margar stúlkur. Þetta var gott líf nema vegna ... Nema vegna þess að hann var ekki ánægð- ur. Hann ók áfram, höfuð hans var að sþringa. Nei, hann var hreinlega ekki ánægður. Hann fann á sér að honum var ætlað merkilegra hlut- skipti en að aka um Miðvesturríkin, selja Biblí- ur og falsa sölunóturnar til að græða tveimur dölum meira á dag. Hann fann á sér að fyrir honum lá ... lá ... Mikilleiki. Já, það var málið, það var áreiðanlega málið. Fyrir nokkrum vikum hafði hann tekið einhverja stúlku uppi á hlöðulofti. Fólkið henn- ar hafði verið í Davenport að selja vörubíls- hlass af kjúklingum. Hún hafði byrjað á að spyrja hvort hann vildi glas af límonaði og eitt hafði einfaldlega leitt af öðru. Eftir að hann tók hana sagði hún að þetta væri næstum eins og þegar presturinn væri að taka hana nauðuga og hann hafði slegið hana, hann vissi ekki hvers vegna. Hann hafði slegið hana og farið svo. Eða nei. Hann hafði raunar slegið hana þrisvar eða fjórum sinnum. Þar til hún grét og hrópaði á einhvern sér til hjálpar. Þá hafði hann hætt og einhvern veginn - hann hafði orðið aö beita hverju einasta grammi af persónutöfrum sem guð hafði gefið honum - hafði hann sæst við hana. Hann hafði verkjað í höfuðið þá líka, titr- andi birtudílar skutust og endurvörpuðust um sjónsvið hans. Hann reyndi að telja sér trú um að það væri bara hitinn, ofsahitinn á hlöðuloft- inu, en það var ekki aðeins af hitanum sem hann verkjaði í höfuðið. Það var það sama og hann hafði fundið í hlaðvarpanum þegar hund- urinn reif buxurnar hans, eitthvað dimmt og geggjað. „Ég er ekki geggjaður," sagði hann upphátt í bílnum. Hann opnaði gluggann f skyndingu og hleypti sumarhitanum inn ásamt ryklyktinni og lyktinni af maís og taði. Hann kveikti á út- varpinu og fann lag með Patti Page. Höfuð- verkurinn rénaði svolítið. Þetta snerist allt um að hafa stjórn á sér - og halda sakaskránni hreinni. Ef maður gerði það gátu þeir ekki komið nálægt manni. Og hvort tveggja gekk sífellt betur og betur. Hann var hætt að dreyma föður sinn jafnoft; draumana þar sem faðir hans stóð fyrir ofan hann með hjálminn aftur á hnakka, drynjandi: „Þú ert einskis nýtur, örverpiö þitt! Þú dugar ekki til neins!" Hann dreymdi ekki þessa drauma jafnoft og áður af því að þeir voru hreinlega ekki sannir. Hann var ekkert örverpi lengur. Jú, hann hafði oft verið veikur sem barn og ekki stór en hann hafði tekið út vöxtinn, hann sá um móður sína... Og faðir hans var látinn. Faðir hans gat ekki séð þetta. Hann gat ekki látið föður sinn éta þessi orð ofan í sig vegna þess að hann hafði dáið I olíuborpallssprengingu og hann var dauður og í eitt skipti, bara eitt einasta skipti, myndi Greg vilja grafa hann upp og öskra inn í rotnandi andlit hans: Þú hafðir rangt fyrir þér, pabbi, þú hafðir rangt fyrir þér varðandi mig! Og sparka svo duglega í hann eins og ... Eins og hann hafði sparkað í hundinn. Höfuðverkurinn var kominn aftur. „Ég er ekki brjálaður," sagði hann aftur undir tónlistinni. Móðir hans hafði oft sagt honum að hans biði eitthvað mikið, eitthvað merkilegt og Greg trúði því. Það eina sem skipti máli var að hafa hlutina - eins og það að slá stúlkuna og sparka í hundinn - undir stjórn og halda hreinni sakaskrá. ( hverju svo sem mikilleiki hans lá myndi hann vita það þegar þar að kæmi. Þess var hann fullviss. Hann hugsaði aftur til hundsins og í þetta sinn fylgdi hugsuninni örlítið bros, án kímni eða samúðar. Mikilleikinn beið hans. Enn gætu verið mörg ár í að hann öðlaðist hann - hann var ungur, vissulega, ekkert að því að vera ungur meðan maður gerði sér grein fyrir þvi að ekki var hægt að fá allt í einu. Meðan maður trúði á það að hann kæmi að lokum. Hann trúði því. Og guð og Jesús sonur hans hjálpi þeim sem stæðu í vegi hans. Greg Stillson rak sólbrenndan olnboga út um gluggann og fór að flauta með útvarpinu. Hann steig á bensíngjöfina, kom gamla Merc- urybflnum upp í 110 km og rann niður beina sveitaveginn í lowa í átt að þeirri framtíð sem verkast vildi. 1. KAFLI HJÓL HAMINGJUNNAR Það tvennt sem Sara minntist frá þessu kvöldi síðar var heppni hans við lukkuhjólið og gríman. En eftir því sem tíminn leið, mörg ár, var það gríman sem hún hugsaði um - þegar hún gat fengið af sér að hugsa um þetta hræði- lega kvöld. Hann bjó í blokk í Cleaves Mills. Sara var komin þangað kortér fyrir átta, lagði handan við hornið og hringdi bjöllunni niðri. Þau ætluðu á hennar bíl í kvöld því að bíll Johnnys var á verkstæði í Hampden vegna bilaðs hjólabún- aðar eða einhvers álíka. Einhvers kostnaðar- sams, hafði Johnny sagt henni í símann og svo hlegið dæmigerðum Johnny Smith hlátri. Sara hefði verið grátandi ef þetta hefði verið hennar bíll - hennar budda. Sara gekk gegnum anddyrið að stiganum, framhjá tilkynningatöflunni er þar hékk. Hún var full af auglýsingum um mótorhjól, stereo- græjur, vélritunarþjónustu og óskum um far til Kansas og Kaliforníu, eða boðum frá fólki sem ætlaði til Flórída og vantaði samferðafólk til að taka þátt í akstrinum og borga með í bensín- inu. Én i kvöld var taflan undirlögð af stóru plakati sem sýndi krepptan hnefa gegnt rauð- um bakgrunni sem gaf til kynna eld. Eina orðið á plakatinu var VERKFALL! Þetta var síðla í október 1970. Johnny var i fremri íbúðinni á annarri hæð - hann kallaði hana þakíbúðina - þar sem hægt var að standa í smókingnum eins og kvikmyndastjarna, með slatta af ódýru víni í glasi áfæti og lítaniður á hið víðlenda, titrandi hjarta Cleaves Mills; hópana sem þeystu um eftir bíótima, leigubíla á þönum, Ijósaskilt- in. í nöktu borginni eru næstum sjö þúsund sögur. Þetta var ein þeirra. í raun og veru var Cleaves Mills aðallega aðalgata með umferðarljósum við gatnamótin (þau fóru að blikka eftir klukkan sex), um það bil tuttugu verslanir og lítil skóverksmiðja. Eins og í flestum borgunum umhverfis Orono, þar sem háskólinn í Maine var, byggðist starfsem- in í borginni einkum á að útvega þaö sem stúdentar neyttu - bjór, vín, bensín, rokktón- list, skyndimat, fíkniefni, matvöru, húsnæöi, kvikmyndir. Kvikmyndahúsið hét Skugginn. Það sýndi listrænar kvikmyndir og myndir frá fimmta áratugnum meðan skólinn starfaði. Á sumrin sneri þaö sér að sýningu spaghetti- vestra með Clint Eastwood. Það var ár síðan Johnny og Sara höfðu út- skrifast og bæði kenndu þau viö framhalds- skólann í Cleaves Mills, einn af fáum fram- haldsskólum í nágrenninu sem ekki var búið að sameina í þriggja eða fjögurra borga um- dæmi. Kennarar og starfsfólk háskólans svo og háskólanemar notuðu Cleaves sem svefnbæ og margur hefði öfundað íbúana af skattalögum borgarinnar. Framhaldsskólinn var einnig góður og í honum var glæný fjöl- miðlaálma. Borgarbúar áttu til að kvarta yfir háskólafólkinu, sem svaraði fullum hálsi og fór í kommúnistakröfugöngur til að mótmæla stríðinu og skipti sér af borgarstjórnarmálum, en aldrei höföu þeir hafnað þeim skattpening- um sem árlega voru greiddir vegna hinna glæsilegu prófessorabústaða og blokkanna í hverfinu sem sumir nemar kölluðu Þvaðurekr- ur og aðrir kölluðu Sjúskustaði. Sara barði að dyrum og rödd Johnnys, undarlega kæfð, kallaði: „Það er opið, Sara!“ Með smágrettu ýtti hún dyrunum opnum. íbúö Johnnys var almyrkvuð utan gula glamp- 7.TBL.1991 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.