Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 24
'S WTHS 0I3AM0IS
VIKAN KYNNIR ÞATTTAKENDUR í FEGURDAR SAMKEPPNIÍSLANDS1991
I f
SELMA STEFÁNSDÓTTIR var kjörin fegurðar-
drottning Vestfjarða. Hún er Ijón, fædd 26. júlí
1972 og verður því 19 ára í sumar.
Selma er fædd og uppalin á (safirði og býr þar
enn. Hún vinnur við umönnun á Elliheimilinu þar
en áður vann hún í líkamsræktarstöð, einnig á
ísafirði. Hugurinn stendur til náms í nuddi og mun
hún þá feta í fótspor föður síns. Til greina kemur
að nema í Bandaríkjunum eða á Jamaica, þar
sem hún segist hafa heyrt að góð kennsla fáist í
nuddi, en hún vill líka læra rafmagnsnudd og
nálastunguaðferðina. Að námi loknu gæti hún
hugsað sér að setja á stofn nuddstofu í Reykjavík
en höfuðborgina segist hún reyndar þekkja lítið.
( sumar ætlar Selma að fara til Englands og
vinna við heimilisstörf og barnagæslu rétt fyrir
utan London, svo að nuddnámið verður að bíða
aðeins.
Áhugamálin eru veggjatennis, líkamsrækt og
ferðalög. Selmu langar til að skoða heiminn og
nefnir Brasilíu og Paraguy fyrst allra landa en
þegar hefur hún komið til Noregs, Svíþjóðar, Fær-
eyja og Spánar. Hún æfði sund í sex ár hjá Vestra
á (safirði og keppti mikið hér innanlands. Hún
hefur líka gaman af dýrum og á bæði kött og páfa-
gauk. Selma hefur lært göngu og framkomu á
sviði og hefurtekið þátt í tískusýningum á ísafirði.
Ef horft er til lengri tíma vill Selma eignast mann
og börn og jafnvel setjast að í útlöndum, þar sem
sólin skín. Henni finnst veturnir bæði kaldir og
dimmir á ísafirði, þar sem sólin nær ekki að skína
mikinn part af vetrinum.
Foreldrar hennar eru Stefán Dan Óskarsson og
Rannveig Hestnes. Hún á þrjú systkini og er
næstelst.
Selma er 171 sm á hæð.
SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR var kosin vin-
sælasta stúlkan meðal keppenda um titilinn feg-
urðardrottning Reykjavíkur. Sigurveig er fædd í
Reykjavík 22. júní 1971 og er þvi 19 ára. Hún hélt
sig vera krabba þar til fyrir tveimur árum er hún
komst að því við lestur stjörnumerkjabókar að hún
er fædd í tvíburamerkinu.
Sigurveig ólst upp í Kópavoginum, þar til ný-
lega er hún fluttist úr föðurhúsum til Reykjavíkur.
Hún á eftir eins og hálfs árs nám við Menntaskól-
ann við Hamrahlíð en hefur nú gert hlé á náminu
því hún komst að því að það var dýrara en hún
hélt að fara úr hreiðrinu og sjá fyrir sér sjálf. Núna
vinnur hún á Kópavogshælinu við umönnun vist-
manna, aðallega unglinga og fólks á svipuðu reki
og hún sjálf og finnst það mjög lærdómsríkt. Um
helgar vinnur hún sem þjónn á Hótel íslandi svo
hún er önnum kafin og hefur lítinn tíma til að sinna
áhugamálum sínum. Áður æfði hún sund með
Breiðabliki í Kópavogi og lærði samkvæmis-
dansa.
Þegar námi lýkur langar hana að flytja úr landi
um hríð, til dæmis til Frakklands, til að læra eða
skoða heiminn. Reyndar hefur hún þegar verið í
námi erlendis því hún var skiptinemi í Oregon í
Bandaríkjunum í eitt ár.
Sigurveig á sér þann draum helstan að komast
einhvern tíma til Perú, þar sem hún segir að
landsmenn sjái geimverur daglega og finnist ekk-
ert sjálfsagðara. Það langar hana að upplifa líka.
Þegar öllu flakkinu lýkur svo vill hún gjarnan eign-
ast litla, rólega fjölskyldu.
Sigurveig tekur þátt í keppninni vegna mikils
áhuga á sýningarstörfum og telur þetta góðan
vettvang til að koma sér á framfæri.
Sigurveig er yngst fimm systkina en foreldrar
hennar eru Guðmundur Örn Árnason og Sólveig
Runólfsdóttir.
Hún er 174 sm á hæð.
24 VIKAN 7. TBL. 1991