Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 36

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 36
Tíu mínútum síðar var Johnny kominn aftur út á ísinn, höfuðverkurinn á undanhaldi, kúlan á enninu eins og furðulegt brennimark. Þegar hann fór heim að borða var hann búinn að steingleyma byltunni og að hann hafði misst meðvitund, svo mikil var gleðin yfir að hafa uppgötvað hvernig átti að skauta afturábak. „Guð hjálpi okkur!" sagði Vera Smith þegar hún sá hann. „Hvernig fékkstu þetta?" „Datt,“ sagði hann og fór að sötra tómat- súpu frá Campbell. „Er allt í lagi með þig, John?“ spurði hún og kom blíðlega við kúluna. „Allt í fína, mamrna." Það var líka satt - nema hvað hann dreymdi ilia öðru hvoru næsta mánuðinn ... dreymdi illa og átti til að verða syfjaður á þeim tíma dags sem hann hafði aldrei syfjað á fyrr. Og það hætti að ger- ast um svipað leyti og martraðirnar hættu. Það var allt í lagi með hann. Chuck Spier fór á fætur einn febrúarmorgun og komst að því að geymirinn í gamla '48 De Soto-bílnum var tómur. Hann reyndi að starta honum úr býlistrukknum. Þegar hann setti seinni klemmuna á geyminn i De Soto-num sprakk geymirinn framan í hann svo yfir hann rigndi brotum og geymissýru. Hann missti auga. Vera sagði það vera guðs mildi að hann ekki missti bæði augun. Johnny fannst þetta mikil harmsaga og fór með föður sínum að heimsækja Chuck á Lewiston sjúkrahúsið viku eftir slysið. Það kom afar illa við Johnny að sjá Chuck stóra liggja i þessu spítalarúmi, svona furðulega rýran og lítinn - og um nóttina dreymdi hann að hann lægi þarna sjálfur. Johnny fann ýmislegt á sér öðru hverju næstu árin. Hann vissi hvert næsta lag í út- varpinu yrði áður en það var spilað og svoleið- is nokkuð - en hann tengdi það aldrei við slys- ið á ísnum. Þegar þar var komið sögu var hann búinn að gleyma því. Og hugboðin voru aldrei mjög sláandi né heldur sérlega tíð. Það var ekki fyrr en kvöldið sem héraðshátíðin var og gríman sem eitt- hvað sláandi gerðist. Fyrir seinna slysið. Síðar hugsaði hann oft um það. Þetta með lukkuhjólið hafði hent fyrir seinna slysið. Eins og aðvörun úr hans eigin æsku. * 2 * Farandsölumaðurinn fór vítt og breitt um Ne- braska og lowa, óþreytandi undir brennandi sumarsólinni árið 1955. Hann sat við stýrið á Mercury '53 sem þegar var búiö að aka rúma hundrað þúsund kílómetra. Másið og blástur- inn í bílnum var orðið áberandi. Þetta var stór maður sem enn leit út eins og vel nærður drengur frá Miðvesturrfkjunum. Þetta sumar, aðeins fjórum mánuðum eftir að húsamálun- arfyrirtæki hans fór á hausinn, var Greg Still- son aðeins 22 ára gamall. Skott og aftursæti bílsins voru full af kössum og kassarnir fullir af bókum. Flestar bókanna voru Biblíur. Þær voru til f öllum stærðum og gerðum. Þarna var undirstöðuvaran, ameríska Sannleiksleiðar-Biblían, skreytt sextán lit- myndum, bundin með flugvélalími, á einn doll- ar og sextíu og níu sent og tryggt að dytti ekki í sundur fyrr en að tíu mánuðum liðnum. Fyrir snauðari buddur var svo ameríska Sannleiks- leiðar-Nýja testamenti á sextíu og fimm sent, án litmynda en með orð Jesú prentuð í rauðum lit. Fyrir þann sem barst á var svo ameríska Sannleiksleiðar-lúxusútgáfan af orði guðs á nítján dollara og níutíu og fimm sent, bundin í hvítt gervileður, nafn eigandans átti að stensla á kápuna með blaðgulli, tuttugu og fjórar lit- myndir og I bókinni miðri síður til að skrá á fæðingar, hjónavígslur og greftranir. Og lúxus- útgáfan af orði guðs gæti haldist í heilu lagi f allt að tvö ár. Einnig var þarna kassi af pappírskiljum sem hétu Sannleiksleið Amer- íku: Samsæri kommúnista og gyðinga gegn Bandaríkjunum okkar. Greg seldi þessa pappírskilju betur en allar Biblíurnar samanlagt. Kiljan uppfræddi fólk um að Rothschild-, Roosevelt- og Greemblatt- fjölskyldurnar væru að taka við stjórn banda- rískra fjármála og við bandarísku ríkisstjórninni. Þarna voru línurit sem sýndu hvernig gyðingar tengdust möndulveldi kommúnista-marxista- lenínista og trotskyista og tengdust þaðan andkristinum sjálfum. Það var ekki langt síðan McCarthy-tímabil- inu lauk í Washington; í Miðvesturríkjunum var sól Joes McCarthy ekki hnigin til viðar ennþá og Margaret Chase Smith frá Maine var kölluð „tíkin sú arna“ vegna frægrar Meðvitundaryfir- lýsingar sinnar. Auk þess sem sagt var um kommúnisma virtust viðskiptavinir Gregs Still- son í sveitunum hafa sjúklegan áhuga á þeirri hugmynd aö gyðingar stjórnuðu heiminum. Nú beygði Greg upp rykuga innkeyrslu bóndabýlis þrjátíu kílómetra vestur af Ames í lowa. Býliö leit út fyrir að vera yfirgefið - dregið fyrir og hlöðudyrnar lokaðar - en um slíkt var ekki hægt að segja nema láta reyna á það. Þau einkunnarorð höfðu reynst Greg Stillson vel síðan hann og móðir hans fluttu frá Omaha til Oklahoma fyrir tveimur árum. Húsamálunin hafði ekki fært honum rífandi viðskipti en hann hafði þarfnast hennar til að losna við Jesúbragðið úr munninum um hríð, afsakið smáguðlast. En nú var hann kominn aftur heim - þó ekki væri það pontu- eða vakn- ingarmegin í þetta sinn og það var viss léttir að vera loksins laus við kraftaverkabransann. Hann opnaði bílinn og sem hann steig út á rykuga innkeyrsluna kom stór og grimmur sveitahundur út úr hlöðunni með eyrun vísandi aftur. Geltið braust út úr honum eins og örva- drífa. „Halló, voffi," sagði Greg með sinni lágu, þægilegu og hrífandi rödd - þó hann væri að- eins 22 ára gamall var þetta þegar orðin rödd þjálfaðs ræðusnillings. Hundurinn brást I engu við vinsemdinni í rödd hans. Hann kom að honum, stór og ill- skeyttur, ákveðinn í að fá sér farandsölumann í hádegisverð. Greg settist aftur inn í bílinn, lokaði og flautaði tvisvar. Sviti streymdi niður andlit hans, myndaði líka dökkgráa, kringlótta flekki í handarkrikunum á hvítu hörfötunum hans og á jakkanum kom í Ijós trjástofnslaga flekkur. Hann flautaði aftur en fékk engin viðbrögð. Sveitadurgarnir höfðu raðað sér í Harvester-jeppana eða Studebaker-bílana og farið í bæinn. Greg brosti. (stað þess að setja I bakkgír og bakka út úr innkeyrslunni teygði hann sig aftur fyrir sig og dró fram skotsprautu fyrir kítti - nema þessi var hlaðin ammóníaki í stað kíttis. í því að Greg dró stimpilinn til baka steig hann út úr bílnum aftur, brosandi. Hundurinn, sem var sestur á afturendann, stóð strax upp aftur og kom urrandi í áttina til hans. Greg brosti enn. „Svona, já, voffi," sagði hann með þessari ómþýðu rödd sem barst svo vel. „Komdu bara. Komdu og fáðu þitt.“ Hann hataði Ijótu sveitahundana sem hlupu um sinn hálfrar ekru hlaðvarpa eins og hrokafullir litlir keisarar; þeir sögðu manni sitthvað um hús- bændur sina í leiðinni. „Helvítis sveitavargar,“ tautaði hann. Hann brosti enn. „Komdu nú, hundur.“ Hundurinn kom. Hann spennti lendarnar til að stökkva á Greg. í fjósinu baulaði kýrin og vindurinn blés blíðlega gegnum maísinn. Bros Gregs varð að harðri og biturri grettu í því að hundurinn stökk. Hann - og sprautaði sting- andi skýi af ammóníakdropum beint í augu og vit hundsins. Reiðilegt geltið varð undir eins að stuttum, kvalafullum bofsum og svo, þegar hann fór að finna verulega fyrir ammóníakinu, að kvala- ýlfri. Rófan lagðist milli fótanna á svipstundu, hann var enginn varðhundur lengur heldur aðeins bugaður blendingur. Andlit Gregs Stillson hafði dökknað. Augun höfðu dregist saman í Ijótar rifur. Hann gekk hratt áfram og gaf síðan hundinum hvínandi spark í afturhlutann með harðri skótánni. Hundurinn gaf frá sér hátt gól og rekinn áfram af sársauka og ótta innsiglaði hann sinn eigin dóm með því að snúa sér við og leggja til at- lögu við upphafsmann eymdar sinnar í stað þess að hlaupa inn í hlöðuna. Hundurinn urraði og í blindni krækti hann í hægra uppábrotið á hvítu hörbuxunum hans Gregs og reif þær. „Tíkarsonur!" öskraði Greg bæði hissa og reiður og sparkaði aftur í hundinn, í þetta sinn svo fast að hann fieytti kerlingar (rykinu. Enn einu sinni sótti hann fram og sparkaði aftur í hundinn, enn öskrandi. Nú gerði hundurinn, sem táraðist, fann til brennandi sársauka á trýninu og var auk þess rifbeinsbrotinn, sér grein fyrir hættunni sem honum stafaði af þessum brjálæðingi en það var orðið of seint. Greg Stillson elti hann um rykugan hlað- varpann, móður og öskrandi, með svitastorkið andlit. Hann sparkaði I hundinn þar til hann ýlfraði og gat varla dragnast áfram í rykinu. Það blæddi úr honum á sex stöðum. Hann var að deyja. „Hefðir ekki átt að bíta mig,“ hvíslaði Greg. „Heyrirðu það? Heyrirðu til mín? Þú hefðir ekki átt að bíta mig, aumi rakkinn þinn. Það stendur enginn í vegi fyrir mér. Heyrirðu það? Enginn." Hann gaf honum annað spark með blóðugri skótá en hundurinn gat ekki gefið frá sér nema lágt korrhljóð. Ekki mikla ánægju út úr því að hafa. Greg verkjaði í höfuðið. Það var sólin. Að eltast við hundinn I heitu sólskininu. Eins goít að það liði ekki yfir hann. Hann lokaði augunum andartak, andaði ótt og títt, svitinn bogaði af andliti hans eins og tár og það stirndi á svitadropa í stuttklipptu hárinu, sundurkraminn hundurinn deyjandi við fætur hans. Litríkir Ijósflekkir, sem slógu í takt við hjartslátt hans, flutu yfir myrkrið bak við augn- lok hans. Hann verkjaði I höfuðiö. Stundum velti hann því fyrir sér hvort hann væri að missa vitið. Eins og núna. Hann hafði ætlað sér að sprauta ammóníaki á hundinn úr 36 VIKAN 7. TBL, 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.