Vikan


Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 30
VIKAN KYNNIR PÁTTTAKENDUR í FEGURÐAR SAMKEPPNIISLANDS1991 izii SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR er fegurðar- drottning Suðurlands. Hún er 18 ára, fædd 27. nóvember 1972 og er því bogmaður. Sigrún er Vestmannaeyingur í húð og hár og hefur alltaf búið þar, utan einn vetur er hún bjó hjá frændfólki í Garðabæ og sótti skóla þar, en hana langaði að þrófa eitthvað nýtt. Nú er hún á þriðja ári í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og lýkur stúdentsprófi næsta ár. Sigrún Elsa er mjög listelsk og hefur frá því hún var barn haft gaman af að skrifa Ijóð og sögur, á reyndar sjö verðlaun úr ritgerðarsamkeþþnum. Nokkrar sögur hennar hafa birst í Æskunni og eina las hún í útvarþið fyrir nokkrum árum. Hún teiknar mikið og hefur mikinn áhuga á myndlist. Gullsmíði hefur þó orðið ofan á hvað framtíðina varðar og hefur hún gengið á milli gullsmiða til að fá pláss sem nemi. Það hefur ekki borið árangur enn því þar ku vera þétt setinn bekkurinn og aug- lýsum við hér með eftir gullsmið sem vill taka Sig- rúnu Elsu í læri. Ræðumennska er einnig áhuga- mál Sigrúnar og var hún í ræðuliði skóla síns í Morfís-keppninni. Hún er líka í nemendaráði og segir mikinn tíma fara í félagsstörf. Eins og flestir Eyjamenn hefur Sigrún unnið I fiski á sumrin en á komandi sumri ætlar hún að sjá um bókhald I verslun sem fjölskylda hennar rekur. Hún hefur gaman af að ferðast og langar mikið til að komast til Rússlands því hún hefur frétt af góðum málverkasöfnum þar, svo og fallega mál- uðum kirkjum. Sigrún hefur komið til Englands, Búlgaríu og tvisvar til Spánar. Hún unir sér þó best heima I Eyjum en segist búast við að hún verði að flytja þaðan einhvern tíma, atvinnunnar vegna. Sigrún Elsa er dóttir Smára Grímssonar og Ragnheiðar Brynjúlfsdóttur. Hún á átta ára tví- burasystur og kött að auki. Hún er 168 sm á hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.