Vikan


Vikan - 04.04.1991, Page 30

Vikan - 04.04.1991, Page 30
VIKAN KYNNIR PÁTTTAKENDUR í FEGURÐAR SAMKEPPNIISLANDS1991 izii SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR er fegurðar- drottning Suðurlands. Hún er 18 ára, fædd 27. nóvember 1972 og er því bogmaður. Sigrún er Vestmannaeyingur í húð og hár og hefur alltaf búið þar, utan einn vetur er hún bjó hjá frændfólki í Garðabæ og sótti skóla þar, en hana langaði að þrófa eitthvað nýtt. Nú er hún á þriðja ári í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og lýkur stúdentsprófi næsta ár. Sigrún Elsa er mjög listelsk og hefur frá því hún var barn haft gaman af að skrifa Ijóð og sögur, á reyndar sjö verðlaun úr ritgerðarsamkeþþnum. Nokkrar sögur hennar hafa birst í Æskunni og eina las hún í útvarþið fyrir nokkrum árum. Hún teiknar mikið og hefur mikinn áhuga á myndlist. Gullsmíði hefur þó orðið ofan á hvað framtíðina varðar og hefur hún gengið á milli gullsmiða til að fá pláss sem nemi. Það hefur ekki borið árangur enn því þar ku vera þétt setinn bekkurinn og aug- lýsum við hér með eftir gullsmið sem vill taka Sig- rúnu Elsu í læri. Ræðumennska er einnig áhuga- mál Sigrúnar og var hún í ræðuliði skóla síns í Morfís-keppninni. Hún er líka í nemendaráði og segir mikinn tíma fara í félagsstörf. Eins og flestir Eyjamenn hefur Sigrún unnið I fiski á sumrin en á komandi sumri ætlar hún að sjá um bókhald I verslun sem fjölskylda hennar rekur. Hún hefur gaman af að ferðast og langar mikið til að komast til Rússlands því hún hefur frétt af góðum málverkasöfnum þar, svo og fallega mál- uðum kirkjum. Sigrún hefur komið til Englands, Búlgaríu og tvisvar til Spánar. Hún unir sér þó best heima I Eyjum en segist búast við að hún verði að flytja þaðan einhvern tíma, atvinnunnar vegna. Sigrún Elsa er dóttir Smára Grímssonar og Ragnheiðar Brynjúlfsdóttur. Hún á átta ára tví- burasystur og kött að auki. Hún er 168 sm á hæð.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.