Vikan - 04.04.1991, Qupperneq 22
VAVAS
VIKAN KYNNIR ÞATTTAKENDURIFEGURÐAR SAMKEPPNIISLANDS1991
SVAVA HARALDSDÓTTIR er fegurðardrottning
Reykjavíkur 1991. Hún er 18 ára gömul, fædd í
vogarmerkinu þann 10. október 1972.
Svava fæddist í Keflavík og bjó þar fyrstu árin
en eins og Rakel systir hennar bjó hún svo á víxl
í Reykjavík og Keflavík þar til á fjórtánda ári er
hún fluttist alfarin til Reykjavíkur. Þegar hún var
sextán ára dvaldi hún reyndar eitt ár í Bandaríkj-
unum og var í „high school" þar. Hún tekur ís-
lenska jafnaldra fram yfir þá bandarísku sem hún
segir hugsa allt öðruvísi en íslenskir krakkar. Hún
segir minninguna um þennan tíma vera mun
skemmtilegri en dvölina sjálfa.
Svava er á þriðja ári á náttúrufræðibraut
Menntaskólans við Hamrahlíð. Ekki hyggst hún
þó leggja náttúrufræði fyrir sig því hún stefnir á
nám í arkitektúr og þá gjarnan í Bandaríkjunum.
Þar var hún reyndar aftur síðastiiðið sumar og
gætti hálfsystkina sinna. Hún hefur mjög gaman
af börnum og langar í fyllingu tímans að giftast og
eignast börn sjálf. Hún segist líka vera mikill dýra-
vinur og hefur átt bæði ketti og hund.
Auk Bandaríkjanna hefur Svava komið til Dan-
merkur og Noregs. Hana langar að ferðast miklu
meira en eftir að námi í útlöndum lýkur er hún
ákveðin í að flytjast aftur heim til íslands.
Svava býr með systrum sínum tveimur og þarf
að afla bjargar í bú og vinnur því í sjoppu og við
sýningarstörf með skólanum. Hún tók þátt í Ford-
fyrirsætukeppninni í fyrra og er nýbyrjuð í lce-
landic Models eða íslenskum fyrirsætum. Við
megum eiga von á henni í auglýsingum á sjón-
varpsskjánum bráðlega.
Foreldrar hennar eru Haraldur Skarphéðinsson
og Hafrún Albertsdóttir. Hún á fimm systkini í allt
og er næstelst.
Svava er 173 sm á hæð.
RAKEL HARALDSDÓTTIR er 21 árs, fædd í
Keflavík 16. mars 1970 og er því í fiskamerkinu.
Tíu ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur en bjó til
skiptis í Reykjavík og Keflavík næstu árin. Nú býr
hún í höfuðborginni ásamt tveimur systrum
sínum. Níunda bekk lauk Rakel í Reykholtsskóla
í Borgarfirði en hana langaði að reyna hvernig
væri að vera á heimavistarskóla. Þar var hún einn
vetur og líkaði vel.
Næsta ár verður hún stúdent frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Hún er á félagsfræðibraut -
sálfræðilínu. Hún gerði hlé á námi sínu hér heima
er hún fór til Kýpur og stundaði nám við ferða-
málaskóla þar í eitt ár. Kennslan fór fram á ensku
en samt tókst henni að ná sæmilegum tökum á
grískunni. í framtíðinni langar hana að starfa við
ferðamál, til dæmis á alþjóðlegum flugvelli, en sál-
fræðin togar líka í hana svo það er úr vöndu að
ráða.
Áhugi á líkamsrækt vaknaði er Rakel æfði fyrir
keppnina um titilinn fegurðardrottning Reykjavík-
ur og ætlar hún að stunda hana áfram. Hún hefur
líka gaman af að synda, lesa og fara í bíó. Um
helgar vinnur hún á Ömmu Lú.
(framtíðinni gæti hún vel hugsað sér að setjast
að í útlöndum um tíma og er sérstaklega hrifin af
vetrinum á Kýpur en finnst sumarið þar fullheitt.
Rakel er nýgengin til liðs við lcelandic Models
eða íslenskar fyrirsætur en fyrstu skrefin sem
sýningarstúlka steig hún á Kýpur. Hún hefur ferð-
ast víða; auk Kýpur hefur hún komið til Bandaríkj-
anna, Danmerkur, Englands, Skotlands, (talíu og
Jórdaníu, þar sem hún var einmitt stödd um svip-
að leyti og Irakar gerðu innrásina í Kúvæt.
Rakel er dóttir Haraldar Skarphéðinssonar og
Hafrúnar Albertsdóttur. Hún á fimm systkini í allt
og er þeirra elst. Næstelst er Svava, fegurðar-
drottning Reykjavíkur, sem einnig er kynnt hér í
blaðinu.
Rakel er 174 sm á hæð.
22 VIKAN 7. TBL. 1991