Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 4

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 4
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON MYNDIR: BINNI LEIKRITASKÁLDIÐ SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Fyrir skömmu spurði ég fróman mann hvort hann vissi einhver deili á Svein- birni Baldvinssyni. Hann gat ómögu- lega komið manninum fyrir sig en þeg- ar ég minntist á að Sveinbjörn þessi hefði skrifað leikrit það sem Borgar- leikhúsið tekur til sýninga í byrjun okt- óber var eins og ég hefði ýtt á takka. Hann sneri sér að mér og sagði: Sveinbjörn I. Baldvinsson, já, auðvit- að! Það var sem sagt þetta eina I sem vantaði upp á til að kviknaði á perunni. Og nú sit ég í betri stofunni á heimili Sveinbjörns I., uppáhellingurinn til- búinn og mér ekkert að vanbúnaði. Fyrir hvað stendur þetta I? er náttúr- lega fyrsta spurningin. „Það stendur fyrir lngvar,“ svarar hann og ég reyni að ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði spurt hinn fróma mann hver Sveinbjörn Ingvar Baldvinsson væri. Sennilega hefði þá barasta brunnið yfir. En Ingvar heitir maðurinn einnig og hefur ekkert á móti því ágæta nafni. Við höldum okkur hins vegar hér eftir sem hingað til við l-ið og snúum okkur að efninu. „ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ" Sveinbjörn er mörgum aö góðu kunnur úr sjón- varpi þar sem hann hefur séð um ýmsa dag- skrárgerð, auk þess að skrifa leikna þætti og þar er nýlegasta dæmið aðeins orðið eins árs gamalt. Hann samdi ásamt Sigurði G. Val- geirssyni barnaþættina Á baðkari til Betlehem og út hefur komið samnefnd bók eftir þá fé- laga. Ef til vill hafa þó flestir kynnst Sveinbirni í gegnum útvarpið sem oftlega hefur flutt eyr- um okkar lag nokkurt smellið sem hefst á orð- unum „Það má ekki pissa bak við hurð“. Sveinbjörn söng þetta lag inn á plötu og samdi auk þess bæði lag og texta. Fyrir nokkrum árum var Sveinbjörn mikið í tónlist. Lék hann þá meðal annars í hljómsveit- unum Diabolus in Musica og Nýja kompaníinu en þar sem hann var mikið farinn að fást við rit- störf þurfti hann að velja á milli. Skrifin urðu ofan á og nú er Sveinbjörn nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann lagði stund á leikritun og handritagerð. Um þessar mundir er einmitt verið að setja upp leikrit hans, Þéttingu, til flutnings í Borgarleikhúsinu. Við komum nánar að því síðar en fyrst langar mig að vita hvernig leikritahöfundurinn vinnur og hvenær hann vinnur mest og best. MIKIÐ BRÖLT „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvenær best gengur því yfirleitt er um svo langt ferli að ræða. Hugmyndin að Þéttingu er til dæmis frá árinu 1984 og maður hefur verið að brölta með það síðan, ekki alveg stöðugt náttúrlega en meira og minna. Ég kom því líklega fyrst sam- an 1988. En svona almennt finnst mér best að skrifa á morgnana þó það fari nú alveg eftir því hvernig skipulagið er á dagskrá heimilisins hvort ég næ því. Það er helst bara þegar mað- ur hefur frið sem eitthvað gengur.“ Sveinbjörn á tvö börn með eiginkonu sinni, Jónu Finnsdóttur kvikmyndagerðarkonu, Örnu Völu sem er ellefu ára og Baldvin Kára, átta ára. Hann segir reyndar lítinn vinnufrið hafa verið eftir að hann kom heim þar sem það sé eiginlega fullt starf aö keyra börnin í og úr skóla. „Það þýðir ekkert fyrir mig að setjast niður og ætla að skrifa nema ég sjái fram á að minnsta kosti tveggja til þriggja tíma eyðu,“ segir Sveinbjörn og veltir mjólkurkexköku milli handanna. Það er nefnilega mjólkurkexið sem í raun segir honum að nú sé hann kominn heim, það tilheyrir Fróni. Fyrst hann virðist vera búinn að átta sig á því að kexið er á sín- um stað hlýtur að vera í lagi að spyrja um dvöl- ina og námið í Bandaríkjunum. YRÐI GÓÐUR UM SEXTUGT „Við fórum út 1986, öll fjölskyldan. Ég fór í framhaldsnám í leikritun og handritagerð. Þá hafði ég fengið styrk frá Fulbright-stofnuninni og komst inn í Suður-Kaliforníu háskólann (U.S.C.) sem má aldrei rugla við UCLA háskól- ann því það er allt annar skóli og milli þeirra er mikil samkeppni. Þá var ég búinn að skrifa sjónvarpsleikritið Þetta verður allt í lagi og langaði að skrifa meira fyrir sjónvarp, kvik- myndir og leikhús. Auðvitað er ekki hægt að læra að vera rithöfundur í einhverjum skóla en það er hægt að ná sér í reynslu með því að fara og vinna gagngert að skrifum og leita til reyndra manna í greininni sem geta fjallað um þau og leiðbeint manni.“ Sveinbjörn segir helsta gallann á íslenska hugverkamarkaðnum vera að hann sé of lítill. Rithöfundar sem kæmu leikritum að í sjónvarpi á nokkura ára fresti væru orðnir þokkalega góðir um sextugt þar sem menn lærðu mest af reynslunni bæði í sambandi við handritagerð- ina og ekki síður hvað varðaði þekkingu á miðlinum sjálfum. í ÁLÖGUM SKÓLASKELFIS Til þess að vera ekki að finna upp hjólið í hvert skipti leitaði hann mikið að hentugu námi en leitin varð löng og ströng. „Víðast hvar var bara nám í kvikmyndagerð eða leikstjórn sem ég hafði ekki áhuga á enda nóg til af menntuðu fólki til að gegna þeim störfum. Ég hafði áhuga til dæmis á danska kvikmyndaskólanum þar sem starfrækt var sérstök deild fyrir handritahöfunda. En um leið og þeir heyrðu að ég ætlaði að sækja um skólavist lögðu þeir deildina niður!" Hvort sem það var nú vegna þess að Svein- björn var væntanlegur eða af öðrum ástæðum kom danski skólinn honum þarna í opna skjöldu því hann var búinn að undirbúa brottför til Danmerkur, meðal annars útvega húsnæði, en ekkert varð úr því. „Ég ætlaði aldrei til Kaliforníu. Það voru þessar heilbrigðu efasemdir hjarabúans um hinar veraldlegu lystisemdir á Kaliforníuströnd, alla vega leit þetta ekki vel út fyrir mér. En svo bauðst mér skólavist f Suður-Kaliforníu há- 4 VIKAN 20. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.