Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 22
„LÍFIÐ HEFUR VERIÐ BALLETT OG AFTUR BALLETT" - segir Brynja Vífilsdóttir, fimmti keppandinn f forsíðustúlkukeppni SAM-útgófunnar Brynja varð að taka sér hvíld frá ballettinum vegna meiðsla og fannst kjörið tækifæri að taka þátt í forsíðukeppninni á mcðan, til að dreifa huganum frá meiðslunum. Fimmti keppandinn í for- síðustúlkukeppni SAM- útgáfunnar er Brynja Vífilsdóttir. Brynja er átján ára, fædd í hrútsmerkinu, 13. apríl 1973. „Margir halda því fram að þeir sem eru f hrútsmerkinu séu frekjur. Ég held því fram að ég sé bara ákveðin en merkinu fylgir kraftur sem hjálpar manni við að fram- kvæma hlutina og ég er ánægð með mitt merki,“ segir hún. Brynja fæddist í Mexíkó þar sem fjölskyldan bjó vegna náms og starfa föður hennar, Vífils M. Magnússonar arki- tekts. Þau fluttust heim til ís- lands þegar Brynja var nokk- urra mánaða gömul og hún ólst upp í Kópavoginum, þar sem hún býrenn. Móðir Brynju er Ágústa Guðrún Sigfúsdóttir sjúkraþjálfari. Brynja á eina eldri systur og hálfbróður. Hefur Brynju ekki langað að koma aftur til Mexíkó? „Ég fór aftur þegar ég var sjö eða átta ára og var heilt sumar. Núna er systir mín að fara í nám til Mexíkó svo það er ekki ólíklegt að ég eigi eftir að koma þangað einu sinni enn til að heimsækja hana.“ Það vefst ekki fyrir Brynju að svara þegar hún er spurð hvað hún vilji verða. „Ég vil verða dansari. Ég hef verið í ballett frá því ég var pínulítil og við það vil ég starfa." Ekki er þó alveg Ijóst hvort þessi draumur Brynju getur ræst þvi hún hefur átt við meiðsl í fæti að stríða. í sumar fór hún í uppskurö til Dan- merkur og er að ná sér eftir hann. Fljótlega mun koma í Ijós hvort batinn verður það góður að hún geti hellt sér aft- ur af fullum krafti út í ballettinn en hún hefur orðið að gera hlé á náminu um nokkurt skeið vegna meiðslanna. „Núna er ég I sjúkraþjálfun og sundi til að styrkja mig en um leið og ég fæ grænt Ijós fer ég aftur í Listdansskóla Þjóð- leikhússins, þar sem ég er búin að vera í mörg ár. Svo er ætlunin að fara í áframhald- andi ballettnám til Hollands eða Svíþjóðar sem allra fyrst. Þetta er þó allt háð því að mér batni í fætinum." Brynja hefur lokið tveimur árum í Kvennaskólanum. Ef svo illa fer að ballettinn verður að vikja ætlar hún að halda áfram námi þar. En ballettinn verður að ganga fyrir því starfstími dansara er ekki langur og áríðandi að draga ekki miklu lengur aö hefja feril- inn. Hefur Brynja fleiri áhugamál en dansinn? „Þegar ég var yngri var ég mikið í hestamennsku en hún varð að víkja eins og annað fyrir ballettinum. Hann tekur svo mikinn tima. í raun ein- angrast maður þegar maður hefur svona tímafrekt áhuga- mál en ég á, sem betur fer, góðar vinkonur bæði í og utan ballettsins. Ég hef líka gaman af öðrum listgreinum og fer því oft í leikhús og á myndlistar- sýningar. Svo finnst mér líka gaman að lesa bækur en hef ekki haft mikinn tíma til þess. Lífið hefur verið ballett og aftur ballett." Sumrum hefur Brynja líka eytt við ballettnám en undan- farin fjögur sumur hefur hún sótt námskeið f Englandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þess utan hefur hún farið til Spánar, Frakklands og Dan- merkur, auk Mexíkó. Tengist þátttakan í for- síðukeppninni kannski ný- fenginni reynslu í fyrirsætu- störfum? Við höfum séð Brynju auglýsa íslandsbanka bæði í blöðum og sjónvarpi. „Ekki beinlínis. Mérvar boð- in þátttaka í keppninni og fannst tækifærið kjörið til aö dreifa huganum því meiðslin og það að geta ekki stundað ballettinn hefur lagst þungt á mig. Ég hef litla sem enga reynslu í fyrirsætustörfum en finnst gaman að því litla sem ég hef gert. Ég vonast til að hafa gaman af að taka þátt i keppninni en tek hana ekki hátíðlega. Metnaður minn er fólginn í dansinum." TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 22 VIKAN 20.TBL. 1991 HÁR: EYVI í HÁRÞINGI MEÐ JOICO OG MATRIX HÁRSNYRTIVÖRUM. FÖRÐUN: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME COSMETICS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.