Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 27

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 27
GAMAN AÐ VERA VIÐSTADDUR STÓRU STUNDIRNAR - SEGIR JÓHANNES LONG, SIGURVEGARI ÁGÚSTMÁNAÐAR í BRÚÐARMYNDAKEPPNINNI Sigurvegari ágústmánaö- ar í brúöarmyndasam- keppni Kodak-umboðs- ins og Vikunnar er Jóhannes Long og var myndin af Leu Helgu Ólafsdóttur. Hann rekur Ijósmyndastofuna Ljósmynd- arann sem er til húsa í Mjódd- inni í Reykjavík. Jóhannes er gamall í hettunni og hefur haft Ijósmyndun að atvinnu í fjór- tán ár. Reyndar hefur hann stundað Ijósmyndun miklu lengur en hann fór ekki í Ijós- myndanám fyrr en hann var orðinn 32 ára. I fyrirtæki hans starfa nú fimm manns. Þar er fengist við hvers konar stúdíó- myndatökur en auk þess er stór hluti starfseminnar fólginn í myndatökum fyrir stofnanir og fyrirtæki. Til fjölda ára hefur hann til dæmis tekið allar myndir fyrir borgarstjóraemb- ættið og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Á síðustu árum hefur Jóhannes getið sér gott orð fyrir brúðarmyndatök- ur meðal annars, enda er jafn- an annríki hjá honum. Tíðindamaður Vikunnar heimsótti hann á stofuna og var leiddur í allan sannleikann um starfsemi fyrirtækisins og var greinilegt að þar ríkir góð- ur andi. Þau Jóhannes og Ása Finnsdóttir, eiginkona hans, sem er hans hægri hönd, voru nýkomin úrfríi. Þau voru stödd á litlu sveitahóteli í Þýskalandi, á leiðinni heim frá Ungverja- landi, þegar þau fengu vit- neskju um að hann hefði borið sigur úr býtum í brúðarmynda- keppninni. Hann kvaðst óneit- anlega hafa orðið svolítið upp með sér við tíðindin: MIKIL SAMKEPPNI Það er heljarmikil samkeppni í brúðkaupsmyndatökum. Áuð- vitað eru stofurnar misjafnar og oft ræður smekkur því hver þeirra verður fyrir valinu en verðið getur einnig skipt máli. Önnur mynd frá Jóhannesi Long sem til greina kom þegar verð- launamynd mánaðarins var valin. Hjá okkur kostar brúðar- myndataka 14.500 krónur. Við göngum frá minnst sextán myndum í möppu handa brúð- hjónunum og oftast nær fylgja með mun fleiri myndir að auki. Við bjóðum einnig upp á aðra og dýrari kosti sé þess óskað. Ég ráðlegg öllum að koma og fcíkja inn til okkar og bera stof- Starfsfólk Ljósmyndarans, talið frá vinstri: Lára B. Long, nemi í Ijósmyndun, Ása Finnsdóttir, Jóhannes Long, Ingunn Ingimundar- dóttir og Gunnar Kristinn Ijósmyndari. urnar saman. Hingað hefur komið fólk sem kann svo á einhvern hátt ekki við stílinn okkar og smekkurinn er vissu- lega misjafn. Við höfum leitast við að hafa umgjörðina ein- falda, eins og bakgrunninn, að hann sé ekki ofhlaðinn og jafn- vel truflandi. Sum brúðhjón biðja um skreytingar inn á myndina eins og sólarlag og blómasúlur. Við höfum getað stoppað slíkt strax í símanum, annaðhvort með því að fá við- komandi ofan af þessum hug- myndum eða að vísa honum eitthvað annað. Oftast fer myndatakan fram hér á stofunni en öðru hverju kemur fyrir að við erum beðin um að taka myndirnar utan dyra. Einu sinni tók ég úti- myndir af brúðhjónum sem pöntuðu með löngum fyrir- vara. Þetta var hryllilega rign- ingasamt sumar og það stytti varla upp vikum saman. Það vildi aftur á móti svo vel til að umræddur laugardagur var sá allra besti á sumrinu og tök- urnar tókust skínandi vel. Algengt er að við séum fengin til að taka myndir við at- höfnina í kirkjunni og jafnvel í veislunni líka. Við göngum þá sérstaklega frá þeim í möppu. Við erum það vel mönnuð hér að þó ég sé bundinn yfir brúð- hjónum í stúdíóinu geta tveir starfsmenn mínir farið á vett- vang þegar svo ber undir. EKKERT MÁ FARA ÚRSKEIÐIS - Er ekki erfitt að halda tíma- áætlun þegar mörg pör eru bókuð sama daginn? Það hefur jafnan tekist ótrú- lega vel. Til öryggis og hag- ræðingar erum við ávallt tvö við brúðarmyndatökurnar, Ása konan mín og ég. Þó ég annist flestar tökur af því taginu hleypur starfsmaður minn, Frh. á næstu opnu 20. TBL 1991 VIKAN 27 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.