Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 33

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 33
TEXTI OG LJÓSM.: ÞORSTEINN EGGERTSSON Herra og frú Lennon blaða í Vikunni á kránni þar sem blaðamaður Vikunnar kynntist þeim. JOHN LENNON OG MALAR HUS I LONDON Egsá þau útundanmérá kránni Northumberland Arms í suövesturhluta Lundúna; miöaldra hjón sem voru að fá sér bjór fyrir svefninn. Hún fjörug og skraf- hreifin - hann hlédrægur, jafn- vel feiminn. Hún bauö mér aö tylla mér hjá þeim og sagðist heita Bridget. Hann sagðist heita John. Ég var búinn að kynnast mörgum Bretum í þessari ferð og John er al- gengt nafn á Englandi svo að ég sagði: „Eitthvað meira en John?“ „Lennon," sagð’ann og horfði beint framan í mig án þess að stökkva bros. Ég tók þessu sem hverju öðru gríni. „Aö sjálfsögðu," sagði ég og lyfti krúsinni minni til hans. „Én án gríns?" „Hann heitir John Lennon, Ijúflingur," sagði Bridget og brosti elskuiega til mín. „Gefðu honum nafnspjaldið þitt, John.“ Viö skiptumst á nafnspjöld- um og ég las: John Lennon - málarameistari og skreytinga- maður. Ég horfði aftur á hann meðan hann stakk veskinu sínu í vasann eins og ekkert hefði ískorist. „Ertu eitthvað skyldur John Lennon úr Bítlunum?" „Ég veit það ekki. Gæti ver- ið en ég hef aldrei athugað það.“ „Það er nú svolítið líkt á þeim nefið,“ sagði Bridget, elskuleg sem fyrr. „Þetta nafn, Lennon, er komið innan úr miðju frlandi," bætti John við. „En það er orð- ið ansi gamalt og fleiri Lennon- ar en John hafa sungið. Áður en Bítlarnir komu til sögunnar man ég eftir amerískum söng- konum sem kölluðu sig the Lennon Sisters.” Bridget sagði aö það væri mikið um bæði (ra og Skota í Liverpool og benti á að eftir- nafnið McCartney væri skoskt. Svo væri Ringo Starr af gyð- ingaættum. Ég vildi hins vegar fá að vita hvort það hefði aldrei valdið manninum óþægindum að heita John Lennon og þá sérstaklega þegar Bítlaæðið fór yfir heiminn. „Nei, nei. Stundum var kannski grínast svolítið með þetta en alltaf I góðu. Það kom fyrir ef ókunnugt fólk bað mig af einhverjum ástæðum að segja til nafns og ég sagði það, þá var kannski horft snögglega á mig eða þá að menn sögðu: Já, já. Og ég er Karl Bretaprins eða eitthvað svoleiðis. Ég held að sonur minn, John Lennon Jr., sé oft- ar settur í samband við söngv- arann fræga." „Já,“ sagði Bridget. „Menn eru alltaf að spyrja hvort hann sé kannski sonur Bítilsins fræga, því að þeir eru ekkert óáþekkir. En hann Johnny minn svarar auðvitað alltaf neitandi og segir að hann gæti hins vegar vel hugsað sér að eiga eitthvað af peningum Johns Ono Lennon." „Það gæti ég sossum líka,“ skaut John inn í og brosti feimnislega. „Hvernig kunnuð þið svo við John og hina Bítlana?" Hjónin voru sammála um að þeim hefði alltaf fundist þeir vera hressir og skemmtilegir strákar; góö hljómsveit með mikið af fallegum lögum. „Ég á nokkrar plötur með þeirn," sagði John hæversk- lega og bætti við: „Ég kunni líka alltaf ágætlega við John. Þetta var ágætur maður þrátt fyrir allt. Vildi vel og var mikill friðarsinni. Við eigum það þó sameiginlegt. Hann samdi líka mikiö af fallegum lögum eins og til dæmis Imagine sem er eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt.“ Þegar ég bað þau hjón um að segja svolítið frá högum sínum urðu þau hálfvand- ræöaleg, brostu og horfðu hvort á annað. Svo sögöust þau lifa ósköp venjulegu lífi, væru bæði írsk, hefðu búiö mestan sinn búskap [ Eng- landi og ættu sex börn. Hann er 55 ára og hún svolítið eldri. Þau sögðust aldrei hafa gert sér háar vonir um framtíðina og hefðu alltaf verið mjög hamingjusöm saman. Ég bað þau um að tylla sér viö borð fyrir utan krána smástund og smellti af þeim mynd. □ 20. TBL. 1991 VIKAN 33 VIKAN Á FERÐINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.