Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 49
4. próf Ávextir, hnetur og sœtuefni Slepptu öllum ávöxtum, kókoshnetum, öllum hnetum, hunangi, öllum sykri, víni, vínediki, brandíi, kampavíni, séniver og gini. Athugasemdir: Þetta próf ætti ekki að vera erfltt en það mun hjálpa þér til að finna út hversu háð(ur) þú ert sætri fæðu. Notaðu próftímann til að venjast því að kynda blóðsykurinn með samsettu kol- vetni eins og fæst úr kornmeti og rótar- ávöxtum (til dæmis hrísgrjónum og kart- 'öflum). Hvað á að borða: Hreina jógúrt í morg- unmat, með eggi og ristuðu brauði, eða haffagraut. Hádegis- eða kvöldmatur verð- ur varla vandamál en ef þú borðar venju- lega mikið af ávöxtum með matnum skaltu auka grænmetið í staðinn. 5. próf Grœnmeti I Slepptu kartöflum, eggaldinum, grænni og rauðri papriku, piparávöxtum, tómötum, zucchini, agúrku, squash, graskeri og graskersfræjum, alfaifa, finsubaunum, ölium baunum, baunaafúrðum og sesam- ffæjum. Athugasemdir: Grænmetið á listanum, ffá kartöflum til tómata, tilheyrir allt sömu plöntuættinni og inniheldur efhi sem rannsóknir hafa sýnt að geta til dæmis haft slæm áhrif á gigt. Ef gigt þjáir þig ættirðu að taka tvær vikur í þetta próf eða lengri tíma áður en þú heldur áffam. Ekki þarf endilega að líta á vindgang sem viðbrögð við grænmeti — sem er ffá- bær fæða til að auka blóðsykurinn — og hliðarverkanir ættu að hverfa þegar melt- ingarfærin venjast þessari fæðu. Hvað á að borða: Engin vandræði ættu að vera með morgunmat og í hádegis- og kvöidmat er hægt að borða flsk, kjöt, korn- meti og salat búið tii úr grænmeti sem ekki er á listanum. 6. próf Grœnmeti II Slepptu gulrótum, selleríi, kerfli, fennel, steinselju, næpu, koriander, sætum kartöfl- um, lauk, púrru, sharlottulauk, hvítlauk, graslauk, aspas, spínati, ólífum, avocado, bambusrótum, kínverskum vatnskastaníu- hnetum, sagógrjónum, okra, anísfræjum, kúmeni, dilii, mintu, basil, bergamot (er í Earl Grey tei), marjoram, óreganó, pipar- mintu, rósmaríni, salvíu, tímian, engifer, túrmerik, kardimommum, vanillu, svört- um pipar, hvítum pipar, múskati, lárviðar- laufum, kanii, birkifræi og óiífuolíu. Athugasemdir: Það sem oftast veldur vandræðum af þessum fæðutegundum er laukur, minta, púrra og piparminta. Hvað á að borða: Ekki ættu að vera mikil vandræði að finna út úr því. 7. próf Grœnmeti III Slepptu grænu káli, artichoke, spergilkáli, rósinkáli, blómkáli, radísum, rófúm, kapers, tarragoni, sólblómafræjum og sól- blómaolíu. Athugasemdir: Viðbrögð við káli og sólblómaolíu eru mjög algeng. Hvað á að borða: Það ætti að vera auð- velt að forðast það sem hér er. 8. próf Koffín Slepptu kaffl, indversku tei, kínversku tei, ceylon-tei, kóladrykkjum, súkkulaði og kakói. Atliugasemdir: Notaðu þetta próf til að kanna hversu stór þáttur koffín er í lífi þínu. Ef þú ert háð(ur) því muntu verða vör/var við fráhvarfseinkenni í nokkra daga og slæmur höfúðverkur er algengur. Þó er ekki eins erfltt að hætta við koffín og þú heldur og vel getur verið að þú upp- götvir að þú getur auðveldlega verið án þess. Hvað á að borða: Drekktu koffínfrítt jurtate og í stað súkkulaðis má borða karobstangir. Ekki drekka „decaffeinated" kaffl á meðan á prófinu stendur. 9. próf Slepptu agúrkum, tómötum, vínberjum, rúsínum, kúrennum, vínberjasafa, víni, vínediki, brandíi, kampavíni, möndlum, eplum, appelsínum, apríkósum, kirsuberj- um, plómum, sveskjum, ferskjum, nektar- ínum, berjum, lakkrís, kartöflum, banön- um, kaffl og ananas. Athugasemdb-: í þessum hópi inniheldur fæðan náttúrulega tegund af asperíni. Sum- ir fá óþægileg viðbrögð við þessari fæðu. Mikilvægt: Ef viðbrögð við einhverri fáeðu verða mikil eða þú getur ekki rakið ákveðin viðbrögð til fæðu sem þú ert að neyta ættirðu að hafa sam- band við lækni. Ef þú hefúr áhyggjur af heilsu þinni eða ef þú ert með astina eða sykursýki, með ofinæmi eða tekur lyf ættirðu ekki að taka prófin fyrr en þú hefur ráðfiært þig við lækni. ANNA og UTLITIÐ Fatastíll og litir - Snyrting og Fataval Alla fimmtudaga kl. 18:00 til 22:00 heldur Anna F. Gunnarsdóttir, lita og snyrtifræðingur, námskeið hjá Stjómtækniskóla íslands í framkomu, lita- og Bjóðum saumaklúbbum og starfshópum uppá einkanámskeið. ✓ Stjómtækniskóli Islands Innritun og upplýsingar Vinnur með þér í síma 671466 fatavali. 20. TBL.1991 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.