Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 9

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 9
GURINN FRUMSÝNDUR 5. OKTÓBER: L HEIÐUR AÐ FÁ AÐ IR STJÓRN HRAFNS" NNEVIE SEM FER MEÐ HLUTVERK EMBLU K^vikmyndin Hvíti víkingurinn verður rfrumsýnd í Reykjavík þann 5. október næstkomandi. Myndin er gerð eftir handriti Hrafns Gunnlaugssonar sem Wjafnframt er leikstjóri. Hún kostaði yfir fjögur hundruð milljónir króna og var fjár- mögnuð af Norræna kapalsjóðnum, öllum ríkissjónvarpsstöðvum Norðurlanda og norsk- um einkaaðilum. Hún erframleidd af Filmeffekt A/S í Ósló. Þetta mikla verk verður bæði í formi tveggja og hálfrar klukkustundar bíó- myndar og síðan verður gerður fjögurra stunda myndaflokkur fyrir sjónvarp. Hvíti víkingurinn gerist bæði á Islandi og í Noregi um árið 1000 og segir frá miklum ör- lagaviðburðum í sögu Norðurlandanna og ís- lands - kristnitökunni. Myndin ertekin í báðum löndunum en leikin á íslensku og eru langflest- ir leikararnir íslenskir. Aðalhlutverkin eru í höndum Gottskálks Dags Sigurðarsonar og hinnar norsku Maríu Bonnevie sem leika ungu hjónin Ask og Emblu. Egill Ólafsson fer með hlutverk kristni- boðskonungsins Ólafs Tryggvasonar sem neytti allra bragða til að framkvæma ætlunar- verk sitt. Þess vegna hélt hann hinni ungu brúði, Emblu, í gíslingu á meðan hann sendi Ask til íslands og tjáði honum jafnframt að hann fengi ekki brúði sína aftur fyrr en hann hefði kristnað landsmenn. Á KAFFIHÚSI Á AKERSBRYGGE Það var steikjandi hiti og sólskin þegar tíðinda- maður Vikunnar lenti á Fornebu-flugvelli í Ósló, einn síðustu daganna í ágúst. Hann hafði mælt sér mót við Maríu Bonnevie þann hinn sama dag. Ákveðið var að hittast síðdegis og spjalla yfir kaffibolla á veitingahúsi sem heitir Hannibals Hybel niðri við höfn. Það var sprellandi mannlíf hvarvetna í Ósló þennan dag enda föstudagur og margir snemma búnir að vinna. Niðri við Óslófjörðinn, við hina svo- nefndu Akersbrygge, er mýgrútur af stórum og smáum veitingahúsum og hvarvetna var setið úti við og fólk lét fara vel um sig í góða veðrinu. Við bryggjuna lágu seglskútur og hraðbátar og allt umhverfið iðaði af lífi. Blaðamaður hafði ekki séð Maríu nema á mynd og því fylgdist hann vel með öllum sem komu í námunda við hann, þar sem hann sat við eitt borðanna utan við veitingahúsið, svo hún færi örugglega ekki fram hjá. Fyrr en varði kom hann auga á unga konu sem gekk var- færnislega meðfram fremstu borðaröðinni. Honum varð strax starsýnt á þetta svipmikla andlit, mikla og mjúka hár. - Jú, þetta hlaut að Þangbrandur, krlstnibo&sblskuplnn grlmmi á tali vlð Emblu í einu atriða Hvita víkingslns. 20. TBL1991 VIKAN 9 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.