Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 4
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: GUÐMUNDUR INGÓLFSSON
BORGARLEIKHÚSIÐ SÝNIR LJÓN f SÍÐBUXUM
ÁSTIR ÁN LANDAMÆRA
Eg sit í setustofukrók i Borgarleikhus-
inu, mitt i hringiöunni. Hálfklæddir
leikararnir á hlaupum taka smám
saman á sig endanlega mynd eftir
því sem þeir fara oftar fram hjá mér.
Þegar á líöur taka prímadonnur í anda átjándu
aldar aö gildna verulega um mjaömirnar, pils-
faldar þeirra strjúkast viö dyrastafi og mesta
furða reyndar aö þær sitji ekki fastar í dyrun-
um. Tíminn fram aö rennsli, þaö er æfingar-
flutningi á leikritinu, er farinn aö gerast æöi
knappur og Arni Petur eins og minnir á þaö,
hefjandi upp raust sína.
Á LEIKSÝNINGU AÐ MORGNI
Viö verðum aö fara aö byrja, segir Ingibjörg
Bjarnadóttir sýningarstjóri en Margrét Helga er
eitthvaö í vandræðum meö krínólíniö sitt og
biður um sjö minútur. Tveimur mínútum síöar
gellur viö í kallkerfinu: Viö hefjum rennsli eftir
í fyrsta skipti á stórri leiksýningu klukkan tíu aö
morgni. Nú veröur flutt leikritiö Ljón í síðbuxum
eftir Björn Th. Björnsson.
Rennslið er hafið og drungaleg tónlist bland-
in svipuhöggum dynur meöan Helgi Björnsson
hangir á staur og sviöiö snýst. Helgi leikur ís-
lenskan sakamann sem villst hefur upp undir
pils fulloröinnar konu, óafvitandi um sömu
gjöröir fööur síns fyrir sína tíö. Hann var því
dæmdur til dauða fyrir hórlífi en náðaöur til
ævilangrar fangavistar i Stokkhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Leikritiö gerist á síöari hluta
átjándu aldar og lýsir því þegar almúginn
blandast aölinum í gegnum ástina. Árni Pétur
Guðjónsson leikur herramannsþjón ríkrar
ekkju á miðjum aldri sem nýbúin er aö missa
mann sinn, ríkisstríðsmarskálkinn. Þjónninn
leigir þrælinn úr fangelsinu til aö starfa viö
herragarð ekkjunnar.
MEÐ ALLT NIÐUR UM SIG
Ekkjan ríka, sem leikin er af Margréti Helgu
Jóhannsdóttur, fellir hug til þrælsins enda
greinilega veik fyrir stórum og sterkum karl-
mönnum. Þrællinn rífur sig hvaö eftir annaö úr
skyrtunni og þaö fellur ekkjunni vel í geö. í
einu atriöinu krýpur ekkjan viö fætur hans og
ber smyrsl á sárin. Þá rifjar hún upp þegar hún
sá karlmann fyrst og síöast allsnakinn og svo
fer aö lokum aö Helgi lætur allt flakka niöur um
sig. Svo var aö minnsta kosti á þessari æfingu
en hvort Helgi opinberar nekt sína þegar
leikritiö kemst í sina endanlegu mynd er óvíst
þegar þetta er ritaö. En svo viö höldum okkur
viö þaö sem þarna geröist átti Þórey Sigþórs-
dóttir, sem leikur stofustúlku ekkjunnar, aö
fimm minútur, leikarar komi sér á sina staði!
Þa er bara aö koma sér inn i sal og fá sér sæti