Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 40
. • þeir gátu ekld annað því þegar mótspilarí þeirra við borðið var alltaf brosandi gátv þeir ekki staðist það. Stundum vorum við skellihlæjandi, and- stæðingarnir öðrum megin við skerminn. Þetta létti í raun og veru allri pressu af okkur." „ . . . þaðvarhaftá orði á mótinu að því verr sem gekk þeim mun breiðar hefði ég brosað." við borðið - svona svipað og ríkti á milli Korts- nojs og Jóhanns Hjartarsonar þegar þeir tefldu einvígið um árið. í þetta skiptið gátu Pólverj- arnir samt ekki annað en hlegið og brosað með okkur allan leikinn, meira eða minna. Þeir gátu ekki annaö því þegar mótspilari þeirra við borðið var alltaf brosandi gátu þeir ekki staðist það. Stundum vorum við skellihlæjandi, and- stæðingarnir öðrum megin við skerminn. Þetta létti í raun og veru allri pressu af okkur.“ „Ég á nú bara erfitt með að trúa þessu því ég þekki minn Jón, sem er aldrei hlátur í huga í keppni," segir Elín og er greinilega enn í vafa um málið. „Ég er eiginlega ekki búin að með- taka þetta. Ég var búin aö heyra þá setningu svo oft að þegar maður sé sestur niður við spilaborðið sé enginn maöur vinur þinn. Svo kemur bara allt önnur „taktik" sem gengur upp.“ „Það var haft á oröi á mótinu að því verr sem gekk þeim mun breiðar hefði ég brosað," segir Jón - og brosir. LIÐUR f ÁÆTLUNINNI „Þetta var náttúrlega liður i áætlun okkurog ég var farinn að hafa mjög gaman af þessu því ég taldi þetta okkur f hag. Gunnar Einarsson handboltamaður, sem þjálfaði meðal annars unglingalandsliðið, þrekþjálfaði okkur fyrir Evrópumótið. Hann er mikill sálfræðingur og hefur gífurlegan metnað fyrir íslands hönd þegar íþróttir eru annars vegar. Hann hélt því alltaf fast fram að við ættum að geta unnið hvaða mót sem væri og við yrðum að trúa því. Hann hafði ekki tíma til að hlaupa með okkur í sumar en við hittum hann stundum og hann lagði á ráðin með okkur. Kunningi okkar, einn albesti spilari í heimi, sem var í liði Pakistana, hélt fund með okkur eftir að við unnum okkar riðil. Það sem vakti fyrir honum var að koma okkur niður á jörðina eftir undankeppnina. Hann sagði meðal annars að allir gleymdu því strax hverjir ynnu riðlana - það væri aðeins tit- illinn sem skipti máli. Hann lagði líka á það ríka áherslu að við ræddumst ekkert við á meðan við værum í leiknum. Hann taldi þetta vera góða reglu. Ef til dæmis kæmi upp misskilning- ur í sögnum hjá okkur skyldum við ekki tala um það, ekki nema kannski frammi á gangi f hléi. Við fórum eftir þessu. Hann sagði okkur aö við ættum að geta unnið Bandaríkjamennina, eins og alla aðra á mótinu. „Mótið byrjar hjá ykkur á morgun," sagði hann þegar leikurinn við Bandaríkjamenn var fram undan. Þegar við höfðum unnið þá sagði hann að það hefði bara verið ein æfingin enn, keppnin byrjaði ekki fyrir alvöru fyrr en næsta dag, þegar Svíarnir væru sestir við spilaborðið með okkur. Þegar við höfðum svo unnið þá sagði vinur okkar að allir leikir fram að úrslitaleiknum hefðu verið æf- ingaleikir þvf úrslitin væru það eina sem máli skipti. Þegar við hófum svo leikinn vorum við þess fullvissir að við hefðum verið að æfa fyrir hann síðan í maí og því væri eins gott að klúðra ekki neinu.“ JÓN HRINGIR ALLTAF - Elín, þú fylgdist með þessu af lífi og sál. Hvað vaktirðu mest samfellt á þessum tíma? „Ég vakti nú aldrei heilan sólarhring í senn. Ég fór oft að sofa um níuleytið á kvöldin og vaknaði aftur klukkan tólf. Þá fylltist allt niðri í Bridgesambandi og það var mikið um að vera. Síminn var alltaf að hringja. Fólk virtist hafa látið vekjaraklukkuna vekja sig um miðjar næt- ur til þes að geta hringt niður eftir til að spyrja hvernig strákunum gengi. Við Jón töluðumst svo við á hverjum einasta degi. Jón hefur alltaf haft það fyrir reglu þegar hann er í útlöndum að hringja í mig daglega. Mér þykir það góð til- finning. Þegar maður fer að hugsa til baka, meðan undirbúningurinn var í gangi, þá var svo mikið að gera hjá okkur báðum að við rétt hittumst og töluðum svipað mikið saman og við gerðum síðan í síma þessa daga meðan keppnin stóð yfir.“ - Hvernig sváfu liðsmenn sveitarinnar með- an á keppni stóð? „Við sváfum bara vel. Við fáum okkur svefn- töflu ef við þurfum á þvi að halda. Læknarnir segja að best sé að sofa eðlilega, næstbest sé að sofa með aöstoð lyfja en verst sé að sofa alls ekki neitt. Ég er þó ekki að segja að við tökum allir svefntöflur að staðaldri. Menn taka þetta einungis þurfi þeir þess með. Ég tek til dæmis alls ekki töflu á hverju einsta kvöldi. En við sofum allir og það er alveg nauösynlegt, ætli maður að ná einhverri einbeitingu." „Það er líka mjög gott að menn séu búnir að gera sér grein fyrir þessu öllu fyrir keppni," segir Elín. „Þeir eru ekki að taka neina sénsa.“ Þeir vita að stundum þurfa þeir á svefnpillu að halda til þess að vera ekki að vaka heila nótt í þeirri von að þeim takist nú að sofna innan tíðar. Það er svo önnur saga að um leið og 36 VIKAN 22. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.