Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 46
TEXTI OG MYNDIR: ÓLAFUR PÉTURSSON
Þegar vandamál eru til staöar í mínu
lífi er ég á heimavelli. Enginn er
jafnfær og ég aö fást viö vandamál,
hvort sem er í sambandi mínu við
maka, ættingja, vinnufélaga eöa
vini og kunningja (ég á ekki börn). Þegar ég
síðan sé fram á aö vandamálunum fer eitthvaö
fækkandi geri ég mér lítið fyrir og bý til fleiri -
ómeðvitað aö sjálfsögöu.
Samnefnarinn í öllum þeim vandamálum
sem ég fæst viö er aö þetta eru vandamál ann-
arra. Ekki mín eigin. (fyrstu hólt ég að ég heföi
engin vandamál en staðreyndin reyndist síöan
sú að ég neitaði aö horfa í eigin barm og ein-
beitti mér þess í stað að börnum annarra,
svona til þess aö forðast raunveruleikann.
I huga annarra er ég heilbrigður og öllum til
fyrirmyndar. Hress og kátur á almannafæri og
allir hafa unun af því aö vera í kringum mig og
bera upp við mig sín vandamál. Ég kem aö
AÐVERAHÁÐ
VANDAMÁLUM
sjálfsögöu upp meö lausn á vandamálinu,
peppa liöiö upp og hvet til bjartsýni á lífið og til-
veruna. Hinum líöur miklu betur og mér líður
miklu betur yfir því að öðrum skuli líða betur.
Þetta er vítahringurinn sem ég er fastur í:
Mér líður betur þegar öörum líöur betur. Meö
öðrum orðum: Ég er ekki fær um aö láta mér
líða vel nema ég láti öörum líða vel fyrst. Ef öll-
um líður vel f kringum mig (nema mér) fer ég í
panik. Ég helst ekki viö. Ekkert vandamál.
Hvernig á ég að láta mér líða betur? Jú, búa til
vandamál auövitaö! Sannfæra fólkið um að því
líði ekkert vel. Þá hefst neðanjarðarskemmd-
arverkastarfsemin. Ég er snillingur í þessu. Á
yfirborðinu virkar þetta sem góðsemi og um-
hyggja. Lóa vinnufélagi minn verður fyrst fyrir
barðinu á mér.
Ég: Hvernig hefur maðurinn þinn það? (Við
Lóa höfum í gegnum tíðina átt margar góðar
vandamálastundir saman þar sem við ræddum
vandamálið: Eiginmaðurinn.)
Lóa: Fínt, þakka þér fyrir.
Ég: Og börnin?
Lóa: Ágætt, nema Kalli litli er búinn að vera
lasinn. Hann er með í eyrunum.
Ég: Það var leitt að heyra. (Ég veit ekkert um
börn og barnasjúkdóma þannig að ég læt hér
við sitja. Ég er alla vega búinn að minna þessa
manneskju á að þaö er vandamál í lífi hennar.
Það getur komið sér vel seinna.) Jæja, ég þarf
að drífa mig, segi ég og leita uppi næsta fórn-
arlamb: Sigurður forstjóri.
Sigurður hefur að sjálfsögðu haft miklar
áhyggjur af rekstri og peningamálum fyrir-
tækisins og oftar en ekki hef ég stappað í hann
stálinu, sagt að þetta sé bara tímabundið á-
stand og sannfært hann um að bjartsýni leysi
öll vandamál. Og núna horfir allt til betri vegar.
Nóg að gera og kúnnarnir borga. Hvað geri ég
þá? Ég byrja á því að gefa honum þetta
SAGA AF ENGLI
augnaráð sem gefur til kynna aö ég hafi eitt-
hvað að segja en vilji ekki hafa orð á því. Hann
bítur á agnið og dregur mig afsíðis.
Sigurður: Þú hafðir alltaf rétt fyrir þér, kunn-
ingi. Ég ætla að launa þér fyrir alla hjálpina
sem þú hefur veitt mér, segir hann og dregur
fram tékkheftið, skrifar feitan tékka og réttir
mér. Ég fer í panik. Ég þrífst ekki í velgengni.
Ég: Nei, Sigurður, ég get ekki tekið við
þessu.
Sigurður: Svona, ég hlusta ekki á þetta.
Taktu við þessu. (Tékkinn gengurfram og aftur
á borðinu á milli okkar með tilheyrandi þrasi í
nokkra stund. Á endanum held ég á tékkanum.
Auðvitað vildi ég tékkann. Ég er bara ekki fær
um að þiggja nokkurn skapaðan hlut frá
öðrum.) Þú átt þetta inni hjá mér. Þú hefur unn-
ið fyrir mig kauplaust við bókhaldið á kvöldin
þegar kreppti að. Nú er betri tíð.
Ég: Já. Við skulum bara vona að Guð gefi að
sú tíð haldist, segi ég. Með þessu er ég að
koma því inn hjá honum að hann skuli ekki láta
sig dreyma um að þessi „betri tíð“ sé eitthvert
eilífðarástand. Sigurður hafði snúið á mig.
Á slaginu fimm rýk ég úr vinnunni. Fer niðrí
bæ og kaupi á mig tvo boli og föt á kærustuna
fyrir allan afganginn af peningunum. Ég sá
ekki neitt annað sem mig langaði í (taldi ég
sjálfum mér trú um en í raun var mér lífsins
ómögulegt að eyða þessu í sjálfan mig. Ég átti
það ekki skilið).
Þetta var líka ein af mínum brellum til að búa
til vandamál. Samband mitt við kærustuna
hafði verið of gott upp á síðkastið og enginn
sjáanlegur endir á því „ófremdarástandi". Ekki
fyrr en nú. Ég held heim á leið glaður í bragði.
Kærastan verður yfir sig hrifin af fötunum.
Ekki bjóst ég við öðru. Hvar fékkstu pening?
spyr hún síðan með áhyggjuhrukkur á enninu.
Hún tekur gleði sína á ný þegar ég segi henni
hvaðan peningurinn kom. Hún mátar fötin og
dansar af ánægju. Það þyrmir yfir mig. Hún
virðist ekki ætla að falla í gildruna mína. Hún
hleypur upp um hálsinn á mér og kyssir mig í
bak og fyrir. Mér finnst það óþægilegt en ég
þykist vera ofsaánægður líka. En kærastan
mín er mjög næm og finnur víbrana sem ég er
að senda út. Hún fattar að vísu ekkert að þeir
koma frá mér heldur staðnæmist hún ósjálfrátt,
lítur í augun á mér og segir: Keyptirðu ekkert
handa þér?
Það ætlar allt að verða vitlaust af fögnuði
innra með mér. Hún hafði fallið fyrir bragði
mínu! Ég læt samt á engu bera. Jú, jú. Ég
42 VIKAN 22. TBL.1991