Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 26

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 26
■ Ég var orð- in 45 ára þegar við Guðmundur fórum að búa saman og við gift- um okkur þremur árum síðar. Við unnum saman á tónlistar- deildinni, þar kviknaði neistinn og ástin hefur sannarlega ekki minnk- að með ár- unum. um í kaffitímanum um helgar og fyrr en varði vorum við komin á þeyting út um allt. Um skeið söng ég svo með Marsbræðrum en þeir tóku einmitt undir með mér í laginu um Sveinka skó. Á þessum tíma var Karl Billich með eigin hljómsveit og svolítið söng ég með henni. Ég söng orðið eitthvað smávegis með flestum eða öllum starfandi danshljómsveitum á þessum tíma. Svona kom þetta koll af kolli. Þess má geta að um þetta leyti las Helga Valtýsdóttir leik- kona Bangsimon í útvarpið. Hún fékk mig til að raula lögin sem lestrinum fylgdu og spila undir á gítar. Upp úr því fór ég að syngja inn á plötur. Þetta kom allt saman einhvern veginn af sjálfu sér. Kannski er það þess vegna sem ég hef ekki ennþá gefið sönglögin mín út á nótum, af því að ég hef alltaf verið að bíða eftir því að það gerðist af sjálfu sér.“ BIÐU í PÖÐUM EFTIR EIGINHANDARÁRITUN „Tage Ammendrup, sem er jafnaldri minn, var með Drangeyjarútgáfuna á þessum árum. Auk þess sem hann gaf út hljómplötur var hann duglegur við að halda miðnæturskemmtanir og revíukabaretta út um allt land. Þar komu fjölmargir söngvarar, hljómsveitir og aðrir skemmtikraftar fram. Mér fannst ávallt sérstak- lega skemmtilegt að koma norður á Akureyri. Þá beið eftir mér sægur af börnum og ungling- um sem báðu mig um eiginhandaráritun. Akur- eyri var og er skemmtilegur bær og það var alltaf ævintýri að koma þangað." Þú hefur gjarnan samið og sungið barnalög inn á plötur, eins og Aravísur sem öll börn kunnu og mörg læra enn. „Þótt ég eigi engin börn sjálf hef ég alltaf haft gaman af því að vinna með yngstu kynslóð- inni. Mér hefur þótt leiðinlegt hvað lítið hefur verið gefið út af góðri tónlist handa börnum því þau eru þakklátustu áheyrendurnir og ákaflega móttækileg og fljót að læra lög og texta. Ara- vísur komu út á plötu 1953 og Hin fyrstu jól ári seinna. Það lag útsetti ég sjálf fyrir hljómsveit - flautu, fagott, horn, gftar, fiðlur, bassa og fleiri hljóðfæri. Ég fékk nokkra hljóðfæraleikara úr Sinfóníunni til að leika undir. Ég stóð á bak við hlera í útvarpssal og reyndi að stjórna hljóm- sveitinni um leið og ég söng. Það var mikið í húfi því menn voru alltaf að flýta sér og höfðu ýmsu öðru að sinna. Ekkert mátti fara úrskeið- is því ekki var hægt að endurtaka flutninginn. Hann varð helst að heppnast í fyrsta sinn. Á þessum tíma var ekki einu sinni komið segul- band og því var þetta tekið upp beint á lakk- plötur sem voru dýrar og því ekki vinsælt að láta þær fara til spillis." Þú samdir líka lög í heilan barnasöngleik, ekki satt? „Jú, hann hét Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og var sviðsettur í Þjóðleikhúsinu 1965-1966. Lögin voru tuttugu talsins. Þrjú þeirra komu út á plötu ásamt jafnmörgum barnalögum öðrum. Á tímabili notaði ég frí- stundirnar til þess að skrifa barnaleikrit. Þau urðu sjö og voru flutt í útvarpinu - eitt þeirra meira að segja í Svíþjóð. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa fyrir börn - en sneri mér hins vegar frá því vegna þess að barnastarf er svo vanmetið á fslandi." TÓK TÓNLISTINA FRAM YFIR GIFTINGU OG BARNEIGNIR Þú hefur ekki ætlað þér að eignast börn sjálf? „Nei, ég tók starf mitt og tónlistina fram yfir það aö gifta mig og stofna heimili. Mér fannst ég ekki geta verið í vinnu og skilið börnin mín eftir f pössun einhvers staðar. Ég sá mig ekki heldur í því að þjóna tveimur herrum, tónlist- inni og fjölskyldunni. Einhvern veginn var hugsunarhátturinn slíkur þegar ég var ung. Hann hefur mikið breyst síðan og nú þykir þetta ekki lengur neitt tiltökumál. Ég var orðin 45 ára þegar við Guðmundur fórum aö búa saman og við giftum okkur þremur árum síðar. Við unnum saman á tónlistardeildinni, þar kviknaði neistinn og ástin hefur sannarlega ekkert minnkað með árunum. Við eigum mjög margt sameiginlegt og áttuðum okkur snemma á því.“ Hefurðu tölu á þeim lögum sem þú hefur sungið inn á plötur, bæöi eigin og annarra? „Nei, ekki hef ég það. Mörg þeirra komu út á tveggja laga plötum og þá var kannski annar söngvari á hinni hliðinni. Ég gæti trúað að lögin væru í kringum tuttugu talsins. Það lag frum- samið, sem mér finnst hafa tekist best hjá mér, hefur samt aldrei komið út á hljómplötu. Ég söng það fyrst '56 með sinfóníuhljómsveit Jans Morevek á skemmtun í Austurbæjarbíói. Ég söng það líka í Bandaríkjunum sama ár við undirleik áttatíu manna hljómsveitar. Á ensku hét það My Heart Is Yours Alone. Löngu síðar gerði ég íslenskan texta við það sem ég til- einka manninum mínum, Guðmundi Jónssyni, Hjarta mitt átt þú einn.“ FRÓN í STAÐ FRvEGÐAR „Ég lenti í heilmiklu ævintýri með þessu tónlist- arfólki frá Bandaríkjunum. Þetta var kór og hljómsveit Georg Washington- háskóla. Ég átti þátt í að undirbúa heimsókn þeirra hingað til lands en þau höfðu verið á tónleikaferð um Evrópu og ég var þeim lítillega innan handar. Kórfélagarnir buðu mér út til sín. Ég þáði boðið með þökkum, hélt vestur um haf í sumarfríinu og dvaldi þar í tvo mánuði. Helj- armikil dagskrá hafði verið skipulögð fyrir mig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.