Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 49
Annað dæmi: Einstaklingur, sem afneitar raunveruleika annarra, kemur til með að af- neita raunveruleika barnsins síns. Það leiðir af sér einstakling sem afneitar sínum raunveru- leika vegna þess að pabbi og/eða mamma af- neituðu raunveruleika barnsins og sögðu því að hann væri rangur. Hann eignast barn sem afneitar raunveruleika annarra vegna þess aö það elst upp við að raunveruleiki pabba og/eða mömmu er rangur. Og: Einstaklingur sem lætur vaða yfir sig elur upp börn sem vaða yfir aðra og þau ala upp börn sem láta vaöa yfir sig... Það þarf einbeitni og að lesa þetta nokkrum sinnum yfir til að grípa þetta. Þetta er að sjálf- sögðu ekki alveg svona einfalt. Inn í þetta spil- ar líka makinn sem einstaklingurinn velur sér (sem oftast er á einhvern hátt eftirmynd for- eldris af gagnstæðu kyni) og hvort foreldrið barnið velur sér sem fyrirmynd. Það er ekki síst sú fyrirmynd sem foreldrarnir eru fyrir barnið, frekar en það sem þeir segja við barnið, sem hefur áhrif á hvað það tileinkar sér. Börn eru góðar eftirhermur en misgott námsfólk (sérstaklega þegar foreldrarnir segja eitt við börnin en gera sjálfir annað). Aö vera vandamálaháður er síðan blanda af ýmsu þessu eða öllu saman, aö hluta eða heild. Maður getur til dæmis verið fær um að setja sér persónuleg mörk á heimilinu en ófær um það á vinnustað, verið fullfær um að sjá um fullorðinsþarfir sínar en ófær um að tjá og upp- lifa veruleika sinn. Loks birist þessi blanda þannig hjá vanda- málaháðum í samskiptum sínum við sjálfan sig og aðra: íhlutunarárátta: Þörf fyrir að hlutast til um og stjórna lífi annarra til að mæta eigin þörfum. Andleg líðan er undir því komin að einhver annar hagi sér á einhvern sérstakan hátt. Dæmi: Ekki gera þetta svona. Ég þoli það ekki. Gremja: Þörf fyrir að kenna öðrum um (og refsa fyrir, beint eða óbeint, meðvitað eöa ó- meðvitað) hvernig komið er fyrir sjálfum sér. Dæmi: Ég væri betur staddur ef hún væri ekki eins og hún er. Ég gat ekki gert það sem ég vildi vegna þess að hann vildi það ekki. Brengluð eða engin tengsl við æðri mátt- arvöld: Hverjum einstaklingi er eðlilegt að trúa á mátt sem er máttugri en þeirra eigin. Foreldr- arnir taka gjarnan að sér hlutverk æðri máttar- valda með því að þykjast í stað þess að viður- kenna ófullkomleika sinn og hvetja barnið til að finna tengslin við sinn eigin æðri mátt. Æðri máttur er lykillinn að frekari þroska. Flótti frá raunveruleikanum: Þörf fyrir áfengi, deyfilyf, andleg eöa líkamleg veikindi til að forðast eigin raunveruleika. Skert einlægni: Erfiöleikar við að opna sig af einlægni með öörum og að hlusta á aðra tjá sig um sjálfan sig. Hér er átt við einlæga tján- ingu þar sem maður gerir grein fyrir sínum eig- in raunveruleika - hugsunum og tilfinningum - en ekki hvernig aðrir eru, hvernig aðrir hafa það, hvað aðrir eigi að gera, hvað aðrir eru að gera manni o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv... Ég efa ekki að þú þekkir fullt af fólki í kring- um þig í þessum lýsingum en þekkir þú sjálfa/n þig? Ef ekki skal ég gefa þér eina vísbendingu: Þar sem þú misstir einbeitnina við lestur grein- arinnar (eða þar sem þú hættir að lesa og flettir áfram - en þá værir þú ekki að lesa þetta), skildir hvorki upp né niður eða sást ekki sam- hengið í því sem ritað var, þar hittir þú sjálfa/n þig fyrir. I KAPPHLAUPI VH> KLUKKUNA OG SJÁLFAN SIG Vekjaraklukkan hringir, þú þýtur á fætur! í gær varstu þrettán mínútur og þrjátíu sekúndur að komast út úr dyrunum og á mettíma í vinnuna. Keppirðu svona við klukkuna á hverjum morgni og finnst þú ekki hafa tíma til neins? Þjáistu af streitu? Ef svo er gætu eftirfarandi leið- beiningar gagnast þér þannig aö þú tapar fyrir klukkunni en sigrar sjálfa(n) þig. Ef þú kannast við að þurfa alltaf að flýta þér, án þess að þurfa þess í raun, skaltu setj- ast niður og ígrunda stööuna. Flýtir verður til þess að hjartsláttur eykst og þar með blóðþrýstingur. Streitueigin- leiki líkamans er eins konar neyðarráðstöfun sem hann grípur tii þegar þörf krefur og notartil þess mikla orku. Þetta gerir það að verkum að meðan neyðarástand stendur yfir þreytist líkaminn umfram það sem honum er eðlilegt. Ef við lýsum yfir þessu neyðar- ástandi strax þegar við vöknum eigum við á hættu að vera orð- in þreytt um leið og við mætum til vinnu. Kíkjum nú á nokkrar aðferðir sem geta hjálpað okk- ur við að sjá í gegnum sjálf okkur þannig að við lýsum ekki yfir neyðarástandi að óþörfu. UPPHITUN FYRIR VINNU Fyrst er hið augljósa, aö stilla vekjaraklukkuna á hringingu aðeins nokkrum mínútum fyrr. Síðan gæti verið sniðugt að taka sér eitthvað það fyrir hendur sem manni þykir skemmtilegt að gera en maður gerir aö öllu jöfnu ekki á morgnana. Með öðrum orðum, það ætti að vera í lagi að vera svolítið góður við sjálfan sig á morgnana, á annan hátt en þann að sofa örlítið lengur. Þegar komið er til vinnu er gott að hafa góða yfirsýn yfir þann anda sem þar ríkir og finna sig í honum, ekki reyna að streit- ast á móti. Þetta mætti kalla sálgreiningu á vinnuumhverfi. Á vinnustað gæti síðan verið heppilegt að róa sig niður áður en byrjað er að vinna, ekki með tveimur kaffibollum held- ur á einhvern þann hátt sem sálinni líkar. Róleg tónlist kemur vel til greina fyrir þá sem hún hentar en hvað sem hefur róandi áhrif kemur til greina. Ein leið til að losna við að minnsta kosti eitthvað af streit- unni er að þekkja sjálfan sig og líkamsstarfsemina, vita hvernig orkustöðvar líkamans vinna og hvenær virkni þeirra er mest. Gott ráð til að finna út úr þessu er að halda dagbók, til dæmis um vikuskeiö, þar sem skráð eru helstu tímabil sem fundið er fyrir góðri ein- beitingu eða miklu orkuflæði. Gerðu þér góða grein fyrir til- gangi vinnu þinnar og settu þér markmið því án velgengni og ánægju í starfi getur streita náð á þér taki. Þá er gott ráð aö skipuleggja einhvern hluta dagsins, til dæmis frá klukkan níu til hádegis. Ekki er endi- lega ráðlegt að skipuleggja til lengri tíma þar sem margt get- ur komið upp á í dagsins önn sem setur skipulagið úr skorð- um og þá er jafnvel komið tækifæri til aö ergja sig á því og úr veröur streita. AÐ NÁ SÉR NIÐUR Það er ámóta nauðsynlegt að ná sér niður eftir vinnu eins og að teygja eftir likamsræktar- æfingu - að ná líkamanum niður í eðlilegt ástand. Til dæmis getur verið ágætt að hinkra aðeins eftir að venju- legum vinnutíma lýkur og ganga frá málum þannig að þau séu ekki að hamra á hug- ann eftir að heim er komið. Það er nefnilega ekkert betra að flýta sér heim heldur en flýta sér til vinnu. í leiðinni má nota tímann til að líta yfir dag-' inn og skoða hvað morgun- dagurinn ber i skauti sér. Síð- an er gott ráð - ef nauðsyn ber til að taka vinnu heim með sér - að taka þá ekki meira en svo að séð verði fram á aö klárað verði. Eftir að heim er komið er ágætt að láta aðeins líða úr sér áður en maður tekur sér eitthvað fyrir hendur, nota til dæmis fimmtán mínútur í það, ekki of lengi samt. Síðan reyn- ist göngutúr mörgum gagnleg- ur, hreint loft og ferskur hugur gerir öllum gott. Að göngutúrn- um loknum er tilvalið að fara í frískandi bað. Tilbreyting er eitt af því sem ráðlagt er. Að brjóta upp fast- mótaö mynstur kvöldstunda getur ef til vill verið erfitt en það er gott til að dreifa hugan- um. Aö lokum má skjóta fram einni af þeim mörgu aðferöum til slökunar sem litið hafa dagsins Ijós síðan maðurinn uppgötvaði streituna. Prófiö að nudda þumlunum við miðj- ar stóru tærnar, það getur haft róandi áhrif á hormónastarf- semi líkamans. En hvað sem öllum aðferðum líður þá er megininntakið þetta: Aldrei að flýta sér að óþörfu heldur líta aðeins í eigin barm og íhuga sinn gang. Það hjálþar að hlusta á líkamann og sálina því saman vinna þau gegn óþarfri streitu. 22. TBL. 1991 VIKAN 45 TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.