Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 12
finningum í eigin brjósti sem tengjast hverju hlutverki fyrir sig. Og þá er rétt að það komi fram að hlutverkin eru öll jafnstór; það reynir mikið á alla leikarana. En þú spyrð um vinsældirnar; ég býst við að Stálblóm njóti svona mikilla vinsælda vegna þess hve snilldarlega er tekið á því að vera mannvera - frá mörgum sjónarhornum en alltaf af næmi og skilningi." - Er þetta ef til vill dæmi- gert kvennaleikrit? Þórunn Magnea lítur undr- andi á spyrilinn. „Nehei, svo sannarlega ekki! Karlmenn njóta þessa verks ekki síður en konur; þetta segir svo margt um mannleg samskipti. Og konurnar koma allar með mennina sína, hver á sinn hátt, í farteskinu á hárgreiðslu- stofuna og við kynnumst þeim í gegnum samræðurnar." - En flytja Stálblómin okkur boðskap? „Ja, hér er fjallað um aö vera manneskja á ýmsum aldri, með tilfinningar og lífs- baráttu, en boðskapurinn er á fleiri en einu sviði eða tveimur og það má líka búast við að leikhúsgestir finni hver og einn „sína“ persónu á sviðinu, þannig að út úr leikhúsinu gætu í sýningarlok farið að minnsta kosti sex ólíkir hópar. sex hópar hver með sína sérstöku upplifun af verkinu, ef ekki fleiri." - Nafnið Stálblóm, hvað- an kemur það? „Robert Harling, höfundur- inn, fann þetta nafn þegar hann var viðstaddur jarðarför á heimaslóðum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Karlmennirnir lega dauður maður sem ekki gæti fundið til samsvörunar við eitthvað sem fram fer á sviðinu og jafnframt skemmt sér yfir kostulegum tilsvörum og uppákomum. Að minnsta kosti sat hann til skiptis með tárin í augunum og kitlandi hláturfiðr- ing í maganum, þessa stund á hárgreiðslustofunni með þeim stallsystrum. Það er Þórunn Magnea Magnúsdóttir sem leikstýrir verkinu og er auðséð að þar er stjórnin í hlýjum og næmum höndum, sem kunna til verka, enda hefur Þórunn Magnea víða komið við á þrjátiu ára ferli sínum sem leikhúsmaður, þó þetta sé í fyrsta skipti sem hún leikstýrir atvinnuleikurum. En hvað finnst henni um Stál- blómin? „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst verk um afar mannleg ar manneskjur, hlýjar og góðar, þó hver sé vissulega með sínu sniði. Ég býst við að allir geti fundið eitthvað sem þeir þekkja í þeim. Þarna sjá- um við Shelby (Vilborg Hall- dórsdóttir) sem berst við að vera sjálfstæð og lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, Klöru (Bryndís Pétursdóttir) sem reynir að halda áfram að taka þátt í lífinu og vera ánægð þrátt fyrir missi manns- ins sem hún var mjög tengd og Lynn, móður Shelby (Þórey Aðalsteinsdóttir), praktíska, skynsama konu með stálvilja, þó ekki fari hún offari. Og svo er það blessunin hún Annella (Þórdis Arnljótsdóttir), örygg- islaus og svolítið klaufsk stúlka sem á sína einka- tragediu en lendir undir vernd- arvæng fastagesta stofunnar. Louisa (Sunna Borg) er stór í sniðum og hryssingslegri en allt sem hryssingslegt er - en með gullhjarta og siðast en ■ „Eg hef fengið alveg óskaplega mikið út úr þvi að vinna með þessum yndislegu konum,“ segir Þórunn Magnea. ekki sist er hún Trúví hár- greiðslukona (Hanna María Karlsdóttir) sem byggir sinn bisniss á því að meöfædd feg- urö sé ekki til! Trúví er sterk, hugrökk og ákaflega bjartsýn þrátt fyrir erfitt starf og heldur deyfðarlegar heimilisaðstæð- ur. En þetta eru allt alveg dýr- legar konur - mínar konur," segir Þórunn Magnea og brosir. - Ef þú værir nú beðin að ■ „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst verk um afar mann- legar manneskj- ur, hlýjar og góðar, þó hver sé vissulega með sínu sniði.. skilgreina Stáiblóm, um- fjöllunarefnið og hvað veld- ur þeim miklu vinsældum sem það hefur notið og nýtur? „Ja, þetta er alveg yndislegt verk, bráðfyndið og skemmti- legt en þó með þungri undir- öldu. Þetta er verk sem fær mann bæði til að hlæja og gráta. Þetta er líka verk sem gerir miklar tilfinningalegar kröfur til leikendanna sem komast ekki hjá að vinna út frá eigin upplifunum og þeim til- grétu en konurnar, þessar fín- legu, kvenlegu konur, höfðu í raun staðið fyrir öllu sem gera þurfti. Þær stóðu þarna fínleg- ar eins og veikbyggð blóm sem þó ekkert fær bugað að fullu. Stálblóm." - Og íslenskir karlmenn - gætu þeir haft ánægju af verkinu, jafnvel kynnst ein- hverjum nýjum hliðum eða dustað rykið af einhverju sem gleymdist í dagsins önn? „Alveg tvímælalaust - ég fullyrði að þetta verk er sann- arlega fyrir bæði kynin. Nú og fyrir utan boðskap og þunga undiröldu er þetta alveg drep- fyndið á köflum; enginn þarf að óttast að lífsins táradalur gefi tóninn." - Hvernig er að setja upp verk þar sem allir leikend- urnir eru konur? „Því er nú auðsvarað. Þetta hefur verið aiveg yndislegt. Ég hefði ekki getaö fengið betra fólk að vinna með; hópurinn hefur verið afar samstilltur og verulega góður andi hjá okkur, enda held ég að við höfum notið þessarar samvinnu. Að minnsta kosti hef ég fengið af- skaplega mikið út úr því að vinna með þessum elskulegu leikkonum. Þær eru allar alveg spes fyrir mér. Aðrir sem tengjast sýningunni hafa líka vissulega lagt sitt af mörkum til að gera vinnuna verulega ánægjulega og gefandi." Það var ekki unnt að efast um þessi orð Þórunnar Magn- eu þegar fylgst var með æf- ingu og setið með leikurum og leikstjóra í kaffistofunni. And- inn var þrunginn samkennd, samvinnu og hlýju og rótarleg- ur blaðamaður gat ekki þrátt fyrir ítrekaða leit að hinni frægu „leikhúsafbrýðisemi" fundið svo mikið sem andblæ af henni í hópnum. - Hvernig er það fyrir þaulreynda leikkonu frá Þjóðleikhúsinu að koma norður yfir heiðar (eins og nú er hvað mest i tísku að segja!) og stíga á fjalirnar í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri? „Þetta hefur verið alveg yndislegt," segir Bryndís Pét- ursdóttir sem leikur Klöru, ekkju fyrrum bæjarstjóra. „Það hefur verið alveg stórkostlegt að vinna að þessu, fá að vinna með þessum frábæru konum á öllum aldri; svona ferskum og frískum öllum. Og húsið hérna,“ hún Ijómar, „það er al- veg sérstakur kafli út af fyrir sig. Það er svo gott að vera hér innan dyra. Nei, það er ör- 1 2 VIKAN 22. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.