Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 7
að röðin komi að sér. Hún virðist hlédræg með
afbrigðum og vill helst að einhver annar lýsi
bakgrunni hennar og menntun. Hún lætur þó
undan síga og segist vera fædd Reykvíkingur
og stúdent frá gamla Kennaraskólanum. „Síð-
an fór ég til Ítalíu og lærði leikmynda- og bún-
ingahönnun sem var þriggja ára nám og tók
síðan eitt ár til viöbótar fyrir lokaritgerð.
Eftir að námi lauk slóst ég í för mað ítalsk-
frönsku farandleikhúsi og var með því í þrjú ár.
Þarna settum við upp tvö til þrjú verk á ári og
ég var bókstaflega í öllu, auk þess að setja
upp leikmyndir. Svo kom það fyrir að ég tók
þátt í leiksýningunum þannig að öll mín orka
fór í þetta leikhús," segir Hlín en bætir við að
þar hafi hún öðlast mjög dýrmæta reynslu.
KYNNTUST í IÐNÓ
Hlín kom síðan heim fyrir fimm árum og fór
fljótlega að vinna á auglýsingastofu þar sem
hún var í eitt ár. En svo fór að leiðir Hlínar og
Ásdísar lágu saman í Iðnó þar sem þær,
ásamt þremur öðrum konum, settu upp sið-
asta leikritið sem þar var sýnt, Ferðina á
heimsenda. Þetta var rétt fyrir áramótin 1988-
1989 og síðan hefur Hlín verið á fullu í sínu
fagi.
HUGSANLEGA HUGSANLEGAR
„Ég hef varla farið annað en inn og út um leik-
húsdyr síðan," segir Hlín og Ásdís segir hana
hafa keypt sér íbúð fyrir tveimur árum og þrátt
fyrir að Hlín sé leikmyndahönnuður og snilling-
ur á sínu sviði hafi hún enn ekki getað ákveðið
hvernig gardinurnar eigi aö vera. „Já,“ sam-
sinnir Hlín, „ég er ennþá með gardínurnar sem
voru í íbúðinni þegar ég keypti hana." Og
Ásdís bætir við: „Hún er búin að hugsa hvernig
hugsanlegt sé að gardínurnar geti hugsanlega
orðiö, það er allt og sumt!“ Og nú er svo komið
að hvorug getur varist hlátri.
„KRRRÆST!“
Spáir búningahönnuðurinn mikið í eigið útlit?
„Nei, ekki mitt eigið enda elti ég enga tísku og
er mjög lítiö fyrir að berast á í klæðaburði sjálf.
Mér er þó alls ekki sama um hvernig ég er til
fara,“ segir Hlín og hér skýtur Ásdis inn sögu
af því þegar hún var að taka viðtöl við leik-
mynda- og búningahönnuði vegna leiksýning-
ar. „Sko, Hlín kom inn og ég vissi þá ekki að
hún væri aö koma af hestbaki og hugsaði bara
með mér „krrræst" (sem í lauslegri þýðingu
gæti hljómað eitthvað á þessa lund: Guð minn
almáttugur), hvílík fatasamsetning á einni
manneskju. Náttúrlega kom í Ijós þegar hún
opnaði möppuna sina að litagleðin, sem hún
sparar við sjálfa sig, birtist í verkum hennar."
Síöan hefur Hlin hannað búninga og leik-
myndir fyrir verk eins og Hótel Þingvelli og
1932 sem bæði voru sýnd á stóra sviöinu í
Borgarleikhúsinu og Ég er meistarinn, á litla
sviðinu, auk þess sem hún sá um þá hlið I
Súrmjólkurþorpi sem gengur enn. Þá hefur
Hlín gert leikmyndir tveggja sýninga Nem-
endaleikhússins og einnig gerði hún leikmynd-
ina í Palla og Palla fyrir íslenska dansflokkinn.
Undirbúningur fyrir stórt verk eins og Ljón i
síðbuxum hlýtur að vera langur og strangur.
„Já, við Ásdís fórum til Danmerkur í sumar til
að skoöa sögusviö verksins."
ENGIN SKEMMTIFERÐ
„Ásdís skipulagöi þarna hvern einasta dag þar
sem við skoðuðum söfn og byggingar og hitt-
Kjaftakerlingar eða hefðarfrúr, hvort heldur sem er, þá berast þær mikið á og hafa gaman af því að
skiptast á skoðunum. F.v.: Saga Jónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir.
um margt fólk sem gat sagt okkur heilmikið um
siði við hirðir konunga og þess háttar," segir
Hlín og ráða má af orðum hennar að Ásdís
hefur þarna ekki verið að skipuleggja neina
skemmtiferð. Ásdís tekur nú við þar sem Hlín
sleþpir orðinu: „Við fórum meðal annars í
Rósinborgarhöll, kastala og hallir og fengum
tilfinningu fyrir lifnaðarháttum kóngafólksins,
auk þess sem við fórum þangað sem Stokk-
húsið stendur og gengum leiðina sem Guð-
mundur Pantaleonsson gekk til frú Numsen."
Hugmyndirnar að búningunum sækir Hlín í
bækur en blandar heimildirnar síðan með eigin
tilfinningu.
RAUNVERULEGAR PERSÓNUR
Leikritið byggir á einni sögunni í heimilda-
skáldsögu Björns Th. Björnssonar, Haustskip,
þar sem Guðmundur Pantaleonsson var í raun
til og hann framdi blóðskömm sem hann nátt-
úrlega gat ekki vitað að átt hefði sér stað.
Grunnatriöi sögunnar eru því sönn þó leikritið
byggist á skáldverki Björns Th. Ýmsar aðrar
persónur eru einnig raunverulegar, gott ef ekki
allar. Þaö er þó ekki aðaiatriðið hér. Það sem
eftir stendur að lokum er leikritið í þeirri mynd
sem þær stöllur hafa dregið upp eftir handriti
Björns.
Leikmyndin er mjög einfölduð miðað við
upplifun þeirra á aðstæöum í Danmörku. Hlín
lýsir þessu þannig: „Maður hefur leyfi til aö búa
eitthvað til frá upphafi til enda þar sem lögmál
leikritsins ræður og því leitar maður að ein-
hverju grunnformi sem gengur upp innan
þess.“
AUÐVITAÐ VERÐA ÁREKSTRAR
Að lokum skulum við aðeins skyggnast inn í
samstarfsheim þessara tveggja kvenna. Verða
aldrei neinir alvarlegir árekstrar milli þeirra -
átök? Ásdís segir þær vera mjög ólíkar en
þrátt fyrir það séu þær mjög samstiga og þær
eigi auðvelt með að eyða ágreiningi. „Auðvitað
verða árekstrar en það er einsog vináttutengsl
okkar styrkist með hverju vandamáli sem við
leysum." Þetta samþykkir Hlín umyröalaust og
þær verða hálfundarlegar á svipinn þegar ég
spyr Ásdísi hver sé sá galli í fari Hlínar sem
henni finnist verstur.
ÞÚ GAMLI ÞRJÓSKUHAUS!
Eftir töluverðan umþóttunartíma kemst Ásdís
að þeirri niðurstöðu að Hlínar stærsti galli sé
sá að hún viti ekki hve snjöll hún er, það er aö
segja Hlín sjálf. „En hún er alveg yndislega
þrjósk enda kalla ég hana gamlan þrjósku-
haus!“ lýsir Ásdís yfir og hlær mikið. Hlín
hefur einnig gaman af enda væri samvinna
þeirra nú þegar farin út um þúfur hefði hún það
ekki. Um helsta galla Ásdísar sagði Hlín þetta:
„Hún veit allt, kann allt og getur allt. Alveg
óþolandi!" □
(b, IX
Herramannsþjónninn, Árni Pétur, hefur fyrst i
staö töglin og hagldirnar í viðureignum sínum
við Guðmund Pantaleonsson.
22 TBL. 1991 VIKAN 7