Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 32
undur þessi þarf aö skrifa
handrit fyrir kvikmyndafélag
eitt í Hollywood, Capitol Pict-
ures. Höfundurinn lendirsíðan
í sálarkreppu þar sem hann á
erfitt með að tjá sig og skrifa.
Sköpunargáfan hefur einfald-
lega brugðist honum. Þá kynn-
ist hann nábúa sínum en báðir
búa á hóteli. Nábúinn er leik-
inn af John Goodman (King
Ralph, Raising Arizona, Sea
of Love). Um er að ræða góð-
hjartaðan sölumann sem rit-
höfundurinn fær andlegan
styrk frá en ekki er allt sem
sýnist. Meira verður ekki sagt.
Myndin verður sýnd í Laugar-
ásbíói í nóvember.
Veggspjald myndarinnar Barton Fink, öndvegismynd Coen-bræðra.
John Turturro í Barton Fink.
frumlegar myndir á borð við
Blood Simple, Raising Ariz-
ona og Millers Crossing.
Nýjasta mynd þeirra heitir því
furðulega nafni Barton Fink
og fjallar um rithöfund sem
leikinn er af John Turturro
(Do the Right Thing, Mo Better
Blues, Millers Crossing). Höf-
N4ERMYND AF
LEIKKONUNNI ANNA-
BELLE SCIORRA
ítalskættaða leikkonan Anna-
belle Sciorra sýnir að mati
bandarískra kvikmyndagagn-
rýnenda stjörnuleik f nýjustu
mynd Spikes Lee. Þar leikur
hún ítalsk-amerískan ritara
sem á í ástarsambandi við
þeldökkan yfirmann sinn. Ást-
in blossar upp milli þessara
persóna sem hafa ólíkan litar-
hátt.
Spike Lee vildi hafa persónu
Sciorra öðruvísi en leikkonan
sjálf. Leikstjórinn vildi meina
að persóna Sciorra hefði bara
viljað prófa hvernig væri að
njóta ásta með þeldökkum
manni. Á þessa persónusköp-
un gat Annabelle ekki fallist.
Hún vildi láta málið snúast um
hina einu, sönnu og sígildu ást
karls og konu. Spike Lee féllst
síðan á þessa persónusköpun
og hugmynd leikkonunnar.
Nú er Sciorra að leika í nýrri
mynd, pólitískum trylli sem
heitir The Hand That Rocks
the Cradle. Meðan á tökum
stóð var alls konar rógburður í
gangi um að Spike Lee hefði
þurft að reka Annabelle með-
an verið var að gera Jungle
Fever því þeim hefði lent sam-
an vegna þess að þau voru
ekki sammála um hvernig ætti
að túlka persónu Annabelle í
myndinni. Annabelle var ekki
sein á sér að hafa samband
við Spike Lee en hann var
sallarólegur og bað hana að
taka ekki mark á rógburði sem
þessum. Hún hefði staðið sig
með prýði í myndinni að mati
kvikmyndaspekúlanta og þar
með búið spil.
Hver eru síðan framtíðará-
form þessarar hjartahlýju leik-
konu? Jú, hún ætlar að reyna
fyrir sér á leiksviði í Brooklyn.
Upprennandl stjarna, Annabelle Sclorra.
siy stallone lelKur giæpator-
ingja í gamanmyndinni Oscar.
Frh. af bls. 27
reynda leikara Don Ameche
(Things Change, Coming to
America, Trading Places) að
gerast heiðvirður borgari.
Þetta er meginflétta myndar-
innar. I henni leika auk þess ít-
alska leikkonan Ornella Muti,
Tim Curry (Legend, Rocky
Horror Picture Show, II) og
Joey Travolta. Myndin er
sýnd í Bíóhöllinni.
Unnendur góðra kvikmynda
mega ekki láta nýjustu fram-
leiðslu Coen-bræðra framhjá
sér fara. Coen-bræður gerðu
28 VIKAN 22. TBL. 1991