Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 39

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 39
lega. „Staðreyndin er alla vega sú að ég fór að gefa þessu gaum. Reyndar var mér briddsið ekki algjörlega ókunnugt því það var mikið spilað heima hjá mér vestur á Dýrafirði og þar fékk ég oft að taka í spil sem fjórði maður. í menntaskóla hafði ég töluverðan áhuga og þar var ég eina stelpan sem spilaði bridds. Ég ákvað að fara á mót og kynna mér hvernig þau færu fram, úr því ég hafði heyrt svona mikið talað um þau. En það var nú mest af hreinni forvitni." - Gætuð þið hugsað ykkur tilveruna án spilamennsku? „Mér finnst það bara óhugsandi,“ svarar Elín ákveðin. „Það hefur oft hvarflað aö mér að hætta að spila,“ segir Jón. „Það er eiginlega ekki um nema tvennt að velja í þessu sambandi, að hætta alveg eða aö halda áfram af fullum krafti. Ef maður færi að slaka á færi maður að tapa og þá er ekkert gaman að þessu lengur. Flestir spilarar, sem náð hafa langt, hafa hætt alveg á meðan þeir voru í toppformi." - Hefur verið mikil þróun í briddsinu á síð- ustu árum? „Mér finnst spilamennskan hafa breyst gíf- urlega, sérstaklega í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa til dæmis orðið heimsmeistarar þrettán sinnum, þar af átta sinnum í röð. Þeir eiga til aö banna að ákveðin sagnkerfi séu spiluð og vilja halda þeim (föstum skorðum, af hræðslu við að missa margt áhugafólk ef þeir færu út í flóknari hluti. Þetta hefur komið í veg fyrir fram- farir hjá þeim nema þegar þeir spila í þessum stærstu mótum, eins og á heimsmeistaramót- inu. Þá hafa þeir frjálsari hendur og spila gegn sterkum þjóðum sem hafa önnur kerfi í gangi. Við höfum aftur á móti lagt okkur fram um að víkka sjóndeildarhringinn að þessu leyti enda hefur árangurinn skilað sér mjög vel. Sú at- hugasemd kom frá einum bandarísku spilar- anna á mótinu að þeir væru líkast til að drag- ast aftur úr Evrópuþjóðunum og þyrftu að taka sig taki.“ „Þegar mér varð þetta l/ósf snerí ég mér að myndavélmni og náði aÓ brosa mínu btíÓasta brosi, Þar meÓ dró fréttamaÓur þá ályktun aÓ ég hefÓi unniÓ." SPILARAR HAFA RÓAST - Finnst þér menn vera farnir að bera sig fag- mannlegar að með árunum, Elín? „Mér finnst menn vera orðnir svo rólegir meðan á leikjunum stendur, orðnir svo agaðir. Það er kannski bara vegna þess að Jón fór að róast. Fyrir nokkrum árum ríkti hávaði og gauragangur meðan spilaö var og menn gátu sleppt sér upp á háa c-ið, steytt hnefana og barið í borðið. Þá var mikill hiti í þessu. Líklega þykir áhorfendum þessi þróun neikvæö því gauragangurinn dregur þá óneitanlega að. Það var stundum eins og að horfa á fólk á leik- sviði þegar raunverulegar tilfinningar spilar- anna léku aðalhlutverkið. Nú sést þetta ekki lengur.“ „Ætli séu ekki svona tíu ár síðan mín kyn- slóð fór að láta á sér bera á briddsmótum," bætir Jón við. „Um það leyti sem þeir eldri fóru að taka okkur alvarlega var eins og þessi æs- ingur á meðal okkar hinna yngri hafi hafist. Þetta róaðist síðan aftur þegar við vorum sestir við sama borð og þeir eldri. Vafalítið myndast svipuð spenna á nýjan leik ef nýr hópur yngri spilara gerir vart við sig. Nú eru kannski sömu mennirnar búnir að vera að keppa á toppnum síöustu fimm eða sex árin og þeir eru ekki lengur að vinna sig upp því það hefur myndast ákveðin festa í liðinu. Ég man til dæmis eftir því þegar við vorum fjórir að spila á íslands- móti í lokuðum sal að eitthvaö var hávaðinn í okkur mikill. Á öðru borði þar voru spilarar, nokkru eldri en við, að spila úrslitaleikinn um efsta sæti. Þegar mótshöldurum hætti að lítast á blikuna voru hinir færðir inn í sérstakt her- bergi svo þeir fengju vinnufrið." „Rólegasta fólk getur átt það til að umturn- ast við spilaborðið,“ skýtur Elín inn í. „Algengast er samt að fólk sé eins við spila- borðið og í daglega lífinu," heldur Jón áfram. „Þegar ég spila við menn sem ég þekki ekki neitt þykist ég geta sagt til um persónuleika þeirra eftir svona tíu spil." - Og spilamennskan hefur farið batnandi með árunum. „Já, hún hefur verið aö smábreytast. Ég myndi segja að síðan 1985 höfum við verið að gera svona þokkalega hluti á erlendum mótum. Við höfum eytt gífurlegri vinnu í þetta og það má segja að punkturinn yfir i-ið hafi verið nýja þjálfunaráætlunin. Björn ergífurlega hæfileikaríkur fyrirliði og það er hlutverk hans að ná því besta út úr hverjum einstökum í lið- inu. Þann hæfileika virðist hann hafa í ríkum mæli og nær þessu meðal annars með því að láta öllum líða vel. Kannski var þaö einmitt herslumunurinn sem kom núna.“ BROSTI MANNA MEST - Hver átti broshugmyndina sem fræg er orðin? „Broshugmyndin kom frá Guðmundi Páli Arnarsyni en líklega hef ég framkvæmt hana hvað mest. Þetta varð til þess að við spiluðum okkur í gegnum heimsmeistaramótið nánast án þess að verða nokkurn tíma slæmir á taug- um eða stressaðir. Við fórum brosandi í leikina og ákváðum að koma brosandi frá þeim líka. Þegar eitthvað bjátaði á brostum við bara. Það var haft orð á því í mótsblaðinu að ég hefði brosað framan í sjónvarpstökuvélina. Þá hafði ég farið ansi langt niður í einni slemmunni. Þegar mér varð þetta Ijóst sneri ég mér að myndavélinni og náði að brosa mínu blíðasta brosi. Þar með dró fréttamaður þá ályktun að ég hefði unnið. [ blaðinu stóð að með þessu tapbrosi hefði ég unnið hjörtu allra áhorfenda að minnsta kosti. Sama gerðist þegar Guð- mundur Páll hafði farið „down“ á slemmunni og tölvukerfið var í ólagi. Hann brosti líka eins og hann framast gat þegar þetta varð Ijóst og þá héldu allir að hann hefði staðiö spilið! Pólverjarnir, sem við spiluðum gegn í úr- slitaleiknum, eru vanari mikilli spennu á milli manna. Stundum verður taugastríðið mikið á milli andstæðinganna sem sitja sömu megin 22. TBL 1991 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.