Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 17

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 17
R A HELGARNOTTUM: HLYJAN ER UKA raunverulegu framkvæmd í Ijós. Ég spyr hann hvort höfö- að verði til einhverra sérstakra hópa, til dæmis þeirra sem eiga við sérstök vandamál að stríða. „Nei, það er ekki í upp- haflegu hugmyndinni að höfða til einhverra sérstakra hópa heldur allra þeirra sem vilja líta inn til okkar.“ Kveikjan að opnun kirkjunn- ar á þessum tíma var sú að einhvern tímann var um það rætt á stjórnarfundi safnaöar- ins að opna kirkjuna á ein- hverjum tlma dagsins og þá skaut þessi hugmynd upp koll- inum, að líklega væru á ferli á þessum tíma flestir sem ekki væru of mikið að flýta sér. Cecil segir aö þetta hafi reyndar einu sinni verið reynt. Þá opnaði hann kirkjuna við annan mann aðfaranótt laug- ardags og reynslan varð sú að þrír eða fjórir komu á bilinu klukkan eitt til þrjú en þrjátíu til fjörutíu eftir klukkan þrjú. En ætlar söfnuðurinn að hafa samstarf við opinbera aðila eins og til dæmis Félagsmála- stofnun, útideild eða lögreglu? „Ekki er það nú beint í deigl- unni en óhjákvæmilega gæti komið til þess. Við gætum átt samstarf við þessa aðila ef við þurfum að útvega fólki húsa- skjól það sem eftir lifir nætur því við höfum enga aðstöðu til að hýsa fólk hér næturlangt enda ætlunin að þegar klukk- an fer að nálgast fimm séu allir farnir eða að fara.“ ERUM EKKI í NEINNI SAMKEPPNI Má líta á þetta þannig að þið séuð að létta á álagi miðbæj- arins og hjálpa þannig borgar- yfirvöldum og leigubílstjórum? „Já, eflaust má líta á þetta þannig," svarar Cecil og bætir við að kirkjan geti tekið fimm hundruð manns í sæti. „Ég er ekki þar með að segja að við getum tekið á móti þeim fjölda á fimm eða tíu mínútum en við 22.TBL1991 VIKAN 17 Næturlíf Reykjavikur- borgar hefur tekið á sig ýmsar myndir og fjölmargar krár og skemmti- staðir setja mark sitt á það, sérstaklega aðfaranætur laug- ardaga og sunnudaga. En svo vill til að samkvæmt landslög- um skal samkomustöðum lok- að eigi síðar en klukkan þrjú eftir miðnætti og gestirnir streyma út, fylla götur og hlaupa hver um annan þveran í keppni um yfirleitt upptekna leigubíla. Margir ganga hálfa leið heim til sín áður en veifið ber árangur og hrlðskjálfandi nátthrafnar helgarinnar skreið- ast örmagna um borð I öku- tæki til leigu sem loks er laust. Þá er klukkan oft langt gengin í fimm. Talsvert hefur verið í dag- legri umræðu um hvernig leysa skuli þennan vanda þannig að farsælast sé. Sumir vilja loka fyrr á pylsusalana, sumir fjölga leigubílum, sumir lengja opnunartíma skemmti- staða og veitingahúsa og Cec- il Haraldsson Fríkirkjuprestur vill opna kirkju sína gestum og gangandi. Nú hefur stjórn Fríkirkjusafnaðarins samþykkt hugmynd Cecils og bráðlega er að vænta þess að kirkjan við Tjörnina standi upp á gátt þessar fjölmennu gleðinætur höfuðborgarinnar. Vikan knúði kirkjudyra og hitti Cecil að máli, reyndar um miðjan dag enda næturopnun á bígerð- arstigi. EKKI HÖFÐAÐ TIL SÉRSTAKRA HÓPA „Hugmyndin er að hafa opið hér helgarnætur fyrir þá sem hingað vilja koma og bjóða þeim upp á heita drykki, kaffi eða kakó. Þeir sem vilja geta þá sest inn I kirkju og alltaf verður prestur á staðnum," segir Cecil en bendir á að eng- in reynsla sé komin á starfið, tíminn verði að leiða hina TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.