Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 25

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 25
H. Ragnar. Hann hélt ungur til Kanada en bjó ( Bandaríkjunum þegar þetta var og var kom- inn í herinn. Hann kom þá í heimsókn til okkar meö kveðju frá frænku minni sem haföi verið einsöngvari í kirkjukór sem hann stjórnaði í Winnipeg. Ég hafði frá upphafi mjög gaman af tónlist og mérfannst aldrei neitt annað komatil greina. Þess vegna tók ég strax þessa stefnu. Móðir mín hvatti mig líka enda var hún mjög áhugasöm. Hún reyndi til dæmis að sækja alla tónleika sem boðið var upp á í borginni. Föður- amma mín, sem bjó í nágrenninu, átti grammófón af gömlu gerðinni, sem trekktur var upp, og plötur með stórsöngvurum eins og Stefáni íslandi og Caruso. Ein platan var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur Skúla bróður mínum. Það var hlátursplata, eins og við kölluðum hana. Um var að ræða kennslustund ( trompetleik og söng. Þar var einhver nem- andinn að spreyta sig og sprakk af hlátri þegar síst skyldi. Þá fór kennarinn að hlæja líka og við Skúli smituðumst alltaf og hlógum og hlógum.11 EINLEIKARI Á KLARINETT „Ég fór í Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1946 og útskrifaðist þaðan '52 sem einleikari á klarinett en ég er einnig með tónmenntakenn- arapróf og kenndi um tíma. Ég held að ég fari rétt með ef ég segi að ég hafi verið fyrsta kon- an hér á landi sem útskrifaðist með próf á blásturshljóðfæri. Ég hafði alltaf verið mjög hrifin af klarinetti. Ég stundaði líka píanónám ( skólanum og í fjögur ár hafði ég tónsmíðar Ingibjörg og Guðmundur taka oft lagið saman en Guðmundur hefur verið eftirsóttur undirleikari og kennir nú við Tónlistarskóla Kópavogs. ■ Mér fannst ávallt sér- staklega skemmtilegt að koma norður á Akureyri. Þá beið eftir mér sœgur af börnum og ungling- um sem báðu mig um eigin- handarárit- un. enningarpostular glegir gestir" sem aðalgrein, en mig hafði alltaf langað til að læra meira ( hljómfræði og að semja svolítið sjálf. Reyndar samdi ég fyrsta lagið níu ára og skrifaði það út. Kennarar mínir í þessum grein- um voru þeir Karl Runólfsson og Jón Þórarins- son. Ég starfaði síðar með Jóni í tónlistardeild útvarpsins, þar sem hann var tónlistarráðu- nautur. Ég bar mikla virðingu fyrir honum - hann var stórkostlegur kennari. Ég hef aðal- lega samið klassísk sönglög og lítillega fengist við tónlist af léttari tagi líka.“ VAR HAFNAÐ AF TÓNSKÁLDAFÉLAGINU „Ég hef alla tíð haft mestan áhuga á að semja fyrir söngrödd enda er það sú grein sem ég er best inni í þar eð ég hef lagt stund á söng árum saman og meðal annars sungið undir stjórn framúrskarandi stjórnenda og hljómsveitar- stjóra. Flest laga minna hafa hafnað niðri í skúffu og ég hef aldrei komist til þess að gefa þau út. Þess vegna hefur meirihluti þeirra aldrei verið fluttur utan heimilisins. Árið 1987 komu út tíu laga minna á plötu. Það hefur lík- lega verið fyrsta alíslenska jólaplatan en allir textarnar eru eftir þjóðkunn skáld, nema tveir sem eru eftir sjálfa mig.“ Þú hefur starfað með Félagi tónskálda og textahöfunda, þar sem dægurlagahöfundar eru mikilvirkastir. Áttir þú ekki samleið með hinum „alvarlegri" tónskáldum? „Ég hef haft mjög gaman af því að starfa með ungu gæjunum mínum, eins og ég kalla þá. Þeir hafa sýnt mér mikla þolinmæði því yfirleitt er ég langelst og stundum ein kvenna á fundunum. Hins vegar var mér á sínum tíma hafnað þegar ég sótti um inngöngu í Tón- skáldafélagið. Einhverjir meðlima þess stóðu á móti mér, hver svo sem ástæðan var. Það er eins og félagið sé fyrst og fremst karla- og ætt- arveldi sem reynir að vernda hagsmuni fá- menns hóps. - Það er margt skrítið í kýr- hausnum.“ SÖNG MEÐ VINSÆLUSTU HUÓMSVEITUNUM Ingibjörg hefur sungið fjölmörg barnalög á ferli sínum og samið heilu barnaleikritin. Sjálf var hún barnung þegar hún hóf söngferil sinn, tólf ára gömul. Þá kom hún fram í útvarpinu. Upp úr 1950 æxluðust mál þannig að hún varð ein vinsælasta dægurlagasöngkona landsins og stóð það tímabil í nær áratug. Auk þess að syngja inn á hljómplötur kom hún fram á skemmtunum víða um land. Hún kveðst ekki hafa haft áhuga á því að syngja mikið fyrir dansi þó það hefði stundum komið fyrir, til dæmis í gamla Gúttó í Reykjavík. Hún var spurð að því hvernig ferillinn hefði byrjað. „Þetta kom svolítið af sjálfu sér en ýmislegt varð þó til þess að beina mér inn á þessa braut. Pétur Pétursson þulur var líklega sá fyrsti sem orðaði það við mig hvort ég gæti komið fram. Ég var þá í Útvarpskórnum og var við nám í Tónlistarskólanum. Þettavissi Pétur, sem stjórnaði vinsælum útvarpsþætti um þessar mundir. Hann vantaði söngvara til að syngja lagið sem hann vildi enda þáttinn sinn á. Hann bað mig um að syngja þetta fyrir sig, sem ég gerði. Fljótlega upp úr þessu hóf ég að syngja með Smárakvartettinum í Reykjavík en það voru strákar úr Menntaskólanum og Háskólanum. Við sungum á ýmsum skemmtunum sem Pét- ur og fleiri stóðu fyrir. Við komum til dæmis nokkrum sinnum fram í Þjóðleikhúskjallaran- 22 m. i99i VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.