Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 54
STIÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. mars - 19. apríl
Félagsmál og önnur
samskiptamál taka mikinn tíma
og umræöur þar sem sam-
eignamál koma viö sögu. Þetta
er, þótt undarlegt megi virðast,
vegna þess aðdráttarafls sem
þú býrö yfir núna. Þess vegna
blómstrar rómantíkin líka eftir 9.
nóv.
^ NAUTIÐ
20. apríl - 20 maí
Þú heldur áfram að ein-
beita þér að samskiptum við
aðra. Sameignarmál gætu leitt
til töluverðra umræðna. Frest-
aðu miklum fjárútlátum. Tilfinn-
ingarnar verða sterkari eftir því
sem dregur nær miðjum mán-
uði. Bíddu samt átekta.
TVfBURARNIR
21. maí - 21. júní
Mánuðurinn einkennist
af árekstrum milli þess sem þú
vilt gera og hins sem þú verður
að gera. Hugsaðu um skyldurn-
ar fyrst. Rómantikin er öflug
núna og þér finnst stundum sem
hjarta þitt og skynsemi togist á.
Láttu skynsemina ráða.
KRABBINN
22. júní - 22. júlí
Eðlilegt tilfinninganæmi
þitt gæti orðið þér bæði til góðs
og ills á næstunni. Annars vegar
gæti orðið til sterkt, óslítandi
samband við einhverja persónu
en hins vegar gæti þetta tekið á
taugarnar. Nú kemur innsæi þitt
að góöum notum.
LJÓNIÐ
23. júlí - 23. ágúst
Þú nærð nýju jafnvægi í
lífinu og þínir nánustu aðstoða
við það. Sköpunarhæfni þín
vinnur yfirvinnu og tilfinningarn-
ar geta verið hverfular, jafnvel
leitt til lítils háttar streitu.
Reyndu að losa um spennuná
með róandi afþreyingu.
MEYJAN
24. ágúst - 23. sept.
Samskipti við aðra hafa
áhrif á tilfinningar þínar. Hag-
nýttu þér þessar tilfinningar í
stað þess að fela þær. Nú, þeg-
ar fjármálin virðast í öruggri
höfn, gætirðu skipulagt fram í
tímann. Þú nýtur meiri hylli en
þig grunar um þessar mundir.
VOGIN
24. sept. - 23. okt.
Peningamálin halda
áfram að skipta þig miklu þótt
einhverjar aukatekjur gætu
fengið þig til að eyða meiru en
þú ætlaðir. Þú átt erfitt með að
einbeita þér en samt er það
mikilvægt. Stilltu skapinu ( hóf
og beittu persónutöfrum þínum
á fólk.
SPORÐDREKINN
24. okt. - 21. nóv.
Tilfinningar þínar verða
sterkari og hverfulli eftir því sem
dregur nær miðjum mánuði.
Skipuleggðu peningamál þín
með agaðri yfirvegun og gerðu
þér grein fyrir því sem þú vilt. Þú
kemst að raun um að þú ert á
réttri leið í ákveðnu máli.
BOGMAÐURINN
22. nóv. - 21. des.
Virkni þín f samskipta-
málum verður með ýmsu móti á
næstunni. Heimsóknir til kunn-
ingja og ástvina hafa stórkost-
leg áhrif á þig um þessar
mundir. Þín bíður erfitt verkefni
kringum 9. til 10. nóvember en
þér tekst að leysa það með
sóma.
STEINGEITIN
22. des. - 19. janúar
Löng og dygg viðleitni
þín á vissu sviði hlýtur nú loks-
ins verðskuldaða umbun og þú
verður djúpt snortin(n) enda
eykur þetta orðstír þinn. Þetta
tókst með þolinmæði og því
skaltu halda þig við þá kosti
sem hafa komið þér þangað
sem þú ert.
VATNSBERINN
20. janúar -18. febrúar
■ Öflugar innri hvatir og
sterk tilfinningadrift geta orðið til
þess að þú nærð óvæntum ár-
angri á næstunni. En þú þarft að
virkja þessi öfl vel svo að ekkert
fari úrskeiðis. Með opnum huga
nærðu eins miklu út úr þessu og
þú vilt.
FISKARNIR
19. febrúar - 20. mars
Ferðalög verða öruggur
möguleiki, annaðhvort vegna
starfs þíns eða persónulegs
ávinnings. Einbeittu þér samt að
einu í einu. Samskiptamálin
fara að blómstra þegar þú og
önnur persóna farið að starfa
einhuga, að minnsta kosti um
stundarsakir.
Eins og margir Hafnfirðingar
hafði hann geysimikinn áhuga á
stjörnufræði. Hann fór því að
skoða stjörnukíki einn í Atlasfjöll-
um, ásamt hópi annarra ferða-
manna. Þar var gamall stjörnu-
fræðingur einmitt að skoða f
stjörnusjónaukanum. Rétt í því
hrapaði stjarna.
„Ja hérna,“ hrópaði Hafnfirð-
ingurinn. „Þetta er nú einhver
besta skytta sem ég hef séð.“
Tveir bændur hittust i réttun-
um.
Gaui: Ég frétti að einn af
hestunum þínum hefði fengið
iðrakveisu í sumar. Hvað
gafstu honum við henni?
Mundi: Terpentínu.
Nokkrum vikum seinna hitt-
ust þeir aftur.
Gaui: Heyrðu, ég gaf hestin-
um mínum terpentínu við iðra-
kveisunni og hann steindrapst.
Mundi: Því trúi ég vel. Minn
drapst líka.
Hafnfirski gullsmiðurinn,
sem græddi á því að selja
sveitungum sínum eyrna-
hringa (það var þessi með skilt-
ið sem á stóð „Setjum göt í eyr-
un meðan þið bíðið“), brá sér í
sumarfrí til Túnis. Þar keypti
hann sér sandpappírsörk á tvö
þúsund krónur. Hann hélt að
þetta væri upphleypt landakort
af Sahara-eyðimörkinni.
„Heyrðu," sagði Reykvíkingur-
inn við Hafnfirðinginn. „Sérðu
klukkuna á versluninni þarna og
hina sem er á krikjunni?"
„Já, ég sé þær."
„Þær sýna ekki sama tímann."
„Nú hvað með það? Ef þær
sýndu báðar sama tímann þyrft-
um við ekki nema eina klukku."
„Ég er hrædd um að ég verði
að auka svolítið við húsa-
leiguna um næstu mánaðamót,
Hannes minn,“ sagði húsmóð-
irin einn góðan veðurdag við
leigjanda sinn.
„O, mikil öðlingsmanneskja
ertu,“ sagði Hannes. „Ég sem
var einmitt að hafa áhyggjur af
því að eiga ekki fyrir henni.“
FINNDU 6 VILLUR
Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda
Jð |E)b6bP ‘JB)UBA !gæ|)(pUBL| ‘|0ABp|ð B UIUJO>| Jð BUUB>|!DB>l ‘JBIUBA
QiauspnBjq Bujð ‘QjQjoq b u|ujo>í nje jodBjjuq ‘!S]AnjQp njð pip[)B66nio
50 VIKAN 22. TBL.1991