Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 6
leikritið Farðu ekki." Ásdís hefur auk þess leik-
stýrt og leikið sjálf í útvarpsleikritum og hefur
alltaf verið tengslum við leikhús, alit frá barna-
skólaárum sínum á Eskifirði. En auk leik- og
kennaranáms hefur Ásdis háskólapróf í stjórn-
málafræðum, nokkuð sem hún vill kalla félags-
fræði vegna þess að annars vill fólk meina að
hún viti allt um pólitík. „Stundum sé ég mér
hag í þvi að segjast vera stjórnmálafræðingur,
til dæmis til að styrkja það að skoðun mín á
einhverju tilteknu máli sé rétt og á rökum
reist."
Þá hefur Ásdís starfað við félagsráðgjöf og
með frístundahópnum Hananú í Kópavogi,
hvaðan hún segist hafa fengið mikla reynslu
sem reynist henni vel í leikstjórninni. Hún seg-
ist hafa fengið snert af menningaráfalli við
reynslu sína af félagsráðgjöf þvi kennaradótt-
irin frá Eskifirði hafi enga grein gert sér fyrir því
hörmungarástandi sem margir búa viö í okkar
„allsnægtaþjóðfélagi". Og hér heimtaði Ásdís
gæsalapþir utan um allsnægtaþjóðfélag, hefur
greinilega séö á því fleiri hliðar, sem ekki eru
öllum sýnilegar.
DÁGOn SÝNISHORN
Ásdís vill vera frjáls á vinnumarkaði og þvi lýsir
hún með eftirfarandi orðum: „Ég vil deyja á
annan hátt en að vera inni á einhverri skrif-
stofu. Ef til vill er þessi „óheþþni" mín að hafa
aldrei fengið fastráðningu í leikhúsi bara gæfa
mín. Kennara- og leikaramenntunin hefur gert
mér kleift að lifa af þeim störfum auk þess sem
ég hef verið töluvert í dagskrárgerð i útvarpi."
Þar var hún til dæmis með umdeilda þætti,
ABC með Ingu Huld Hákonardóttur, sem þóttu
nokkuð róttækir enda segist Ásdís vera mikil
rauðsokka. Hún segir Jón Múla hafa ort vísu
um þær stöllur sem hljóöaði þannig: Eigin-
mennirnir úti púla / eiga sína refsinorn. / Inga
Huld og Ásdís Skúla / eru dágott sýnishorn.
Einhvern veginn æxlaðist það svo að leik-
stjórinn náði yfirhöndinni yfir leikkonunni.
„Þegar ég fór með vinum minum á leiksýning-
ar var ég minnst að skoða leikinn heldur var ég
að velta fyrir mér hvernig til dæmis lýsingin
var, tónlistin, litirnir og svo framvegis. Þetta er
kannski bara stjórnandinn í mér sem lætur
svona enda er ég alltaf meira og minna i þvi
hlutverki hvað sem ég tek mér fyrir hendur, ég
er alltaf að stjórna einhverjum eða einhverju."
STJÓRNANDI AF LÍFI OG SÁL
Ásdis segir það vera hina skemmtilegustu
reynslu að stýra fólkinu sem bæöi hefur kennt
henni og leikstýrt. Hún segist reyndar vera
laus við allan ótta þar sem allt þetta fólk hafi
reynst henni einstaklega vel. En hvernig geng-
ur leikstjóra á tuttugustu öld að leikstýra verki
sem á aö gerast fyrir tvö hundruð árum? „Fyrir
tvö hundruð árum voru uppi manneskjur eins
og við. Tilfinningar eins og ástir og sársauka
hefur manneskjan alltaf haft. Þó okkur finnist
tiðin fyrir tvö hundruð árum vera sautján
hundruð og súrkál þá er þetta ekki lengra en
svo í tíma að ef við hittum mann, fæddan um
aldamótin síöustu, þá getur amma hans hafa
verið uppi á þeim tíma sem þetta leikrit gerist,"
segir Ásdís og finnst þetta greinilega ekki lang-
ur tími.
HIN HLÉDRÆGA HLÍN
Á meðan Ásdís lætur móðan mása situr Hlin,
hönnuður sviðsmyndar og búninga, hin róleg-
asta og virðist ekkert frekar vera að bíða eftir
Hér eru þær Ásdis og Hlin komnar upp á svíö til áríðandi fundar við þá Sigurð Karlsson og Guðmund
Olafsson.
VIÐ ERUM ÓLÍKAR EN SAMSTÍGA ÞÓ
Eftir að Ljón i síðbuxum hefur runnið í gegn
skal gripið til þolinmæöi því leikstjórinn hefur í
mörg horn að líta. Þegar öllu er lokið skipta
þær stöllur Ásdís og Hlín um borð og setjast
hjá mér þolinmóðum. Og svona rétt til að viö
vitum eitthvað um þær byrjum við á smábak-
grunni. Ásdís er fædd á Eskifirði fyrir 48 árum.
„Ég er fædd undir því fagra fjalli, Hólmatindi,"
segir Ásdís og styður hönd undir kinn, eins og
hún hafi verið að segja: pabbi minn eru miklu
sterkari en pabbi þinn!
STÝRIR LÆRIMEISTURUM SÍNUM
Eftir stúdentspróf úr MR fór Ásdis í Leiklistar-
skóla Leikfélags Reykjavíkur og lauk jafnframt
því prófi frá Kennaraskólanum. „Þaö er reynd-
ar svo um þessa leiksýningu að hér er ég ann-
ars vegar að leikstýra nýútskrifuðum leikurum
og fólki sem ég lék sjálf með á árum áður og
hins vegar lærimeisturum mínum. Jón Sigur-
björnsson, Steindór Hjörleifsson og Guðrún
Ásmundsdóttir voru einmitt meöal kennara
minna."
Á leikárum sinum lék Ásdís til dæmis í
Saumastofunni og Skáld- Rósu en fyrsta leik-
stjórnarverk hennar var á Sauðárkróki þar sem
hún leikstýrði Týndu teskeiöinni eftir Kjartan
Ragnarsson. „Nú ætla ég aðeins að monta
mig," segir Ásdís en þó ekki að tilefnislausu,
„því þetta verk fékk verðlaun sem besta verk
áhugamannaleikhúss þaö ár og okkur var boö-
ið til Finnlands þar sem leikritið var sýnt viö
miklar vinsældir." Þannig hófst ferill Ásdisar á
mjög farsælan hátt og síöan hefur hún leikstýrt
i áhugamannaleikhúsum mjög viða, til dæmis
á Selfossi, í Keflavík, Kopavogi, Klakksvik og
Þórshöfn í Færeyjum.
STUNDUM STJÓRN-
MÁLAFRÆÐINGUR
„Þetta er i annað sinn sem ég leikstýri i at-
vinnuleikhúsi þar sem fyrsta sýningin var Ferð-
in á heimsenda. Að vísu stofnsetti ég ásamt
nokkrum öörum Ás-leikhusið og setti þar upp
Helstu aðalhlutverkin eru í höndum Helga
Björnssonar og Margrétar Helgu Jöhannsdottur.
Hér hetur ekkjan ríka gefið girndum sínum og
ástum lausan tauminn í garð glæpamannsins
sem i raun gat alls ekki vitað að blöðskömm
fælist í fjöruferðum sínum við fullorðna konu.
VIÐ ERUM ÓLÍKAR
EN SAMSTÍGA PÓ
6 VIKAN 22 TBL IWI