Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 9
MIKILL ÁHUGI
Ásgeir sagði að þetta hefði
verið önnur heimsókn sín til
Malmö í þessum erindagjörð-
um og svo virtist sem áhugi
væri mikill á þessari starfsemi.
„Greinilegur vilji er fyrir því að
gera vinnubrögðin faglegri og
hef ég reynt að liðsinna lönd-
um okkar eftir bestu getu á
sviði einfaldrar dagskrárgerð-
ar. í fyrrahaust hélt ég nám-
skeið í Malmö með sjálfri út-
varpsnefndinni og eftir þvf
sem mér skilst jókst áhuginn
mikið við það. Segja má að
orðið hafi viðhorfsbreyting að
vissu leyti og hún var fólgin f
því að útsendingarnar breytt-
ust úr diskóteki með heim-
sendingarþjónustu, ef svo má
að orði komast, f alvöru
útvarp.
Það var tuttugu og einn þátt-
takandi á námskeiðinu hjá mér
nú f haust og voru þeir frá
Lundi og Malmö. Ekki bar á
öðru en áhuginn væri gífurleg-
ur, þó ekki sé víst að hver og
einn komist að meö eigin út-
varpsþátt nema örsjaldan.
Þarna lærði fólk helstu atriði
varðandi samsetningu á tal-
málsþáttum með tónlistarívafi,
kynningar og afkynningar,
hvernig kynna bæri ákveðin
dægurlög og flytjendur og þar
fram eftir götunum. Ég hvatti
þátttakendur eindregið til þess
að æfa sig að taka viðtöl, jafn-
vel hver við annan til að byrja
með, svo þeir þjálfuðust það
mikið að þeir treystu sér jafn-
vel til að taka viðtöl í beinni út-
sendingu."
Að sögn Ásgeirs eru stöðv-
arnar reknar af (slendinga-
félögunum á hverjum stað
með föðurlegri umsjá Sam-
bands íslendingafélaganna í
Svíþjóð. „Þar í landi er rekið
heljarmikið félagsmálanet á
vegum félaganna og er það að
einhverju marki styrkt af
sænska ríkinu. Sá aðili sem
hefur haft milligöngu um að fá
mig til aðstoðar er á launum
frá Svíum og er hlutverk hans
að koma íslendingum, sem
þess óska, inn í sænska kerfið
og greiða götu þeirra eftir því
sem með þarf.“
EIN KLUKKUSTUND
ÁVIKU
Útsendingarnar fara fram á
rásum þar sem fjölda annarra
stöðva er að finna. (slensku
stöðvarnar hafa því stuttan
tíma til ráðstöfunar eða um
eina klukkustund á hverjum
sunnudegi. „Ég minnist þess
að þegar ég hlustaði á rásina í
Malmö laugardaginn sem ég
var þar staddur var ákveðinn
stjórnmálaflokkur með útsend-
ingu og næst á eftir voru trúar-
samtök sem þoðuðu fagnað-
arerindið. Þess má jafnframt
geta að hljóðstofan, sem (s-
lendingafélagið hefur afnot af,
er í eigu portúgalskra og
ítalskra aðila.
Áhugi er fyrir því að lengja
útsendingartímann. íslend-
ingafélaginu í Malmö hefur nú
boðist að senda út á föstu-
dagskvöldum, sem bættust þá
við sunnudagssíðdegin. Ef af
verður og tilskilin leyfi fást er
ætlunin að senda út tónlistar-
þátt á föstudagskvöldum en
nota sunnudagstímann undir
fréttir, pistla, samsetta þætti
jafnvel og ýmsar tilkynningar
um félagslíf og annað sem við-
kemur þeim löndum okkar
sem búa á hverjum stað.“
Aðspurður um vinsældir út-
sendinganna sagði Ásgeir að
flestir íslendingarnir, sem ná
þeim á annað borð, legðu við
hlustir þá stuttu stund í viku
hverri sem ástkæra, ylhýra
málið greindist á öldum Ijós-
vakans. „Margir íslendingar,
sem þarna eru, snúa aftur
heim. Ég tók til dæmis eftir því
að vænn hópur þeirra sem
voru í Malmö fyrir ári höfðu
flust heim [ millitíðinni. Af
þessum sökum er töluverð
hreyfing bæði á starfsmönnum
stöðvanna og eins er hlust-
endahópurinn breytilegur frá
ári til árs. Aftur á móti virðist
hlustun vera mjög góð. Að-
standendur stöðvarinnar í
Malmö gerðu könnun á meðal
meðlima í (slendingafélaginu
þar. Næstum allir, sem spurðir
voru, kváðust leggja við hlustir
á hinum ákveðna tíma og
kváðust um leið vera ánægðir
með það sem boðið væri upp
á.“
Kraftmikill
5 dyra
lúxusjeppi
Suzuki Vitara er einstaklega
sparneytinn jeppi með
frábæra fjöðrun, vökvastýri,
vandaða innréttingu,
rafdrifnar rúður, samlæs-
ingu á hurðum og upphituð
sæti auk fjölda annarra
kosta. Reynsluaktu Suzuki
Vitara og það verður ást við
fyrsta akstur.
$ SUZUKI
---✓//>---------
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 .S[MI 685100