Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 13

Vikan - 23.07.1992, Síða 13
Leonard sér til þess aö gæöa íslenska hráefnið hæfilegum áhrifum úr franska eldhúsinu. HUGMYNDAAUÐGI Um þessar mundir eru þeir félagarnir aö setja saman nýj- an og spennandi matseöil þar sem bæöi fiskurinn og villi- bráöin fá aö njóta sín og ber síðan matreiðslan keim af samstarfi þeirra Ásbjörns og Leonards. Til aö gefa lesendum Vik- unnar svolitla hugmynd um þaö sem Fjörukráin hefur upp á aö bjóöa mæla þeir með eftirfarandi fimm rétta matseðli sem hér eru birtar myndir af. Þar er íslenskt hráefni í há- vegum haft - fiskur og svartfugl. Framreiösla og elda- mennska bera vott uni hug- myndaauðgi matargeröar- mannanna og er hvort tveggja tímanna tákn. Matseðil Fjörukrárinnar prýða fiskréttir á borð við fiski- frauðtvennu með þremur bragötegundum, sjávarrétta- fantasíu í pönnukökukramarhúsi og léttmarineraða rauðsprettu, umvaföa hvítkáli með humar- sósu, auk þeirra rétta sem sýndir eru á meðfylgjandi myndum. Fiskréttirnir eru á verði frá 1.800 kr. og unnt er að fá til dæmis þriggja rétta máltíð með fisk sem aðalrétt fyrir 2.220 krónur. Kjötréttirnir kosta frá 1.850 kr. og þriggja rétta máltíð með kjöt í aðalrétt kostar frá 2.950 krónum. Jóhannes Viðar veitinga- maður býður upp á svokallað „hvunndagstilboð" að kvöldi mánudags, þriðjudags og mið- vikudags og í hádeginu á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. í tilboðinu er fólgin þriggja rétta máltíð á aðeins 990 krónur. SVARTFUGLINN GÓDI Þar eð Fjörukráin leggur mikla áherslu á villibráð er ekki úr vegi að birta hér uppskrift þeirra Ásbjörns og Leonards að léttristuðum svartfugls- bringum með rauðvínsperum og týtuberja-/gráðaostasósu - fyrir fjóra. Hráefni: 50 g smjör 1/4 dl matarolía 1/4 laukur (saxaður) 2 einiber 1 Vi dl portvín 4 dl rauðvín 3 dl kjötsoð 50-100 g gráðaostur eftir smekk 8-12 svartfuglsbringur, mælt er með 180 g á mann. Aðferð: Svartfuglsbringurnar eru úr- beinaðar og ristaðar í matar- olíu á vel heitri pönnu. Krydd- aðar með salti og pipar og síð- an teknar af pönnunni. Eini- berin og laukurinn eru látin krauma á pönnunni og helm- ingnum af portvíninu og 2 dl af rauðvininu er síðan hellt á pönnuna. Þetta er látið sjóða niður um helming en þá er kjötsoðinu bætt út í og látið sjóða vel. Þá er því sem eftir er af portvíninu bætt út í sós- una. Hún er síðan siuð og að síðustu er gráðaostinum og smjörinu blandað vel saman og kryddað með salti og pipar. Perurnar eru afhýddar og soðnar í 2 dl af rauðvíninu og 2 dl af vatni ásamt 50 g af sykri í um það bil 5 mínútur. Perurn- ar eru því næst skornar í tvennt og kjarninn fjarlægður. Ef fuglinn er of mikið steiktur er hætta á að lýsisbragð (sem er stundum af svartfuglinum) komi fram. Þess vegna mælir Ásbjörn Pálsson, matreiðslu- meistari á Fjörukránni, með að fuglinn sé léttsteiktur því að þannig náist fram besta bragð- iö af kjötinu. SYNGJANDI GENGIL- BEINUR Þjónustan á Fjörukránni er elskuleg og óneitanlega svolít- ið sérstök. Til þess að gera matargestum kvöldið eftir- minnilegra hefur Jóhannes Viðar veitingamaður fengið söngkonurnar Ingveldi G. Ól- afsdóttur og Sólveigu Birgis- dóttur til liðs við sig. Þær starfa um helgar sem gengilbeinur á Fjörukránni en á milli rétta eða þegar gestirnir hafa nýlokið málsverðinum mega þeir eiga von á því að þær taki lagið við píanóundirleik Jóns Möllers. Þá kvöldstund sem Vikan var á staðnum söng Ingveldur nokkur laga Sigfúsar Halldórs- sonar og gerði hún það með miklum ágætum. Þetta atriði kom skemmtilega á óvart og batt endahnútinn á vel heppn- aða heimsókn. ▲ Um helgar elga gengilbein- urnar til að taka lagið fyrir mat- argesti. 15. TBL. 1992 VIKAN 1 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.