Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 31
TIL VARNAR BEINÞYNNINGU Einn algengasti hrörnunarsjúkdómur nú- tímans er beinþynning. Sjúkdómurinn stafar af því aö beinin missa mikinn hluta af nauðsynlegu kalki, veröa stökk og afar viökvæm. Osteoporosis er alþjóðlegt orð yfir beinþynningu. Það þýðir froðukennd bein og lýsir vel ástandi beinanna því afar lítið þarf til að þau brotni eða springi. FYRSTU EINKENNI BEINÞYNNINGAR í flestum tilfellum koma fyrstu einkenni sjúk- dómsins fram í bakverkjum, bognu baki og brotum á framhandleggjum eða lærhálsi. Al- gengasta einkennið hjá eldri konum er sprunga eða brot á lærhálsi. Oft gróa slík brot seint eða jafnvel aldrei. ALGENGARI HJÁ KONUM Þar sem úrkölkun er helmingi hraðari hjá kon- um en körlum er beinþynning fjórum til átta sinnum algengari hjá þeim. Talið er að allt að níu af hverjum hundrað konum fái einhver ein- kenni sjúkdómsins. ORSAKIR BEINÞYNNINGAR Þegar leitað er orsaka beinþynningar er helst litið til eftirtalinna þátta: 1. Skortur á kynhormónum. 2. Skortur á kalki í fæðu. 3. Hreyfingarleysi og kyrrsetur. ÁHÆTTUHÓPAR Allir, burtséð frá aldri og kyni, þurfa á kalki að halda til að tryggja eðlilegan vöxt og viðhald beinanna. Þeir sem ættu þó sérstaklega að hafa þetta í huga eru börn og unglingar og eldri konur. Ráðlagður dagskammtur af kalki fyrir börn og unglinga er á bilinu 800 til 1200 mg. Fyrir eldri konur er dagskammturinn 800 mg og eykst eftir tíðahvörf í 1200 til 1500 mg á dag. NEYTTU KALKRÍKRAR FÆÐU OG HREYFÐU ÞIG Áhrifaríkustu leiðirnar til varnar þessum hættu- lega sjúkdómi eru að neyta kalkríkrar fæðu og gæta þess að fá nægilega hreyfingu. Bestu kalkgjafarnir eru mjólkurafurðir, matvæli sem innihalda bein eða beinamjöl og grænmeti, sérstaklega dökkt grænmeti. Hvað varðar hreyfingu er einkum bent á göngur sem reyna á alla hluta líkamans og öll bein. Einnig má benda á dans, leikfimi, sund og hlaup sem æakilega hreyfingu. ast nýmjólk (111 mg). Súrmjólk er einnig kalk- rík því í 100 g er kalkinnihaldið 123 mg. í 100 g af brauðosti eru 755 mg af kalki og í Gouda 17% 980 mg. Mjúkur mysuostur er einnig kalk- ríkur eða 325 mg í 100 g. Blóðmör og lifrar- pylsa innihalda 55-60 mg af kalki í 100 g. í vinarpylsum eru 68 mg af kalki í 100 g og í sviðum 29 mg í hverjum 100 g. í ýsu og þorski er kalkinnihald 16-18 mg en í 100 g af rækjum eru 45 mg af kalki. Sardínur í dós eru mjög kalkríkar því í 100 g eru 550 mg af kalki. Sama má segja um spínat (600 mg) og möndlur (250). í 100 g af spergil- káli eru 100 mg af kalki en um helmingi minna í hvítkáli og gulrótum. Appelsínur eru kalkrík- ari en epli. Þá má að lokum bena á að hesli- hnetur eru ágætur kostur því í 100 g eru 44 mg af kalki. ALDREI OF SEINT Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að tefja framgang beinþynningar með kalkgjöf eða neyslu kalkríkrar fæðu eftir að sjúkdómur- inn hefur komið fram. Það er því aldrei of seint að huga að kalkinnihaldi þeirrar fæðu sem við neytum. □ KALK í FÆÐU Af mjólkurdrykkjum er undanrenna kalkríkust, (121 mg á 100 g), þá léttmjólk (115 mg) og síð- 15. TB .1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.