Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 4
3. SEPTEMBER 1992 18. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 í áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er meö VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaösstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Siguröur Fossan Þorleifsson Framleiöslustjóri: Siguröur Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guömundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aösetur: Ármúli 20-22,108 Reykjavík Sími: 685020 Útlitsteikning: Hildur Inga Björnsdóttir Guömundur Ragnar Steingrímsson Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaöi: Jónas Jónasson Loftur Atli Eiríksson Guöný Þ. Magnúsdóttir Jóhann Guöni Reynisson Hjalti Jón Sveinsson Anna S. Björnsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Gunnar H. Ársælsson Christof Wehmeier Anna Hildur Hildibrandsdóttir Sæmundur Guövinsson Jóna Rúna Kvaran Birna Reynisdóttir Þorsteinn Éggertsson Sigtryggur Jónsson Þórarinn Jón Magnússon Hallgerður Hádal Guöjón Baldvinsson Gísli Ólafsson Myndir f þessu tölublaöi: Bragi Þ. Jósefsson Binni Magnús Hjörleifsson Loftur Atli Eiríksson Sigrún Sigurðardóttir Hjalti Jón Sveinsson Jóhann Guðní Reynisson Anna S. Björnsdóttir Þórarinn Jón Magnússon Gústaf Guðmundsson, o.m.fl. Forsföustúlka: Halldóra Halldórsdóttir, Model '79. Ljósm.: Gústaf Guðmundsson. Förðun: Þórunn Högnadóttir hjá Förðunarmeistaranum með Make Up Forever. Hárgreiðslp: Linda Björk Örvarsdóttir hjá Jóa og félögum. Hárkolla: Hárprýöi Borgarkrínglunni. Skartgripir: Kokteill Borgarkringlunni. 4 VIKAN 18.TBL. 1992 sláttuvél sem hvílir í túninu við lækinn. Tveir löngu liðnir frændur hestanna drógu vél- ina hring eftir hring, á meðan sumarstrákur hróþaði hott hott og fylgdist með grasinu sem féll til minnis um sumarið sem er eilíft þarna í dalnum. Hest- arnir búa á suðurtúninu og hafa aðgang að gamla hest- húsinu, þangað flýja þeir þeg- ar flugan gerir sig líklega til að naga nárann inn. Mýflugan, sem sat í eyrum hestanna, tilheyrir sumrinu sem er þarna enn í geymd, þrátt fyrir rok og rigningu allt um kring. En fólkið allt er farið að heyja í himnaríki og rignir aldrei á flatt. heyskaparþorsta en nokkur kólategund. Hagamúsin bjó í veggnum milli steina og frænka hennar í fjárhúsinu þáði ostbita og gerðist höfðingjadjörf. Ég kall- aði hana Guðfinnu því mér fannst hún svo þreytuleg enda hafði hún komið upp stórri fjölskyldu og ostbitarnir stækkuðu. Þarna röltu kýrnar eftir hlaðinu, á leið upp í mýrina á heiðinni þar sem sumir menn heyrðu hlátur tveggja kvenna sem fyrir margt löngu urðu úti í hörðum byl, eiginlega við túngarðinn, en það er eins og þeim finnist líf eftir þetta, alltaf jafnfyndið. geymslan C^L <c ac CO egar maður finnur veikan ilm komandi hausts byrjar maður að sakna sumarsins sem ekk- ert hefur þó verið að þessu sinni. Gamlir menn á bekkjum borgarinnar segja að sumarið nú sé ekkert líkt þeim sumrum sem þeir áttu fyrir fjörutíu árum til dæmis. Svona sé öllu að fara aftur í veröldinni. Ég fór akandi norður í land til að sjá sumarið. Ég geymi það í fögrum dal, í minningunni blítt og ilmandi af nýslegnu grasi, sumarfuglar syngja í heiðinni, egg rjúpunnar löngu orðin loðin með vængi. Þegar við komum í hlað sperrtu hestarnir eyrun og veifuðu til okkar taglinu og héldu svo áfram að éta grasið sem áður féll fyrir gamaldags Húsið gamla, sem eitt sinn var þrungið lífi sem fylgdi fólk- inu, var nú kalt en þegar loks skiðlogaði í gömlu svörtu eldavélinni, sem tyggur timbur og kol eins og sjoppubarn tyggjó, byrjaði varminn fyrst á veggjunum og húsið söng og trallaði af heitri gleði langt fram á nótt, dálítið einkenni- legt þegar maður veit að það er enginn á ferli nema maður sjálfur og konan og sitjum kyrr. Húsið sagði okkur sumar- sögur, glaðar, fyndnar, bland- aðar þvi sólskini sem er horfið úr veðurspám núdagsins og snöggvast fann maður í stof- unni ilm af nýslegnu túni og heyið löngu komið í tóma hlöðuna, jafnvel í gömlu keri var mysa, sem var betri við Jafnvel fjósið er horfið úr raunveruleikanum, kýrnar löngu farnar á eftirlaun og húsendurnar, sem blönduðu ágætu geði við brúnar hænur, flognar út í buskann og hættar að verpa eggjum sem voru geymd í sérstökum kalklegi og etin ársgömul, alveg eins og ný. Svona gömul sumur eru horfin með sólskini og öllu saman blíðviðri sem skýin og litur himins spáðu á kvöldin. Áin, sem fleytti fuglum meir en nú, sendi okkur tón- inn og sagðist sakna óðins- hanans og andanna, jafnvel skuggi silungsins væri sjald- gæfari nú en þegar sumarið var og hét. Dalalæðan kom að bjóða góða nótt í dalnum. Spóinn velldi næturljóð í heiðinni og lóan var áfram daprasti fugl sem kemur til að halda sum- arkonsert. Enda nær hún til hjartans. Við stóðum hjá hliðinu dag- inn eftir, hikandi við að fara úr sumardalnum heim á leið. Snöggvast iðaði allt af lífi eins og áður var en svo varð mér á að depla augum og þá hvarf allt sem lifði í huga af fólki í erli sumarstarfa. Þögnin bjó á hlaðinu. Við stóðum með hestunum f túninu, héldumst í hendur og svarta skýið úr mýflugum var eina tákn sumarsins sem maður fann fyrir. Það rigndi á haustvísu, alla leiðina heim. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.