Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 74

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 74
RABBÞÁTTASTJÓRNANDINN ARSENIO ~Z. /gKiA, kvæntur, barnlaus en ^ Hl M Quðfaðir dóttur Eddie ^ Murphy. Heltekinn af ^ sjónvarpi og frama sínum .q hamast Arsenio Hall við að ^ gera það gott og nú er hann Z orðinn einn sá fremsti í spjall- 0 þáttum vestanhafs. Hann er O orðinn ofboðslega frægur, of- Z boðslega ríkur, ofboðslega 5 vinsæll og ofboðslega eftir- nr sóttur meðal ógiftra stúlkna. í 'O viðtali við bandariskt timarit sást glitta í persónuna og við gluggum hér nánar í það. Um þriggja ára skeið hefur Arsenio talað, tryllt, móðgað og grínast á galinn hátt með slíkum eindæmum að hann hefur skotist með ógnarhraða upp á ameríska súper-stjörnu- himininn. Og þar heldur hann sig en þó ekki baráttulaust. Hann berst við að halda at- hygli áhorfenda sinna þannig að þeir hrífist með honum og aðallega hefur honum tekist að ná til þess fólks í Banda- ríkjunum sem er á aldrinum 18 til 34 ára. Þegar hann sér að konur eru í meirihluta á- horfenda gerir hann allt til þess að höfða til karla og öf- ugt því hann segist alltaf þrá það sem hann hefur ekki. „Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að ég stunda vinnu mína af svo miklu kappi og þá er ástæðan fyrir vinsældunum væntanlega sú sama,” segir Arsenio Hall í viðtalinu. HROKI OG FEIMNI Það er fyrst og fremst svolítið gáskafullur hroki sem hefur dregið athyglina að þessum vinsæla sjónvarpsmanni, sem áhorfendur Stöðvar 2 eru margir farnir að kannast vel við. Hrokinn virðist fyrst og fremst á yfirborðinu, í það minnsta vill hann ekki kannast við titilinn „konungur rabbþátt- anna” heldur lætur Johnny Carson það eðalheiti eftir. Hann segir líka muninn ansi mikinn á þremur árum í stjórn- andasætinu og þeim þrjátíu sem Carson á að baki. Engu að síður gerir Arsenio Hall sér grein fyrir þeirri ímynd sem hann gefur af sjálfum sér heima í stofu hjá áhorfendum. Sú mynd er röng. „Ég veit að ég læt eins og Muhammad Ali en samt sem áður er ég mjög feiminn og óöruggur, íftill strákur. Ég óttast til dæmis eins og pestina að við mamma mín verðum einhvern tímann niðri á strönd að selja „Ég var einu sinni önnum kaf- inn”-boli,” segir Arsenio. Hann er spurður hvaða vettvang hann myndi velja sér ef hann mætti aðeins sjá um eina hlið á öllu heila gillinu. Fyrst í stað svarar hann því til að hann myndi vilja sjá um viðskiptin. „Ég elska samn- ingalistina,” segir hann en sér sig síðan um hönd. Eitthvað innra með honum segir hon- um víst að hætta að Ijúga og hann bætir við: „Það yrði til þess að ég myndi aldrei heyra fagnaðarlætin, aldrei heyra hláturinn. Og það er ekkert eins þakklátt í heiminum og hláturinn. í fyrsta skipti sem ég gerði mér grein fyrir þess- ari fíkn minni var þegar ég kynnti Stevie Wonder eitt sinn. Þegar maður heyrir sjö- tíu þúsund manns hlæja gerir maður sér grein fyrir að þetta er nauðsynlegt. Þetta er fíkn.” Hann segist vera á kafi í fíkninni enda kveðst hann ekki bara veikur fyrir því að koma fólki til að hlæja heldur sé hann á kafi í vinnu. „Þetta er ástæðan fyrir því að ástar- lífið hjá mér er vonlaust,” seg- ir hann, dálítið kankvís en þó alvarlegur undir niðri. Hann óttast að loki hann augunum augnablik muni „bransinn” hverfa sjónum hans. Einnig er hann háður sjónvarpinu, utan frá, það er að segja að horfa á það. Allan daginn er hann að undirbúa og gera sjón- varpsþætti. Hann horfir á þátt- inn áður en hann fer heim og eftir klukkustundar akstur heimleiðis á Porsche-inum sínum sest hann þar niður og kveikir á sjónvarpinu. Og þarna situr hann langt fram á nótt. Meðlætið kemur úr troð- fullri töskunni. „Hvað ætti kona svo sem að gera?” spyr hann. „Hún gæti setið hér og horft á sjónvarpið með mér eða setið hér og horft á mig skoða í skjalatöskuna mína!” segir þessi þrjátíu og fjögurra ára gamli, fyndni, eftirsótti og ekki síst moldríki piparsveinn. FALLEG KONA - FALLEGT BARN Hlutverk fjölskylduföðurins, réttindi hans og skyldur, er ekki svo víðs fjarri Arsenio Hall enda fær hann svolítinn fiðring þegar hann eltist við fiðrildi á- samt guðdóttur sinni, Bríu „Eddísdóttur” Murphy. „Þegar ég þoli ekki við lengur og þarf virkilega á dótlur að halda verð ég að koma mér fyrir og drífa í því,” segir Arsenio og bætir við að þegar hann sjái fallegri konu bregða fyrir þurfi hann sí- fellt að berjast við þá hugsun að sú myndi aldeilis geta af sér fallegt barn. Hann þolir hins vegar ekki fegrunarað- gerðir og getur þess í viðtalinu hve honum var brugðið þegar hann komst að því á einu stefnumótinu að stúlkan hafði látið gera aðgerð á nefinu á sér. Arsenio Hall segist vera búinn að umgangast frægt og ríkt fólk í slíkum og þvílíkum mæli að hann sé orðinn sér- fræðingur í greiningu á plast- aðgerðum. Þannig er nú í pottinn búið. Arsenio Hall er það sem hann er vegna þess að það laust hann sem elding að reyna fyr- ir sér á frægðarbrautinni. Hann segist ekki taka sjálfan sig það alvarlega að hann geti beint fólki inn á aðrar brautir en „inn ganginn og fyrstu dyr til vinstri”, eins og hann segir sjálfur. Hins vegar segist hann reyna að hjálpa til sem mest hann má. Eiturlyf, efna- hagssamdráttur og eyðni séu vandamál sem verði að takast á við. Og lokaorð Arsenios Hall: „Ef ég get verið sá mað- ur sem sendir fólk brosandi í rúmið þá er það fínt - til að byrja með!” □ Án þessara kvenna væri ekki til neinn þáttur meö nafninu „Arsenio Hall Show“ segir sjónvarpsstjarnan um ungu sam- starfskonurnar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.