Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 48
JÓNA RÚNA Frh. af bls. 45. Aftur á móti er ekkert endilega hægt aö segja til um hvort þaö gerist nú eöa síðar, sé raunverulegt, fyrr en þaö sannar sig. Af þeim ástæöum getur sér- kennileg skynjun þeirra sem þannig veruleika upp- lifa stundum orkaö tvímælis, aö mati sumra og aö því er þeir sjálfir halda geöhraustari einstaklinga. Ef um geðveilu væri aö ræöa i þinu tilviki væru þessar skynjanir langvinnari og stæðu alls ekki svona stutt ylir. Dulræn skynjun stendur bara örstutt yfir þegar hennar veröur vart og alls ekki tímunum saman, mest í nokkrar sekúndur. Svipuö sýn hjá geö- veikiuöum gæti mögulega varaö svo vikum skipti án mikilla breytinga. jafnvel lengur ef út í það er fariö. VIÐ LIFUM LÍKAMSDAUDANN Hvaö varöar spurningu þina um hvort við lifum lik- amsdauöann og hvort ég sé alveg sannfærö um aö svo sé er þetta aö segja: Sem sjáandi og skyggn, dulrænn einstaklingur er ég viss um að viö lifum líkamsdauöann. Ef ég - eins og ég er úr garöi gerö af guöi - væri ekki viss væri ég að hafna þeim pört- um sjálfrar mín sem vissulega eru dulrænir og liggja meðal annars i þvi aö hafa sannarlega séö látna ótal sinnum eins og þeir væru lifandi. Ég hef aldrei efast um aö viö lifum líkamsdauðann og þó ég heföi sjálf aldrei séö látna myndi ég ekki heldur efast. Máliö er nefnilega aö vegna þess aö ég er kristin og trúi staðfastlega á tilvist Guös. engla og Jesu Krist veit ég aö viö lifum áfram. Megininntak ákveöinna þátta kristninnar segir afdráttarlaust til um þá staöreynd og sér i lagi þar sem Jesús segir okkur hvaö biður okkar viö likamsdauöann. Þaö bendir staöfastlega til þess aö viö að sjálfsögöu lif- um líkamsdauöann sem betur fer. KRISTUR FULLVISSAR OKKUR UM EILÍFT LÍF Hann segir meöal annars eitthvaö á þessa leið: Sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Hann sagöi lika: í húsi fööur míns eru margar vistarverur - og átti þá víö Guðsríki sem er þaö ríki sem nátt- úrlega biöur okkar allra eftir vistaskiptin Hann tal- aöi til dæmis sjálfur viö látna spámenn og enginn efast sem trúir því aö Kristur var sonur Guös og heföi aldrei gert slikt nema meö fullkomnum vilja föðurins. þó erfitt sé fyrir ýmsa aö sættast á slíkt. Hann sagöi líka aö lokum um líf aö loknu þessu. á krossinum viö annan manninn sem krossfestur var um leiö og hann og var reyndar ræningi: i dag munum viö veröa saman i paradis - eöa nokkurn veginn þessi orö ef ég man rétt. Af þessum frásögnum Krísts ræö eg eindregið aö honum var fullkunnugt um aö viö lifum aö sjálf- sögöu líkamsdauöann. Því segi ég aö þó vísindun- um hafi ekki að fullu tekist aö sanna þessa staö- reynd er ég viss, af þvi aö fyrir mér eru orö Krists það sem ber aö taka mark á og treysta. hvaö sem öllum annars ágætum vísindalegum uppgötvunum liður. Svona er nu trú minni háttað hvaö varöar þá vissu mína og trú aö ég og þú munum lifa likams- dauöann eins og allir aörir. Andinn lifir aö eilifu. Þessa staöreynd hefur enginn sannaö og satt best aö segja heldur ekki afsannaö. hvaö svo sem öllum visindum líður eöa dulskynjunum. ANDLEG ORKA EYÐIST EKKI Viö erum andleg jafnframt þvi aö vera efnisleg og þar með dauöleg í þeim skilningi og andi okkar get- ur ekki dáiö. Hann er orka sem hvorki er háö efnis- legum lögmálum eöa getur eyöst á nokkurn hátt. Viö getum ekki einu sinm. þó viö vildum. haldiö á anda okkar. Viö getum auöveldlega fundiö fyrir honum því í honum er hugurinn og i huganum er persónuleikinn. Þaö þýðir einfaldlega aö viö mun- um lifa áfram viö allar aöstæöur, jafnt á jöröu sem á himni. Við erum eilif eins og Kristur sagði. Við veröum líka aö hafa hugfast að viö förum frá þess- um heimi inn í þann andlega, nákvæmlega eins og viö hugsum. Þess vegna er ekkert verra. eins og þú ert aö láta þér detta i hug, aö rækta hér og nú sitt andlega líf. þó viö séum háö efninu á meöan líkami okkar er starfhæfur. FYRIRBODAR VANDRÆÐA OG VESENS Þaö er miklu algengara aö hvers kyns fyrirboðar séu nákvæmar vísbendingar um hvers kyns hætt- ur. sem kunna aö liggja faldar í framtíðinni eins og áöur sagöi. fremur en aö þeir séu vísbendingar um einhverjar sigursælar upplifanir eöa þaö sem kann aö vita á eitthvað verulega happadrjúgt. í frásögn- um fólks af eigin fyrirboðum koma fram i ótrúlega mörgum tilvikum. eins og þú hefur upplifaö. hvers kyns ábendingar um mismiklar hættur eöa öröug- leika. Vissulega veröur þaö aö teljast kostur aö geta vegna svona furöulegrar framtiöarsjónar. at- buröa- eöa aðstæönatengdrar. oröiö til aö afstýra hættu. Hitt er þó algengara aö sjáandinn eöa sá sem skynjunina upplifir geti fáu breytt. hvaö þá af- stýrt því sem veröa vill þó feginn vildi. FORTÍDARFYRIRBODAR Þú spyrö hvort svona lagaö sé algengt og svariö er einfaldlega já. Vissulega má segja aö fyrirboöar hafi alltaf fylgt manninum. Á öllum öldum hafa veriö til einstaklingar sem hafa búiö yfir skynjunareigin- leikum sem þessum. Þar ber hæst þá sem hafa verið forspáir sjáendur jafnframt og undursamlegir hæfileikar þeirra. sem tengst hafa framtíöarskynj- unum og sýnum. hafa virkilega oröiö mannkyninu til blessunar og leiösagnar. Oftar en ekki hafa þó þessir furðulegu fyrirboöar oröiö fólki Ijósir eftir aö þeir komu fram og vísað hefur veriö i fyrirfram- skynjun viökomandi sjáanda eftir á. atburðarásinni til stuönmgs. Einn þekktast sjaandi. sem nútima- fólki finnst þaö gjörþekkja. er Nostradamus. Hans sýnir eru enn aö koma fram og eiga væntanlega eftir aö koma fram enn um sinn eins og á liönum öldum. BIBLÍUSPÁR OG FYRIRBODAR í Bibiíunni. bæöi i gamla og nyja testamenti. er fullt af alls kyns fyrirboöum þessa og hins sem síðan hafa reynst koma fram þó erfitt hafi verið aö lesa i tákn frásagnanna i upphafi. Þaö er vegna þess aö ekki eru allir fyrirboðar auöskildir heldur birtast fólki á mismunandi táknrænan hátt. Fyrirboöatengdir Bibliuspádómar hafa veriö skráöir og skilgreindir nokkuö i seinni tíö og er ekki lengra siöan en i fyrra aö á islensku kom út ágæt bók sem Gunnar Þor- steinsson. forstööumaöur Krossins, tók saman og skrifaöi á Ijómandi góöu máli af töluverðri ná- kvæmni og staögóöri þekkingu. í bókinm koma meðal annars fram mjög sérstakar túlkanir á for- spám og fyrirboðum Biblíunnar. Þú getur látið eftir þér aö skoöa þá bók. Hun er vissulega þess viröi. Mig minnir aö hún heiti Spádómarnir rætast. Þú spyrö hvort ég hafi kynnst svona löguðu sjálf. Svarið er einfalt: Já. ég hef i eigin lifi svo skiptir tugum ef ekki meira oröiö fyrir svona reynslu eins og þú lýsir og ekki oröiö meint af. þó erfitt hafi veriö einstaka sinnum aö hafa þessa sérstöku framtíðar- vitund fyrirfram. Mínir fyrirboðar frá æsku minni eru enn aö koma fram og veröa því kannski að teljast ..forspár" fremur en eitthvaö annaö. LEIÐSÖGN OG ÁBENDINGAR Ef ég væri sem þú myndi ég ekki hugsa ýkja mikið um þessar sérstöku skynjanir, fremur einbeita mér aö mínu daglega lífi þar sem nauðsyn er á aö þú standir þig bæöi sem faöir og svo fyrirvinna. Þaö er ákaflega erfitt aö lifa í tveim heimum í einu og ekki nema á færi sérlega vel þjálfaöra aö standa af sér þau óþægindi sem af því geta vissulega skapast. Þú getur á marga vegu ræktaö upp stööugt og kærleiksríkt innra líf og þannig agaö innra mann- inn. Best er aö biöja Guö um leiðsögn og vernd, á- samt því aö óska eftir aö séu þessir sérstöku eigin- leikar þinir einhvers viröi mættu þeir veröa bæði þér og öörum til blessunar. Þú getur jafnframt kynnt þér ýmsar bækur um sjálfstyrkjandi þætti til- veru okkar. Þannig getur þú kynnst og þroskað til- finningalega og geöræna þætti sjálfs þins. Umfram allt held ég aö hentugast sé aö bera ábyrgö á eigin tilveru og lífi, standa viö þær skyldur og vinna úr þeim sem bæöi viö sjálf sköpum okkur og svo sam- félagið sjálft og lífiö leggur okkur í fang jafnframt. INNRI ÞEKKING AF HINU GÓDA Mikilvægt er aö vera sem jákvæðastur í viöhorfum sínum til alls sem lifir og ástunda fremur dyggðir en slæma hegöun. Eins held ég aö visst æöruleysi og auðmýkt séu þættir sem ekki ætti aö vanrækja aö gefa sem mest pláss i persónuleikanum. ásamt ööru því sem mögulega getur gert okkur aö góðu og nytsömu fólki. Samfélagslega er ágætt aö ætla sér ekkert um of. fremur þakka fyrir aö eiga ofan í sig og á, þó einhver kunni að veröa lúxusinn. Bæn- ir eru af hinu góöa og öll innri þekking sem eykur möguleika okkar á aö skilja okkur sjálf og þarfir okkar. ásamt þeim öörum skilningspörtum sem mætti nota til aö gagnast öörum. ekkert siöur en okkur sjálfum. hvort sem er á stundum þrauta eöa alsælu. Eöa eins og ráövillli strákurinn sagöi eitt sinn í góöum félagsskap. „Elskurnar mínar, ég læt ekk- ert tækifæri fram hjá mér fara til aö auka um- fang þess góöa og göfuga í tilverunni. Ég læt mér líða vel bæði i Ijósi og myrkri og vona nótt- urlega aö Ijósiö veröi þaö afl sem aö lokum mun lýsa alla tilveru mína upp nokkuö stööugt og myrkriö heyri þá fremur fortíöarfjötrum til. Þaö er nú þaö." Guð gefi þér aukinn skilning á sjálfum þér og biölund til alls sem er mikilvægara en svo aö það komi til þín á silfurfati. Mundu aö góöir hlutir gerast hægt. Meö vinsemd. Jóna Rúna. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + GB + + Ö + + E + + E + + + + + + VELKOMINN + EN + + + + + + ATORKA + ÖGILD +.+++++RUT++NOTANDI + + + + + + HLASS + FARNIR + + + + + + UA + SANAN + + N + + VORHUGUR + PEN + MUGG SIF + ANIS + KAMlNAM + R + LUKKA + + KON + GIR + VÁ ELRI + + LURK + + JARGAN + UMSTEYPA + TVÖ + + UXI GRATUR + PUSI + FJÓLA + + A T A N 8 t A Mí l I t í L H t + fa + gAskafull + Anar + A + FAKTORAR+EINATT ENNI + A + MÚRÐINGI + VA + DÆMALAUS1 + NÍL + HIK RIMILL + + T+ EGNA + LK + + + I+ G + SKUTLA + + DI + 0 + S + MESTAR + SLAKAÐIR + AVERKAR + SKÖR+PILS + LÉT + YÐAR + A + KÆRÐ + U t + UTAN + VIÐ+PARADlS SAMUR + NATO + 0ÐI + ÍS + + MORKINN + SALI N + L A F VESTURBÆINGURI + E L L A 48 VIKAN 18. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.