Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 55

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 55
ur upp á einhverju viö þig hef- ur þú fullt af ástæöum fyrir því aö gera einmitt ekki þetta. Þess vegna held ég aö þó ég gæfi þér einhver bein ráö myndir þú ekki fara eftir þeim, vegna þess að þér fyndist þau ekki henta þér. FRESTARI Af framanskráöu séröu aö ég tel aö þú sért frestari. Þaö sem ég á viö er aö þú frestar öllu sem þér finnst óþægilegt, foröast aö takast á viö hluti sem varöa þig persónulega eöa geta oröið til þess aö þú gerir mistök. Líklega ertu orö- inn sérfræöingur í því aö finna ástæöur fyrir því aö gera þessa hluti ekki. Gætir jafnvel haft svo pottþéttar ástæöur fyrir því aö þaö er ekkert aö á- stæðunum annaö en að þær fresta því að gera eitthvaö í hlutunum. Það er hins vegar meö frestanir af þessu tæi aö þær hrannast upp og sífellt veröur erfiöara og erfiðara aö gera eitthvaö í málinu. Ástæö- urnar fyrir því aö gera hlutinn ekki eru orðnar svo margar aö þaö er ómögulegt aö finna á- stæðu fyrir því aö gera hlut- inn. SJÁLFSTRAUST Með þessum frestunum dreg- ur þú úr þínu eigin sjálfs- trausti. Þú gefur þér engan kost á aö sigra í átökum, um leið og þú kemur aö vísu í veg fyrir aö þú tapir í þeim. Feimn- in, sem flestir eöa allir finna einhvern tíma fyrir, takast á viö og sigrast á, verður hjá þér meiri og meiri og sjálfs- traustið minna og minna. AÐ STANDA SIG Þú þjáist af þörf fyrir aö standa þig. Vitanlega viljum viö öll standa okkur í því sem viö tökum okkur fyrir hendur en ef krafan um aö standa sig veröur sjúklega sterk fer hún aö stjórna því aö viö frestum hlutunum þar til viö erum viss um aö gera þá á hinn eina rétta máta. Þegar ekki er hægt að vita það fyrirfram veröur þessi aðferö til þess aö við gerum ekki neitt og þar með gefum við okkur ekki kost á að standa okkur. Um leið og viö komum í veg fyrir aö við gerum mistök komum við í veg fyrir að við stöndum okkur. Hræöslan viö aö standa sig ekki styrkist en sjálfstraustið veikist og feimn- in eykst. AÐ GERA EITTHVAÐ Feimni er tilfinning og þeirri til- finningu er ekki hægt aö stjórna frekar en öðrum tilfinn- ingum. Tilfinningar hellast yfir okkur, koma okkur að óvörum og viö ráöum engan veginn viö þær. Hins vegar ráöum viö sjálf hvaö við gerum í fram- haldi af þessum tilfinningum. Við ráöum aögerðum okkar. Það aö gera ekki neitt f á- kveðnu máli er að gera eitt- hvaö. Og það er þitt val að gera ekki neitt. Þú velur aö fresta. Þú velur aö gera kröfu um aö gera hið eina rétta. Þú velur aö gefa þér ekki kost á aö gera mistök. Þú velur að nálgast ekki fólk. Þú velur aö skella skuldinni á feimnina. Alit þetta eru aögeröir sem þú velur sjálfur. Þú gætir valið alveg þveröf- ugt. Þú gætir valið aö ráðast f þaö aö gera eitthvað í málinu í staö þess aö fresta því. Þú gætir valið aö gefa þér kost á aö gera þaö sem þér dettur í hug og taka þá áhættu aö það sé ekki hiö eina rétta. Þú gætir valið að nálgast fólk í staö þess aö loka þig inni. Þú gætir valið aö gefa fólki kost á aö ræöa viö þig um þig í staö þess aö fara í burt. Þú gætir valið allt aðrar aðgerðir en þú velur. FEIMNI Feimni er tilfinning sem stafar af skorti á sjálfstrausti í á- kveönu tilviki. Viö ráöum ekki viö þessa tilfinningu en viö ráöum viö aðgerðir okkar eöa viðbrögö viö feimninni. Þar sem aðgerðir okkar eöa viö- brögö eru sjálfvalin getum viö ekki kennt tilfinningunni um hvers vegna viö bregðumst viö á einn hátt en ekki annan. Viö getum ekki sagt: „Ég geri þetta ekki vegna þess aö ég er svo feiminn.” Viö getum hins vegar sagt: „Ég er feim- inn svo aö ég vel að gera þetta ekki." Valiö er þitt. Ef þú heldur áfram aö gera ekki neitt í málinu mun engin breyting verða á högum þín- um. Ef þú velur aö breyta til og gera eitthvað annaö en ekki neitt mun eitthvaö breyt- ast. Ef það er ekki nóg breyt- ing veröur þú þara aö finna enn önnur viöbrögö og svo framvegis. Ef þú heldur áfram aö velja að gera ekki neitt f málinu ættir þú aö leita til sálfræö- ings. Hvorki ég eöa nokkur annar mun halda því fram aö þetta verði auðvelt fyrir þig en það er heldur engin afsökun fyrir þvi aö gera ekki neitt. Gangi þér vel, Sigtryggur. ÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT ER ÉG AUMINGI? Mér finnst ég ekki vera 43 ára. Ég skil þaö aö minnsta kosti ekki mjög vel. Ég er ung og ráðvillt, langar aö gera svo margt. Margt vinnst hægt og hægt eins og flestir góöir hlut- ir vinnast en ég er farin aö gera mér Ijóst aö ég næ ekki öllu. Ég næ til dæmis ekki aö verða rík þótt mér hafi dottið ýmislegt i hug í því sambandi, til dæmis aö vera meö nám- skeiö og græöa þannig fé. í hverju er ég nógu góö til að halda námskeið? Eigin- lega er ég jafngóö í svo mörgu eöa jafnvond væri betra að segja því mér virðist mér vera aö fara aftur í svo mörgu en það er gjaldiö fyrir aö veröa sæmilegur í ööru. Tökum dæmi. Ég er aö verða voðalegur kokkur. Ég nenni ekki þessu sulli enda- laust. Eöa uppvaskinu. Ég er búin aö grípa mig f því aö ganga á milli vina og ættingja og boröa sitt lítiö hjá hverjum og gengur þetta alveg ágæt- lega. Þaö kemur enginn til mín því ég er alltaf aö flytja. Loksins þegar ég er komin í símaskrána flyt ég og þeir ör- fáu sem ætla aö heimsækja mig rata ekki til mín. Og vinna. Ég nenni því varla, finnst svo gaman aö finna mér einhver verkefni, ekki til aö vinna heldur framkvæma eöa skipuleggja en engin laun eru í boði. Búa til eitthvaö fal- legt sem margir vilja eiga en enginn vill þó borga fyrir. Eg er slæm í markaðssetn- ingu og þyrfti aö fara á nám- skeið en þvi nenni ég ekki heldur. Finnst svo þreytandi aö hlusta á þá sem þykjast allt vita. Ég veit ekki neitt mjög vel, svo mikiö veit ég, en ég get ekki haldið nám- skeið í því eöa hvaö? Nú, maöur er vel aö sér í kynlífi, búinn aö eiga fjögur börn og liggja fjórum sinnum á fæö- ingarheimilinu og nei, satt aö segja er ég ekki alveg viss um að vita svo mikið í þeim efnum. Hafið þiö heyrt um kennar- ann sem sótti um starf sókn- arprests? Hann sagðist hafa mikinn trúaráhuga og kunna margar bænir. Hann fékk ekki starfið en þaö geta allir kennt og fengiö kennslustarf því þaö er hálfgert aumingjastarf. Þar er ég komin að viökvæm- um punkti eöa eins og uppá- haldssamkennarinn minn fyrr og síðar sagöi og hann sagði það hátt: „Viö erum aumingj- ar.” Ætli þaö sé satt? Á ég mér ekki viöreisnar von? HILLINGAR Tíminn hefur ruglast við erum enn ung en samt verðum við að flýta okkur. Það er stundum dimmt hinum megin við Ijósið en við verðum að vera alls staðar verðum að elska alls staðar. Líka i myrkrinu. 18. TBL.1992 VIKAN 55 ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.