Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 68

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 68
Hár lokarahraði frystir hreyfingu. Þessi mynd var tekin á 1/2000 úr sekúndu. Ljósmyndarinn fylgdi hiaupurunum eftir með myndavélinni og hafði lokarahraðann 1/30 úr sekúndu til að leggja áherslu á hreyfingu hlauparanna gagnvart bákgrunninum. Filmur eru misljósnæmar. Sumar þurfa á mikilli lýsingu að halda til að tónarnir í myndinni samsvari viðtangsefninu en aðrar að- eins brot af þeirri lýsingu. Tím- inn sem lokarinn í myndavél- inni er opinn (hraði) og stærð opsins sem hleypir Ijósinu í gegnum linsuna (Ijósop) ákvarða í meginatriðum hvernig myndin verður lýst. Það má líkja því að taka mynd við að skrúfa frá krana og fylla glas af vatni. Ljósopið ákvarð- ar þykktina á bununni og hraðastillingin hversu lengi er skrúfað frá. Ef bunan er þykk þarf aðeins að renna í stuttan tíma en ef opið á krananum er lítið tekur lengri tíma að fylla glasið. Einfalt, ekki satt? Hraðinn er yfirleitt mældur í brotum úr sekúndu eöa heilum sekúndum; 1/1000 úr sekúndu eða 1000, 500, 250, 125, 60, 30,15,8,4,2,1 sek. 2 sek. og þannig koll af kolli. Ljósopiö er aftur á móti mælt í tölugildum sem reiknuð eru á milli hlut- falls breiddar opsins á linsunni og brennivíddar (fokal length) hennar; 1.4, 2, 2.8, 4, 5.6, 8, 11, 16, 22. Af áðurtöldum Ijós- opum er 1.4 stagrst en 22 minnst en þessi númeraröð vill stundum rugla byrjendur í rím- inu. Á sama hátt og hraðinn helmingast á milli 500 og 1000 helmingast Ijósmagnið sem linsan hleypir í gegn um sig á milli Ijósopa. Hraða- og Ijós- opsstillingarnar mynda þannig samband sín á milli svipað og vogarskálar. Sem dæmi má taka að Ijósmagnið, sem end- ar á filmunni, veröur jafnt ef hraðinn er 1000 og Ijósopið 4 og ef hlutfallið er 500/5.6, 250/ 8, 125/11, 60/16 og 30/22. Sérstök hraðastilling er fyrir myndatökur með flassi, oftast á bilinu 1/60 til 1/250 sek. Ef flasshraðinn og lokarahraðinn fara ekki saman lýsist einungis hluti filmurammans, þannig að gæta ber þess að samræmi sé á milli lokarans og flassins. Þá er stilling þar sem lokarinn helst opinn á meðan þrýst er á afhleyparahnappinn og er hún táknuð með bókstafnum B. Þessi eiginleiki er helst nýtan- legur þegar birtumagn er mjög takmarkað og lokarinn þarf að vera opinn mjög lengi eða við kringumstæður þar sem erfitt Ég vildi gefa myndinni líf og færði mig aftur á bak á sama tíma og fyrirsætan nálgaðist en lokara- hraðinn var1/30 úr sekúndu. er að átta sig á ijósgjafanum og vissara er að hafa lokarann opinn eins og við eldinga- eða flugeldamyndatöku. Atvinnu- Ijósmyndarar nota B-stilling- una líka mikið við stúdióvinnu. í siðustu grein töluðum viö um linsur og vékum stuttlega að því hvernig Ijósopið stjórn- ar því hvað fókussvið (brenni- punktur) myndarinnar verður djúpt og þið munið að sjálf- sögðu að þeim mun minna sem Ijósopið er þeim mun dýpra verður þetta svæði. Hraðinn ákvarðar hins vegar hvort fyrirmyndin verður skýr eða lítur út fyrir að vera hreyfð á filmunni. Til að koma í veg fyrir hreyfingu á myndinni ef mynd er tekin með því að halda á myndavélinni (í staö þess að nota þrífót) er til ein- föld þumalputtaregla um hlut- fallið á milli brennividdarinnar og hraðans á lokaranum. Reglan er sú að velja skal hraða sem hefur hærra tölu- gildi en brennivídd linsunnar. Ef linsan er 50 mm skal hrað- inn ekki vera minni en 60 eða 1/60 úr sek. Á sama hátt má hraðinn ekki vera minni en 125 ef linsan hefur brennivídd á bilinu 70 mm til 105mm og 1/250 úr sek. er lágmarkshrað- inn fyrir linsu með brennivídd- ina 250 mm. Þetta hlutfall á sér stað vegna þess að þeim mun lengri sem brennivíddin er þeim mun þyngri er linsan og erfiðara að halda mynda- vélinni kyrri. Einnig ýkist hreyf- ing myndavélarinnar vegna aðdráttarins sem þjappar við- fangsefninu saman innan filmurammans. Hraðastillinguna á lokaran- um er hægt að nota á skap- andi hátt og hefur sú tækni veitt okkur sýn inn í heim sem er ekki sjáanlegur með berum augum. Flestir hafa séö mynd- ir af rennandi ám sem standa kyrrar eða líða eins og slæður af því að lokarinn var opinn svo lengi, 1/15 sek. eöa lengur. Á sama hátt er hægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.