Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 62
TEXTIOG MYNDIR: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Ef þú ert svo heppinn að elska skaltu fara til Par- ísar og njóta lífsins. Ef þú elskar ekki skaltu samt fara til Parísar því þar lærirðu að elska. Hvert sem þú lítur sérðu ástfangið fólk. Sumir hafa fundið hina einu sönnu ást, aðrir elska listaverk, fal- leg föt, góðan mat, fallegt fólk og skemmtistaði sem eru opnir allar nætur. Parísarbúar eru svo sannarlega ástríðu- fullir og það veröa ferða- mennirnir, sem þangað koma, einnig. Það er því ekki að undra að íslendingar leggi leið sína í auknum mæli til höfuðborgar Frakklands. París er borg æsku og feg- urðar og svo hefur ætíð verið. Það voru ungir hugsjóna- menn sem frelsuðu Paris og Frakkland undan oki krúnunn- ar árið 1789 og fimmtíu árum síöar voru það enn ungir menn sem settu svip sinn á Parísaborg. Þetta voru rithöf- undar, málarar, tónlistarmenn og heimspekingar sem áttu það sameiginlegt að njóta lífsins þrátt fyrir þröng fjárráö. Þeir hittust á kaffihúsum og sátu þar klukkutímum saman yfir einum kaffibolla og ræddu um lífið og ástina. Tæpri öld síðar sátu franskir og banda- rískir listamenn enn á kaffi- húsum Parísarborgar, ortu ó- dauöleg Ijóð og ræddu málin. Enn þann dag í dag eru kaffihúsin vinsæl meöal lista- manna, hvort sem þeir eru að skapa ódauöleg listaverk eöa aðeins að láta tímann líða. Námsmenn og feröamenn eru ekki síöur hrifnir af kaffi- húsunum enda ósköp nota- legt að sitja úti undir berum himni með kaffibolla eða Perrier og horfa á mannlífið. Rudolph og Mimi og fleiri persónur, sem í kringum 1840 uröu kveikjan að bók Murgers, La Boheme, hittust á kaffihúsinu Momus í Latínu- hverfinu. Hemmingway, Fitz- gerald, Gertrude Stein og þeirra vinir kusu frekar að hitt- ast á Café de Flore eða Les deux Magots sem eru hliö við hlið á Boulevard St. Germain. Þessi kaffihús eru ennþá mjög vinsæl, sérstaklega meðal ferðamanna. The Clos- erie des Lilas á Montparn- asse var einnig vinsæll staöur meðal bandarískra og franskra rithöfunda á fimmta áratugnum og er núna eitt af þeim kaffihúsum sem þykir hvað „fínast” að fara á. Kaffihúsin í Les Halles- hverfinu eru engu síðri enda er þar ætíö mikiö götulíf. Café Costes við Place des Inn- ocents er líklega frægasta kaffihúsið þar enda mjög vel hannað og nýtískulegt. Þang- að sækir margt ungt fólk, þó svo að staðurinn sé ekki með þeim ódýrari í París. Unga fólkið, sem hefur góða vinnu eöa á sæmilega efnaða foreldra, situr á kaffi- húsunum við Les Halles á meðan jafnaldrarnir, sem ekki hafa eins mikla peninga milli handanna, láta fara vel um sig fyrir utan Pompidou-safnið eða Beauborg eins og margir Parísarbúar vilja kalla það. Þar er mjög gaman að sitja og fylgjast með mannlífinu. Margir reyna að safna pen- ingum fyrir mat og víni með því aö skemmta fólki með tónlist eða leik, aðrir með því að teikna myndir af ferða- mönnum eða flétta hár þeirra. Sumir koma þarna aðeins til að láta sér ekki leiðast og kynnast áhugaveröu fólki. Þarna ekki langt frá er einn vinsælasti næturklúbbur Par- isarborgar, Les Bains- douche. Þar safnast „fallega” unga fólkið í París saman upp úr miðnætti og skemmtir sér þar til fyrstu geislar sólarinnar fara aö skína. Vígalegir dyra- verðir standa í dyrunum og á- kveða hverjum er hleypt inn. Flestir sem þarp^ koma eru fastagestir og” margir með VlP-kort. Þeir sem líta út fyrir aö vera ferðamenn fá ekki aðgang nema þeir hafi eitt- hvað sérstakt til að bera. Það er því einfaldast að klæða sig í samræmi við gesti staðarins og láta sig falla í hópinn. Ef þú ert heppin og brosir tallega til dyravaröanna er aldrei að vita nema þú komist frítt inn á diskótekiö, þetta á að vísu aðeins við um stelpur, annars er aögangseyririnn um þús- und krónur íslenskar. Staðurinn er tvískiptur og minnir örlítiö á Ingólfscafé enda er það víst svo að Bjarni Breiöfjörð, eigandi Ing- ólfscafé, og hans vinir eru fastagestir á Les Bains- douche þegar þeir eiga leiö um heimsborgina. Á efri hæðinni er bar í nota- legri kantinum og nóg af boröum sem þægilegt er aö sitja við. í kjallaranum er dansgólf og er það eini stað- urinn I húsinu sem þarf aö borga sig inn á. Dansgólfið er ekki stórt en þeir sem þar eru skemmta sér vel. Mér til mikillar ánægju tók ég eftir aö staðinn sækir mik- iö af óvenju fallegu fólki sem engum leiðist að horfa á. Meirihluti gesta eru myndar- legir karlmenn en margar kvenfyrirsætur, þekktar sem óþekktar, hafa einnig gaman af að skemmta sér þarna og svo er einnig um annað fólk úr tískuheiminum. Á Les Bains-douche er flott aö vera ööruvísi, svo framar- lega sem gesturinn klæðist ekki hefðbundnum jakkaföt- um og bindi. Þarna eru því margar skemmtilegar týpur sem gaman er að spjalla við en greinilega eru margir á einhverju öðru og sterkara en áfengi. Þeir allra hörðustu eru að skemmta sér til rúmlega sex um morguninn en þá er lok- að. Áður fyrr mættu skemmt- anafíklarnir beint af nætur- klúbbunum á markaðina sem hófust klukkan fimm á morgn- ana og fengu sér lauksúpu. Nú hafa kaffihúsin tekið við af bændakonunum á mörkuðun- um og sjá um að veita þreytt- um gestum næturklúbbanna örlitla hressingu í morgunsár- ið. Veitingahús eru ekki síður vinsæl en kaffihús í París enda kunna allir sannir Frakk- ar að meta góðan mat. París- arbúar eru ekki hrifnir af því að hafa mikið fyrir hlutunum og því er mikið um að vinir og kunningjar hittist á veitinga- stað í stað þess aö bjóða hver öðrum heim. í góöu veðri er upplagt að legga leið sína út á eyjuna St. Louis í ánni Signu. Þar eru fjöldamargir veitingastaðir, hver öörum betri, enda eru götur eyjunnar fullar af ferða- mönnum og Parísarbúum langt fram á nótt. Húsin eru mörg mjög gömul og falleg. Um miðja 19. öld bjuggu þar margir af frægustu bóhemum þess tíma. íbúðaverö á eyj- unni hefur því miður hækkað mjög mikið á undanförnum áratugum og því eru fáir námsmenn sem um þessar mundir hafa efni á aö leigja sér íbúö þar. Námsmenn og annað ungt fólk lætur það þó ekki aftra sér frá því að heim- sækja eyjuna enda er ætíö mikið líf og fjör á götunum, sérstaklega þegar kvölda tek- ur. Á lle St. Louis eru eins og áður sagöi margir góðir veit- ingastaðir og vil ég þá sér- staklega nefna skemmtistað Recruteurs liðsforingja, La taverna du Sergent Recrete- ur, sem er mikið sóttur af bæði ferðamönnum og París- arbúum. Þar leika þjónarnir við hvern sinn fingur og ham- ast við aö gera at í gestunum. Þar er alltaf mikið fjör og má segja aö þetta sé ekta fransk- ur staöur þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér yfir 62 VIKAN 18. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.