Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 61

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 61
tækifæri til viðskipta á alþjóð- legum grundvelli. Síðast en ekki síst skapast sterk tengsl milli menntunar og atvinnulífs. Einmitt þar erum við komin að rúsfnunni frægu. FJÖR í FERÐUM Reyndar eru rúsínurnar ýmsar og þær koma víða að. Við erum á veitingahúsi í Reykja- vík þar sem getur að Ifta fríð- an hóp, hressan og kátan, blíðan og breiðbrosandi. Skrítið. Alls kyns hreimur og tóntegundir, alls kyns afbrigði af ensku tungutaki. Öll sam- skipti milli fólksins fara fram á ensku en hér er kominn hópur erlendra viðskipta- og hag- fræðinema á vegum samtak- anna. Fólkið starfar í sumar hjá hinum og þessum fyrirtækjum íslenskum og fer jafnframt í fjörugar öræfaferðir, að sögn. Frá Afríkuríkinu Sierra Leone kemur Alhusine Bangura. Hann starfar á alþjóöasviöi íslandsbanka. Nú er einmitt ein slík á döf- inni. Einn forsvarsmanna samtakanna hér á landi stendur uppi á stól og upphef- ur enska raust um það að nú skuli skvett úr klaufunum í Landmannalaugum. „Munið að hafa með ykkur eitthvað að borða,” virðist ætla að verða síðasta setningin en þegar annar fóturinn er rétt við það að snerta gólfið, ofan Austurríkismaóurinn Christian Schreiber starfar hjá Tollvörugeymslunni hf. Ana M. Santa Olalla frá Spáni. Hún vinnur hjá Eimskip viö ýmiss konar tölfræöivinnu og tölvur. af stólnum, kippir eigandi raddarinnar honum aftur upp á setuna og bætir við: „Já, verðið!” Þetta virðist vekja al- menna kátínu í hópnum sem greinilega er farinn að venjast íslensku verðlagi því að fimm þúsund krónur virðast falla vel í heimshornakramið. í það minnsta eru engin mótmæli viðhöfð. í samtali við Karl Jóhannes- son, formann AIESEC á ís- landi, kom fram að samtökin séu virk á vetrum en þá eru engir erlendir nemar starfandi hér á landi. Þá eru meðal annars haldnar ráðstefnur og námskeiö, til dæmis í ræðu- mennsku, framkomu og ýms- um öðrum efnum sem há- skólanemum eru hugleikin. Kvað Karl engar hömlur á þátttöku annarra en nema f viðskipta- eða hagfræði, nóg væri að félagar hefðu áhuga á viðskiptum. Héðan frá íslandi hafa töluvert margir farið til starfa hjá erlendum fyrirtækj- um, meðal annars núverandi framkvæmdastjóri Pizza Hut á íslandi en hann fór á vegum AIESEC til fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Einnig sagði Karl að uppi væru hugmyndir um að koma á sérstökum tengslum við eitt- hvert land, til dæmis Japan, þar sem hópar þaðan kæmu hingað og hópar héðan færu þangað til þess að kynna sér land og þjóð og koma aukin- heldur á einhverjum viðskipta- tengslum á persónulegan hátt. Dæmi eru um slík sam- skipti við ýmsar þjóðir, til dæmis hafa ýmis fyrirtæki leit- að fanga hjá AIESEC hér á landi um væntanlega starfs- menn erlendis frá, starfsmenn sem gætu jafnvel aflað gagna og/eða sambanda við vænt- anlega viðskiptavini viðkom- andi lands. Sfðan kæmu við- skipta- og hagfræðistúdent- arnir hingað og héldu áfram að vinna við þessi verkefni. HVER, HVAÐAN OG HVAÐ? Eins og hér hefur verið tæpt á eiga fyrirtæki og stofnanir þess kost að ráða til sín er- lenda stúdenta og blaðamað- ur Vikunnar hitti einmitt nokkra úr slíkum hópi sem hér starfa nú. Þarna voru til dæmis Álhusine Bangura frá Afríkuríkinu Sierra Leone en hann starfar hjá íslands- banka, á alþjóðasviði og Ana M. Santa Olalla frá Madrid á Spáni en hún starfar við tölvu- úrvinnslu og tölfræði ýmiss konar hjá Eimskip. Frá Tyrk- landi, nánar tiltekið frá höfuð- borginni Istanbul, koma þau Besir Amcaoglu en hann starfar hjá tölvudeild Raf- magnsveitna ríkisins og Aslih- an Yldiz sem nú vinnur hjá Búnaðarbankanum, í erlend- um ábyrgðum. Hún hefur þó komið víðar við innan bank- ans, til dæmis í bókhaldi og erlendum viðskiptum. Þá er ó- talinn Austurríkismaðurinn Cristian Schreiber sem er hjá Tollvörugeymslunni þar sem hann sér um að koma á við- skiptasamböndum íslenskra innflytjenda við framleiðendur í Austurríki, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu. Allt þetta ágæta fólk er fé- lagsbundið í AIESEC og hefur uppfyllt kröfur núverandi at- Til þess að nemunum leið- ist ekki er allt gert til þess að koma þeim f félagsskap, til dæmis með kynningarferðum um hverja helgi og eru þær ferðir farnar á vegum samtak- Búnaðarbankinn réó Aslihan Yldiz frá Tyrklandi og þar starfar hún nú í erlendum ábyrgöum. anna. Ennfremur sjá fulltrúar AIESEC um hvert það mál sem upp kann að koma hjá stúdentinum meðan hann dvelst í viðkomandi landi. Samkvæmt öllu þvf sem hér hefur verið rakið, um rætt og upp talið er um geysilega skemmtileg félagasamtök að ræða og rétt að ítreka að fólk þarf ekki endilega að stunda vinnuveitenda sinna um til dæmis hæfni, þjóðerni og tungumálakunnáttu, menntun og starfstfma og svarar á ann- an hátt til þeirra starfslýsingar sem tilteknar eru. Samtökin sjá síðan um að velja þann skiptinema sem best hentar þessum kröfum en umsækj- endur eru um sex þúsund talsins ár hvert. Ennfremur sjá samtökin um að taka á móti nemanum, fylgja honum fyrsta daginn á vinnustað, útvega honum húsnæði, vegabréfsá- ritun og heilbrigðisvottorð. nám í þessum tilteknu grein- um til að öðlast rétt til inntöku. Við kveðjum þennan skemmti- lega hóp sem hér hefur dvalist, vonandi f góðu yfirlæti, f sum- ar og fyrir þá sem vantar fleiri og ef til vill ítarlegri upplýsing- ar er rétt að láta símanúmer samtakanna fylgja en það er 354-1 (sem er landið fyrir þá sem hringja að utan plús svæðisnúmerið) - 29932. Að- stöðu hefur íslandsdeild sam- takanna að Bjarkagötu 6 í Reykjavík. Já, hún er ekki stór, kúlan okkar, móðir jörð. □ Formaöur Aiesec, Kari Jó* hannesson (lengst t.v.) ásamt viömæl- endum Vikunnar o.fl. Þarna veltir fólk vöngum sitt á hvaó um AIES- EC, tilveru þess og tilgang. 18. TBL. 1992 VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.