Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 60

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 60
Föngulegur hópur hvaöanæva úr heiminum. Þetta eru viöskipta- og hagfræöinemar, íslenskir og erlendir, sem eru félagar í alþjóðlegum samtökum, AIESEC. Hér á landi starfa erlendu stúdentarnir hjá íslenskum fyrirtækjum. AlþjóSleg samtök stúdenta í viSskipta- og hagfræSi ÖLL VIÐ ERUM SAMMÆÐRA OG MOÐIR Skrítin, þessi tilfinning. Þarna gengur maður inn í hóp af útlending- um héðan og þaðan, frá þjóð- um með stóran skerf af mann- kynssögunni. Hér, uppi í skúmaskoti veraldar. Það skiptir samt engu og á engu að skipta. Hvarvetna um jarð- arkúluna dreifist allra handa fólk, lítið fólk, stórt, svert og mjótt, litað og Ijóst og allt þar á milli. Með þeirri samgöngu- tækni sem í boði er á tölvuöld verður þessi kúla ákaflega lítil og létt yfirferðar og þess hátt- ar gerir það að verkum að mannleg samskipti aukast til mikilla muna. Við komumst að OKKAR JORÐIN því að þrátt fyrir allt erum við ekki eins, álíka en ekki eins. Vitaskuld erum við ekki eins. Ef við værum öll eins væri lítt í þessi samskipti spunnið. En við erum viti borin og það er skrítið en skemmti- legt fyrirbæri, þetta vit, því það má nota til þess að skilja skrítna og skemmtilega hluti, atvik og fólk, menningu þess, athafnir og hugsun. Flestir sem ferðast um heiminn gera það helst til þess að kynnast menningu, kynnast fólki, finna fyrir því, leita sannleikans, upprunans. Eða jafnvel reyna að leysa lífsgátuna, sem verð- ur vlst seint leyst. Hvað sem því líður er það eitt göfugasta hlutverk þess- arar tegundar, hins viti borna manns, að eiga samskipti við aðra, sömu tegundar, með þeim hætti að hvorugur beri skarðan hlut frá borði, hljóti af þv( meiðsl, andleg eða likam- leg eða verði að öðru leyti fyr- ir skaða af annarra hálfu. Menn hafa löngum gert sér grein fyrir þessu en hatursfull barátta um auð og völd hefur frá örófi alda gert meirihluta mannkyns ákaflega erfitt fyrir við að uppfylla þessar skyn- semikröfur. Þó hafa margir risið upp gegn ofbeldi og skammsýnum eiginhags- munaseggjum og ein slík hreyfing er AIESEC, Associ- ation Internationale des Etudi- ants en Schiences Econo- miques et Commerciales. Til upplýsingar þeim sem hafa slík latínuskotin heiti ekki á tæru fylgir hér íslensk þýðing sem heiti samtaka þessara upp á íslensku: Alþjóðasam- tök viðskipta- og hagfræði- nema. ÞÁ VAR NÓG KOMIÐ Samtökin skipa háskólanemar í viðskiptum og hagfræði sem stunda ákveðna listsköpun, að minnsta kosti samkvæmt kjörorði samtakanna sem hljóðar upp á „listina að vera alþjóðleguf. Félagsskapur þessi var stofnaður á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, nánar tiltekið árið 1948. Þá töldu þeir sem fyrir stofnun samtakanna stóðu að við svo búið mætti ekki standa. „Hingað og ekki lengra,” sögðu menn enda lágu milljónir manna í valn- um. Fádæma grimmd og gíf- urlegt hatur örfárra einstak- linga leiddi af sér slíkar og þvílíkar hamfarir að litlu mátti muna að heill kynstofn yrði þurrkaður út. Valdafíkn, heimsyfirráð, drottnun. Allt eru þetta orð sem lýsa kenndum sem ekkert eiga skylt við mannlega skynsemi eða samskipti heldur einungis afbrigðileika, sjúkdóm. AIES- EC-samtökin, félagsskapur menntafólks, spratt upp og beindi kröftum sínum að rót- um meinsins. Ræturnar liggja f samskipt- unum, ekki í hagsmunapólitík eða tísku. Að þessum rótum ber að hlúa, rækta þær og virða sem uppsprettu menn- ingarinnar, hverrar þjóðar sem hún er og hvaða ein- kenni sem hún ber. Fordómar eru ekki bara orð. Fordómar eru hugsun, skoðun, afstaða, grundaðir á veikum velli van- þekkingarinnar. Kastali reistur úr sandi sem hvaða rökalda sem er getur skolað fyrirhafn- arlaust á haf út. Þvf er eitt meginatriðið f markmiðum samtakanna að auka skuli vit- und og víðsýni ungs fólks þannig að það geri sér grein fyrir og virði menningu og við- horf annarra þjóða. Þessu ná félagar í AIESEC fram með því að ferðast um heiminn, staldra við hér og þar, starfa og stússa með þar- lendum. Þannig hyggjast þeir öðlast starfsreynslu við áður ókunnar aðstæður auk þess sem með því skapast aukin 60 VIKAN 18.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.