Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 66

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 66
PKU-FÉLAGIÐ Framh. af bls. 41 miðla þekkingu sinni áfram. Til þess hef ég útbú- ið blöð með upplýsingum um sjúkdóminn og meðferðina. Þessum blöðum er hægt að dreifa til þeirra sem hafa með börnin að gera. UMFANGSMIKIL NÆRINGARMEDFERD Þetta er umfangsmesta næringarmeðferð sem einstaklingar þurfa að fara í gegnum. Þessi börn þurfa að vera á sérmjólk eins og viö köllum það. Það er í rauninni ekki bara mjólk heldur drykkur sem kemur í staðinn fyrir venjulegt eggjahvítu- fæði eins og kjöt, fisk og mjólkurvörur og gefur þeim allar lífsnauðsynlegar aminósýrur nema fenýlalanín auk allra vítamina og steinefna sem þau þurfa á aö halda. Drykkurinn er því um 60- 70% af fæðunni þeirra. Síðan verða þau að fá nægjanlegt af hitaeiningum og jafnframt örlítið magn af fenýlalaníni. Meðferðin fyrstu mánuðina gengur út á aö finna hvað mikið af fenýlalaníni hver einstakling- ur þolir. Það er einstaklingsbundið. Síðan, þegar maður er búinn að finna það út, helst það nokk- uö stööugt en getur þó breyst. Til þess að þau fái nægjanlegt af hitaeiningum og þessu litla fenýlalaníni verður að skammta þeim allar fæðu- tegundir sem innihalda prótín. Við notum á- kveðna skiptilista, þumalputtareglur og tvær mis- munandi reiknisaðferðir. Það verður að vigta nánast allan mat. Það eru aðeins fáeinar fæðu- tegundir sem þau mega borða frjálst og það er í rauninni hrein fita og sykur, en til þess að fá nægjanlegt af hitaeiningum veröa þau að borða prótínsnauöar vörur. Þær eru allar sérpantaðar, aðallega frá Svíþjóð og Bretlandi.” Valgerður segir að prótínsnauðu vörurnar séu ákaflega dýrar og það sé einmitt eitt af því sem nýstofnuð samtök geti beitt sér fyrir að komiö verði til móts viö þann kostnað að hluta. ÖDRUVÍSI EN EÐLILEGT „Ef farið er eftir ráðleggingum eru þetta frískir einstaklingar. Fæðið þeirra getur aldrei líkst venjulegu fæði. Þau verða að taka með sér mat þangaö sem þau fara, til dæmis á veitingahús, í afmæli og í skóla. Það er hægt að hafa suma hluti á stööunum þar sem þau dvelja mest. Á leikskólunum er hægt að hafa ýmislegt hráefni til staðar og þar þarf að laga mat fyrir þau sérstak- lega samkvæmt þessum forskriftum öllum. Þetta er langtímameðferð og það er mikilvægt að hlutirnir gangi upp nokkurn veginn dag frá degi. Ákveðin stöðlun er nauðsynleg, en það getur verið ákaflega erfitt að fylgja henni á ald- ursskeiðinu eins til fjögurra ára. Þetta er oft mjög erfitt tímabil. PKU-börnin eru eins og önnur börn hvað varðar að vilja ekki alltaf borða. Það er hlutur sem maður stressar sig ekki á með frísk börn því þau borða þegar þau eru svöng og borða mismikið. PKU-börnin þurfa hins vegar alltaf að fá í sig ákveðið magn af ákveðinni fæðu og það getur valdið ákaflega miklu taugastríði. Ég vinn með foreldrunum að því að finna lausnir og reyna þá að liðka til, innan þeirra marka sem er hægt, þannig að börnin séu ekki pínd og hvekkt. Það verður að sýna ákaflega mikla stað- festu og enga vorkunnsemi alveg frá upphafi. Versti óvinurinn er í rauninni vorkunnsemi fóiks við þá sem eru öðruvísi. Þessir foreldrar og börn mæta oft viðhorfinu „aumingja þú, mátt ekki fá þetta og hitt”, sem er slæmt. Foreldrunum er vorkunn ef ekki er farið eftir því sem við erum að ráðleggja þeim en ekki ef þeir mæta skilningi á að fæði barnanna þeirra er og verður öðruvísi en venjulegt fæði. Fæðið er öðruvísi en það er eðli- legt fyrir þessa einstaklinga.” FÉKK EKKI PLÁSS Á DAGHEIMILI Ásgeir Henningsson er 17 ára Keflvíkingur, fæddist árið 1975. Hann var fyrsta PKU-barnið sem greindist eftir að búið var aö koma skipu- lagöri leit á laggirnar og jafnframt fyrsta barnið sem rak á fjörur Atla Dagbjartssonar barnalækn- is, eftir að Atli kom úr framhaldsnámi. Ásgeir hætti á sérfæði átta ára gamall. Hann segist nú orðið borða allt venjulegt fæði en drekka lítið af mjólk og fara í blóðprufu tvisvar á ári. Ásgeir og Henning L. Guðmundsson, pabbi hans, féllust góðfúslega á að rifja upp hvernig þetta hafði á- hrif á líf Ásgeirs og fjölskyldunnar á sinum tíma. Það er Ásgeir sem hefur orðið: „Ég man mjög lítið. Ég man að þetta var leiðin- legt og það var alltaf verið að vigta allt ofan í mig og mér fannst aminósýrudrykkurinn vondur.” Ás- geir segist ekki muna til þess að hann hafi gert uppreisn á matartímum. „Mamma var alltaf heima og lét mig drekka þetta. Ég held éc) hafi aldrei sleppt því. Ég varð aö gera þetta.” Asgeir virðist vera laus við að minningarnar frá þessum tíma plagi hann. Hann segist ekki muna eftir að þetta hafi háð sér. „Þegar ég var úti með vinum mínum var bara eins og ég hugsaði ekkert út i mat.” Henning tekur í sama streng og segir aö þetta hafi allt gengið mjög vel. „Þetta var áfall fyrir okk- ur í fyrstu og við vorum ekki alveg í rónni. Síðan var þetta aðallega vinna. Við fengum leiðbeining- ar um fæðið hjá Önnu Eddu sem var þá næring- arráðgjafi á Borgarspítalanum. Hún útbjó fyrir okkur möppu með upplýsingum, þar sem búið var að reikna allt út og við fórum alltaf af og til að tala við hana. Iðunnar-apótek var með einkaleyfi á innflutningi á aminósýrudrykknum. Hann var í duftformi og við blönduðum þetta síðan út í soðið vatn. Þetta kom í stórum pappakössum og við þurftum alltaf að fá marga kassa í einu. Það voru þá bara tvö börn í landinu sem þurftu þetta duft. Hinn strákurinn sem var með þetta var nokkrum árum yngri og bjó í Hafnarfirði. Einu sinni vorum við uppiskroppa með duftið og pönt- un föst í tolli. Þá fóru þeir í apótekinu fyrir okkur í Hafnarfjörð til að fá lánað fyrir okkur. Þeir voru alltaf mjög liðlegir. Ég man að það fylgdi okkur alltaf mikill útbún- aður þegar fjölskyldan fór eitthvað, sérstaklega í sumarfrí. Það var líka alltaf eitthvað sérstakt fyrir Ásgeir með matnum en megnið af fæðunni hans var samt aminósýrudrykkurinn. Ég man líka að hann var hrifinn af gulrótum og það kom fram I húðinni á honum.” Henning segir að ættingjarnir hafi allir sýnt skilning á þessu og Ásgeir hafi sjálfur verið snemma farinn að segja nei við því sem hann mátti ekki fá. „Hann var einstaklega meðfærileg- ur. Ég man bara eftir einu atviki í eldhúsinu þar sem mamma hans hafði verið að skera niður köku og brugðið sér eitthvað frá. Þegar hún kom aftur var Ásgeir búinn að lauma upp í sig einum kökubita en reyndi að fela að hann væri með full- an munninn og þóttist vera að sópa saman mylsnunni. Við áttum eiginlega í meiri erfiöleik- um með yngri soninn. Hann hefur alla tíð verið mjög matvandur og notaði þetta þegar hann vildi ekki borða eitthvað. Sagði að læknirinn hefði sagt að það mætti ekki borða þetta.” Þótt Asgeir hafi verið meðfærilegur hafði sjúk- dómurinn sín áhrif. „Við gátum ekki fengið dag- heimilispláss,” segir Henning. „Við sóttum um pláss en eftir að félagsmálastjórinn hér í Keflavík hafði ráðfært sig við Atla sagði hann okkur að þeir vildu ekki taka áhættuna á að hafa hann. Við prófuðum að hafa hann hjá dagmömmu en gáfumst upp á því. Þetta gekk ekki upp á þess- um tíma.” Henning segir að Atli hafi ráðfært sig til Bandaríkjanna og Englands áður en hann tók Ásgeir af fæöinu átta ára gamlan. Allar mælingar hafi komiö vel út síðan ef frá sé talið sumarið á eftir. „Þá hækkaði hann aðeins og við þurftum að draga úr prótínmagninu um sinn.” Þeir feðgarnir rifja upp skondin atvik af því þegar Ásgeir byrjaði aftur á venjulegu fæði. "Manstu ekki þegar við fórum austur fyrir fjall, „segir Henning og brosir. „Þú máttir fara að borða allt og varst búinn horfa löngunaraugum á krakkana sem mamma þín var að passa háma í sig skyr og rjóma.” „Jú,” segir Ásgeir og kimir. „Svo smakkaði ég og fannst þetta alveg ógeöslegt.” Henning sýnir meö látbragði hvernig Ásgeir hafi ráðist aö disknum og skóflað upp í sig einni skeið en æpt strax upp yfir sig. „Þetta endaði svona. Annars var fólk eiginlega jafnhissa á því hvað gekk vel fyrir Ásgeir að byrja á venjulegu fæði eins og það hafði verið hissa á hvað gekk vel að halda honum frá því.” Ásgeir segist muna eftir fyrstu ferðinni á Pylsuvagninn. „Ég man að mér fannst gott og gaman að geta borðað svona eins og hinir.” Núna segist Ásgeir vera búinn að vera svo lengi á venjulegu fæði aö hann sé alveg hættur að pæla í þessu. Þetta er kafli sem heyrir fortíð- inni til og Ásgeir tekst á við lífiö eins og hver annar, sækir sitt nám í Fjölbrautaskóla Suöur- nesja og á lífiö framundan. □ Ásgeir Henningsson var fyrsta PKU-barniö sem greindist. Hér er hann ásamt föður sínum, Henning L. Guómundssyni. 66 VIKAN 18. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.