Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 24

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 24
TEXTI: SÆMUNDUR GUÐVINSSON / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Almenningur í fyrrum Sovétríkjunum gerir sér grein fyrir því núna hversu stjórn kommún- ista var slæm. Hins vegar stendur fólk nú frammi fyrir því vandamáli að forsjá hins opinbera er ekki lengur eins og var. Áður höfðu allir at- vinnu en núna er viða mikið atvinnuleysi og matarskortur og fólk er ráðvillt, spyr hvort þetta slæma ástand, sem nú ríkir, sé lýðræðið i fram- kvæmd. Við höfum fengið frelsi en erum að súpa seyðið af óstjórn kommúnista áratug- um saman. Nú eru afleiðing- arnar að koma fram og þetta eru erfiðir umbrotatímar. Fólk- ið í Sovétríkjunum er gott en leiðtogar kommúnistaflokksins slæmir menn. Mér finnst núna eins og ég hafi verið lokuð inni í fangelsi fyrir geðsjúkl- inga í fjörutíu ár.” Lidiu Einarsson er mikið niðri fyrir þegar hún segir frá ástandinu í fyrrum Sovétríkj- unum sem nú eru kölluð Sam- veldislöndin. Þetta er jarp- hærð, falleg kona sem geislar af lífsorku og talar af mikilli til- finningu nánast með öllum lík- amanum. Andlitið verður raunalegt og augun döpur þegar hún ræðir um ófrelsið sem hún bjó við undir alræði kommúnista og það er harka í svipnum þegar hún rifjar upp þær blekkingar og lygar sem stjórnvöld beittu gegn al- menningi. Hún er flutt hingað til lands fyrir skömmu frá lýð- veldinu Kurgan austur við Sí- beríu. Þar bjó hún í sam- nefndri 450 þúsund íbúa borg. Flugtíminn þangað frá Moskvu er um tvær og hálf klukkustund. Nú býr hún hér með eiginmanni sínum, Ósk- ari Einarssyni framkvæmda- stjóra sem gjarnan er kenndur við Sindra. VIÐ TREYSTUM Á GUÐ „Núna, þegar allt er í upp- lausn, horfum við til himnins og biðjum Guð að koma okkur til hjálpar. Áður máttum við ekki sýna trúna í verki því við áttum bara að tilbiðja Flokkinn og leiðtoga hans. Þeir sem sýndu trú sína á Guð voru hæddir og spottaðir. Fólkið þurfti að stunda trúna á laun og það voru ekki nema fáir sem þorðu að sækja kirkju þótt trúfrelsi ríkti að nafninu til,” segir Lidia. „Fyrir tíma Gorbatsjovs mátt- um við í raun ekki hugsa sjálf- stætt, hvað þá segja það sem við hugsuðum nema það væri samkvæmt línu frá leiðtogum kommúnistaflokksins. Það var svo eins og flóðgáttir opnuðust þegar Gorbatsjov náði völdum. Við gátum farið að skiptast á skoðunum og rökræða hlutina en allt til þessa er eins og al- menningur í Kurgan trúi því ekki að lögregla, herinn eða KGB liggi ekki einhvers staðar á hleri eins og áður. Fólkið er ennþá hrætt en það er óðum að öðlast sjálfstraust og upp- götva að það hefur frelsi til að tala og hugsa." BLEKKT Á SKIPULAGÐAN HÁTT í Kurgan vann Lidia á tilrauna- stofu þar sem unnið var við rannsóknir þróunarverkefna á hátæknisviðum. Hvað vissi hún um lífið á Vesturlöndum og hvaða tækifæri hafði hún til að afla sér upplýsinga um ástand mála vestan járn- tjalds? „Þeim áróðri var stöðugt haldið að mér eins og öllum öðrum að það væri allt best í í Sovétríkjunum. Við vorum blekkt á skipulagðan hátt og stanslaust logið að okkur í fjölmiðlum. Sjónvarpið sýndi myndir af velmegun og ham- ingjuríku lífi sovéskra borgara þar sem draup smjör af hverju strái og umhyggja fyrir lands- mönnum sat i fyrirrúmi. Svo voru sýndar myndir um fá- tækt, hungur, glæpi og óham- ingju fólks á Vesturlöndum, sem ekki hafði náð að höndla þá sælu sem kommúnisminn hafði í för með sér. Áður en ég kom fyrst til ís- lands hafði ég aðeins einu sinni komið út fyrir landamæri Sovétríkjanna. Það var árið 1964 sem ég fór f ferð til Tékkóslóvakiu. Þótt landið væri einnig undir stjórn kommúnista fannst mér ýmis- legt þar með öðrum hætti en heima og Tékkar miklu sjálf- stæðari í hugsun. Samt var það ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég fór að efast - segir Lidia Einarsson frá Kurgan í fyrrum Sovétríkjunum sem er nú flutt til Islands 24 VIKAN 18.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.