Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 70

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 70
◄ Ef meirihluti fyrirmyndarinnar er hvítur, eins og á myndinni tll vlnstrl, þá er hætta á aö myndln veröi undirlýst ef farið er eftlr upplýsingunum frá Ijósmælinum. Ráðið við þvi er að hafa Ijósopið einu til tveimur opum stærra en Ijósmælirinn segir til um eða hraðann á lokaranum minni. Ef fyrirmyndin er dökk er undirlýsing hins vegar lausnin. Einnig er hægt að mæla Ijósið af meðaldökkum fleti eins og handarbaki og stilla hraðann og Ijósopið í samræmi við það en öruggasta lausnin er að smella af fleiri en einni mynd ef vafi er um lýsinguna. ▲ Baklýs- ing platar Ijósmælinn þannig að fyrirmyndin verður undiriýst en það getur lika unnið með myndinni eins og í þessu tilfelli. aö fylgja viöfangsefni, sem er á hreyfingu, þannig aö bak- grunnurinn virðist hreyföur og hreyfing viöfangsefnsins er undirstrikuö enn frekar, 1/60 eöa 1/30 úr sek. með stand- ard-linsu nær oftast aö skila þessum áhrifum. Ef ætlunin er aö frysta hreyfingu skiptir stefna fyrirmyndarinnar máli. Þaö þarf miklu minni hraöa til að frysta hreyfingu á hlut, sem feröast i beinni stefnu til eða frá Ijósmyndavélinni, heldur en ef hreyfingin er þvert á mynd- flötinn. Þá skal hafa í huga að þeim mun nær myndavélinni sem hluturinn er þeim mun meiri hraða þarf til aö frysta hreyfinguna. Til að hjálpa Ijósmyndaran- um aö ákvaröa hlutfallið á milli hraða og Ijósops er innbyggð- ur Ijósmælir í myndavélinni sem mælir birtuna sem endur- kastast af fyrirmyndinni. Ljósmælirinn gefur ábendingu um hver stillingin skal vera á myndavélinni til aö mynda meðalbjarta mynd en staðall- inn er 18 prósent grátt. Þetta þýðir aö ef þú ætlar að mynda skjannahvítan vegg gefur Ijósmælirinn þér rangar upp- lýsingar og þú þarft að yfirlýsa eitt til tvö Ijósop því annars veröur veggurinn grár á mynd- inni. Hiö sama gerist ef mikill hluti myndarinnar er dökkur en þá er nauðsynlegt aö undir- lýsa myndina. Lengi vel voru allar myndavélar meö Ijós- mælingu sem haföi mestan áhersluþunga, 60 til 75 prósent, á svæöi sem er 1 cm til 1,5 cm í þvermál og er í miöju leitarans. Undanfarin ár hafa fleiri möguleikar á Ijós- mælingum bæst við og er punktmæling orðin nokkuð al- geng en hún byggist eingöngu á 0,5 cm svæði í miðju mynd- arinnar sem dekkar 2,5 prós- ent af því sem sést í leitaran- um. Punktmælingin er hentug ef stór hluti fyrirmyndarinnar fellur utan við hina hefð- bundnu meðalbjörtu lýsingu en þá er hægt aö taka Ijós- mælingu af smáu svæði og ákvarða lýsingu heildarinnar. Með sumum myndavélum er hægt að taka fleiri en eina punktmælingu af sama við- fangsefninu og tölva í mynda- vélinni reiknar út meðaltal þeirra. Fullkomnasta Ijósmæl- ing á markaðinum í dag skiptir myndinni í 5 eða 6 hluta og metur lýsinguna út frá upplýs- ingum frá 100.000 mismun- andi myndum. I augnablikinu eru aðeins dýrustu Canon og Nikon vélarnar með þennan eiginleika. Upplýsingar eru settar í stýritölvu myndavélar- innar og myndir með baklýs- ingu, sem verða undirlýstar við venjulega Ijósmælingu, koma út rétt lýstar án þess að leið- réttinga sé þörf. Sömu sögu er að segja um margs konar fleiri kringumstæður þar sem Ijós- mælingin tekur tillit til frávika í lýsingu. Mat á lýsingu er afstætt og oft er vænsti kosturinn að taka fleiri en eina mynd með mis- munandi stillingum á hraða eða Ijósopi af sama fyrirbær- inu. Æfingin skapar meistar- ann á þessu sviði sem öðrum og fátt er betra en að læra af eigin mistökum. Það er ágætt fyrst í stað aö nota sem mest sömu tegund af filmu því þær hafa mismunadi viðnám við lýsingu og í næsta þætti mun- um við líta betur á filmur ásamt því að huga að gildi Ijóssía (filter). Margar myndavélar bjóða nú upp á fleiri en eina leið fyrir Ijósmælingu. Myndirnar sýna 3 mismunandi aðferðir til Ijós- mælinga. a) Svonefnd matrix mæling er sennilega fullkomnasta aðferðin til Ijósmælingar en fyrirmynd- inni er skipt í fimm hiuta og lýsingin metin af tölvu sem hefur verið mötuð af upplýsing- um á 100.000 misjafnt lýstum myndum. b) Algengasta tegund Ijósmæl- ingar leggur 60 til 75 prósent áherslu á 12 mm breitt svæði í miðju leitarans. c) Punktmæling fer 100 prósent fram innan 5 mm svæðis í miðju leitarans og er þannig auðvelt að reikna heildarlýsinguna út frá mest áríðandi hluta myndar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.